Verðum að framfylgja lögum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. mars 2013 07:00 Mladenovic spilar ekki fleiri leiki með ÍBV í vetur. Mynd/Vilhelm Leikmaður kvennaliðs ÍBV í handbolta þurfti að yfirgefa landið í vikunni þar sem hún var ekki með atvinnu- og dvalarleyfi frá Vinnumálastofnun. Sambærilegt mál vegna annars leikmanns hjá ÍBV er í skoðun. Ivana Mladenovic, leikmaður kvennaliðs ÍBV, þurfti að fara úr landi á dögunum þar sem hún var hér án tilskilinna leyfa. Vinnumálastofnun synjaði svo beiðni um dvalar- og atvinnuleyfi þar sem hún hafði verið hér á landi of lengi í leyfisleysi. Þetta staðfestir Unnur Sverrisdóttir, aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar, í samtali við Fréttablaðið. „Samkvæmt lögum þarf að sækja um dvalar- og atvinnuleyfi fyrir íþróttamenn sem koma hingað til lands og spila með íslenskum félögum sem atvinnumenn," segir Unnur.Var aldrei með landvistarleyfi Á heimasíðu ÍBV segir að Mladenovic hafi ekki fengið landvistarleyfi sínu framlengt og að ástæða þess að henni hafi verið hafnað um atvinnu- og dvalarleyfi sé að of seint hafi verið farið af stað með hennar mál. Það staðfestir Unnur og tekur reyndar fyrir það að hún hafi nokkru sinni verið með landvistarleyfi. „Hún var ekki með landvistarleyfi og ef fólk hefur verið að brjóta lögin svo lengi getum við, samkvæmt lögum, synjað slíkum beiðnum."Flogið út og heim aftur Sindri Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV, sagði í viðtali við Morgunblaðið á mánudag að leikmenn hefðu síðustu tvö ár flogið úr landi og komið svo aftur stuttu síðar. Samkvæmt lögum um útlendinga mega ríkisborgarar ríkja utan EES og EFTA ekki dvelja hér á landi lengur en þrjá mánuði í senn en með því að fara úr landi í stuttan tíma endurnýjast sá tími. Þess má þó geta að dvöl í öðru ríki sem tekur þátt í Schengen-samstarfinu telst jafngilda dvöl hér á landi. Sindri staðfesti í samtali við íþróttavef Vísis á mánudag að Mladenovic hefði farið úr landi fyrir rúmri viku síðan. Hún hefði svo fengið leyfi til að koma aftur í þeim tilgangi að taka saman sínar föggur í Vestmannaeyjum. Mladenovic spilaði engu að síður með ÍBV gegn Val í undanúrslitum bikarkeppninnar á laugardaginn og skoraði fimm mörk í leiknum. Mladenovic hefur tekið þátt í öllum nítján deildarleikjum ÍBV á tímabilinu. Sindri sagði á Vísi að aðrir leikmenn ÍBV hefðu verið hér á landi undir sömu formerkjum og Mladenovic undanfarin ár. „Það á við um fleiri lið en ÍBV," sagði hann.Íþróttafélög vilja hafa þetta í lagi Unnur ítrekar þó að ferðamenn geti ekki starfað hér á landi og þegið laun fyrir, eins og Mladenovic gerði sem leikmaður kvennaliðs ÍBV. „Það hefur verið misbrestur á því að íþróttafélögin sæki um tilskilin leyfi fyrir sína atvinnumenn sem koma hingað til lands. Við getum því miður ekki látið það alveg ótalið og verðum að framfylgja lögum." Unnur segir að yfirleitt séu íþróttafélög með þessi mál í lagi og að Vinnumálastofnun hafi átt gott samstarf við íþróttahreyfinguna. „Við áttum fund með KSÍ um daginn um þessi mál og þá höfum við átt gott samstarf við körfuboltann. Sérsamböndin og íþróttafélög í landinu vilja hafa þetta í lagi," segir hún. Þess má geta að ríkisborgarar ESB- og EFTA-ríkja geta komið til Íslands og starfað hér á landi án sérstaks atvinnu- og dvalarleyfis.Er Malovic hér sem ferðamaður? Eftir að Ivönu Mladenovic var vísað úr landi forvitnaðist Fréttablaðið um stöðu annarra erlendra leikmanna sem spila með handknattleiksliðum ÍBV. Fjórir erlendir leikmenn hafa spilað með kvennaliði ÍBV í vetur og eru allar frá ESB-löndum, nema Mladenovic. Serbinn Nemanja Malovic hefur spilað með karlaliði ÍBV í 1. deildinni í vetur en hann var á mála hjá Haukum á síðasta tímabili. Serbar þurfa atvinnu- og dvalarleyfi til að starfa hér á landi. Sindri Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV, vildi litlu svara um stöðu hans en sagði við Fréttablaðið að mál hans „væru í vinnslu“. Spurður hvort Malovic hefði alla tíð verið hjá ÍBV án tilskilinna dvalar- og atvinnuleyfa vildi hann engu svara. Unnur Sverrisdóttir, varaforstjóri Vinnumálastofnunar, vildi ekki tjá sig um hvort önnur mál er tengdust ÍBV væru í