Haraldur G. Bender gaf okkur leyfi til að birta meðfylgjandi mynd af sér og tónlistarmanninum Sting. Hinsvegar vildi Haraldur, eða Halli eins og hann er kallaður, ekki tjá sig um staðsetningu kappanna því Sting vill fá að vera í friði á meðan hann dvelur hér á landi að sögn Halla. Halli skrifaði við myndbirtinguna af sér með Sting: "Tveir þreyttir eftir góðan sleðarenning," sem segir okkur að þeir hafi virkilega notið sín saman á vélsleðum. Halli og Sting.Mynd/HalliFréttablaðið sagði frá því í vikunni að Sting væri staddur hér á landi ásamt fjölskyldu sinni, eiginkonu Trudie Styler og börnum þeirra fjórum. Tvö þeirra á Sting úr fyrra hjónabandi en börnin eru á aldrinum 17 - 36 ára. Hópurinn eyddi áramótunum í Stóru Mörk undir Eyjafjöllum og hafði ráðið sér þjón og kokk til að veislumaturinn væri sem frambærilegastur.