skoðun hjá stofnuninni. Olís-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Leikmaður kvennaliðs ÍBV í handbolta þurfti að yfirgefa landið í vikunni þar sem hún var ekki með atvinnu- og dvalarleyfi frá Vinnumálastofnun. Sambærilegt mál vegna annars leikmanns hjá ÍBV er í skoðun. Ivana Mladenovic, leikmaður kvennaliðs ÍBV, þurfti að fara úr landi á dögunum þar sem hún var hér án tilskilinna leyfa. Vinnumálastofnun synjaði svo beiðni um dvalar- og atvinnuleyfi þar sem hún hafði verið hér á landi of lengi í leyfisleysi. Þetta staðfestir Unnur Sverrisdóttir, aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar, í samtali við Fréttablaðið. „Samkvæmt lögum þarf að sækja um dvalar- og atvinnuleyfi fyrir íþróttamenn sem koma hingað til lands og spila með íslenskum félögum sem atvinnumenn," segir Unnur.Var aldrei með landvistarleyfi Á heimasíðu ÍBV segir að Mladenovic hafi ekki fengið landvistarleyfi sínu framlengt og að ástæða þess að henni hafi verið hafnað um atvinnu- og dvalarleyfi sé að of seint hafi verið farið af stað með hennar mál. Það staðfestir Unnur og tekur reyndar fyrir það að hún hafi nokkru sinni verið með landvistarleyfi. „Hún var ekki með landvistarleyfi og ef fólk hefur verið að brjóta lögin svo lengi getum við, samkvæmt lögum, synjað slíkum beiðnum."Flogið út og heim aftur Sindri Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV, sagði í viðtali við Morgunblaðið á mánudag að leikmenn hefðu síðustu tvö ár flogið úr landi og komið svo aftur stuttu síðar. Samkvæmt lögum um útlendinga mega ríkisborgarar ríkja utan EES og EFTA ekki dvelja hér á landi lengur en þrjá mánuði í senn en með því að fara úr landi í stuttan tíma endurnýjast sá tími. Þess má þó geta að dvöl í öðru ríki sem tekur þátt í Schengen-samstarfinu telst jafngilda dvöl hér á landi. Sindri staðfesti í samtali við íþróttavef Vísis á mánudag að Mladenovic hefði farið úr landi fyrir rúmri viku síðan. Hún hefði svo fengið leyfi til að koma aftur í þeim tilgangi að taka saman sínar föggur í Vestmannaeyjum. Mladenovic spilaði engu að síður með ÍBV gegn Val í undanúrslitum bikarkeppninnar á laugardaginn og skoraði fimm mörk í leiknum. Mladenovic hefur tekið þátt í öllum nítján deildarleikjum ÍBV á tímabilinu. Sindri sagði á Vísi að aðrir leikmenn ÍBV hefðu verið hér á landi undir sömu formerkjum og Mladenovic undanfarin ár. „Það á við um fleiri lið en ÍBV," sagði hann.Íþróttafélög vilja hafa þetta í lagi Unnur ítrekar þó að ferðamenn geti ekki starfað hér á landi og þegið laun fyrir, eins og Mladenovic gerði sem leikmaður kvennaliðs ÍBV. „Það hefur verið misbrestur á því að íþróttafélögin sæki um tilskilin leyfi fyrir sína atvinnumenn sem koma hingað til lands. Við getum því miður ekki látið það alveg ótalið og verðum að framfylgja lögum." Unnur segir að yfirleitt séu íþróttafélög með þessi mál í lagi og að Vinnumálastofnun hafi átt gott samstarf við íþróttahreyfinguna. „Við áttum fund með KSÍ um daginn um þessi mál og þá höfum við átt gott samstarf við körfuboltann. Sérsamböndin og íþróttafélög í landinu vilja hafa þetta í lagi," segir hún. Þess má geta að ríkisborgarar ESB- og EFTA-ríkja geta komið til Íslands og starfað hér á landi án sérstaks atvinnu- og dvalarleyfis.Er Malovic hér sem ferðamaður? Eftir að Ivönu Mladenovic var vísað úr landi forvitnaðist Fréttablaðið um stöðu annarra erlendra leikmanna sem spila með handknattleiksliðum ÍBV. Fjórir erlendir leikmenn hafa spilað með kvennaliði ÍBV í vetur og eru allar frá ESB-löndum, nema Mladenovic. Serbinn Nemanja Malovic hefur spilað með karlaliði ÍBV í 1. deildinni í vetur en hann var á mála hjá Haukum á síðasta tímabili. Serbar þurfa atvinnu- og dvalarleyfi til að starfa hér á landi. Sindri Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV, vildi litlu svara um stöðu hans en sagði við Fréttablaðið að mál hans „væru í vinnslu“. Spurður hvort Malovic hefði alla tíð verið hjá ÍBV án tilskilinna dvalar- og atvinnuleyfa vildi hann engu svara. Unnur Sverrisdóttir, varaforstjóri Vinnumálastofnunar, vildi ekki tjá sig um hvort önnur mál er tengdust ÍBV væru í skoðun hjá stofnuninni.
Olís-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira