Facebook og Twitter tromp Íslands 5. janúar 2013 18:52 Áhugi útlendinga á Íslandi hefur aukist mikið í vetur að mati verkefnastjóra Íslandsstofu og greina má aukninguna vel á samfélagsmiðlum, sem eru að hans mati tromp Íslands í markaðssetningu erlendis. Markaðsátakið Ísland allt árið hefur skilað landinu umtalsverðri athygli á samfélagsmiðlunum. Í nóvember fengu til dæmis ríflega 3 milljónir fréttir og efni frá Facebook-síðunni Inspired by Iceland en hún hefur tæplega 80 þúsund fylgjendur og deila sjö til tíu þúsund efni þaðan daglega. Þá hefur Facebook-síðan Iceland Naturally ríflega 50 þúsund fylgjendur og Iceland wants to be your friend ríflega 80 þúsund en það er Íslandsstofa sem heldur síðunum þremur úti. „Þeir sem hafa komið hafa mikinn áhuga á því að deila áfram sögunni upplifuninni og myndunum sem þeir hafa tekið hérna. Bara þessir 80 þúsund fylgjendur okkar á inspired by Iceland eiga vini samtals um 17 milljónir manna þannig að þið sjáið samlegðaráhrifin þarna á milli," segir Guðrún Birna Jörgensen, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu. Og þetta á vel við þessa fimmtíu Þjóðverja sem hafa dvalið hér á landi í fimm daga í boði útvarpsstöðvarinnar SWR3. Allt sem hópurinn gerir fer nánast á rauntíma inn á netið en stöðin á 130 þúsund aðdáendur facebook- ásamt 20 þúsund á twitter-notendum sem hafa látið í sér heyra. „Stóru löndin eru að fjárfesta milljörðum ofan á milljarða í markaðssetningu á auglýsingaherferðum og landinu og þegar við erum með fimm til sex hundruð milljónir þá er það ekki há upphæð þegar kemur að því að kaupa birtingar á erlendum mörkuðum. Þarna eru samfélagsmiðlarnir okkar tromp í allri þessari markaðssetningu og hafa virkað mjög vel." Þetta hefur líka sótt í sig veðrið að undanförnu? „Já við sjáum gífurlega aukningu núna og vonum að svo verði áfram. þetta skiptir miklu máli fyrir herferð sem þessa." Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Áhugi útlendinga á Íslandi hefur aukist mikið í vetur að mati verkefnastjóra Íslandsstofu og greina má aukninguna vel á samfélagsmiðlum, sem eru að hans mati tromp Íslands í markaðssetningu erlendis. Markaðsátakið Ísland allt árið hefur skilað landinu umtalsverðri athygli á samfélagsmiðlunum. Í nóvember fengu til dæmis ríflega 3 milljónir fréttir og efni frá Facebook-síðunni Inspired by Iceland en hún hefur tæplega 80 þúsund fylgjendur og deila sjö til tíu þúsund efni þaðan daglega. Þá hefur Facebook-síðan Iceland Naturally ríflega 50 þúsund fylgjendur og Iceland wants to be your friend ríflega 80 þúsund en það er Íslandsstofa sem heldur síðunum þremur úti. „Þeir sem hafa komið hafa mikinn áhuga á því að deila áfram sögunni upplifuninni og myndunum sem þeir hafa tekið hérna. Bara þessir 80 þúsund fylgjendur okkar á inspired by Iceland eiga vini samtals um 17 milljónir manna þannig að þið sjáið samlegðaráhrifin þarna á milli," segir Guðrún Birna Jörgensen, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu. Og þetta á vel við þessa fimmtíu Þjóðverja sem hafa dvalið hér á landi í fimm daga í boði útvarpsstöðvarinnar SWR3. Allt sem hópurinn gerir fer nánast á rauntíma inn á netið en stöðin á 130 þúsund aðdáendur facebook- ásamt 20 þúsund á twitter-notendum sem hafa látið í sér heyra. „Stóru löndin eru að fjárfesta milljörðum ofan á milljarða í markaðssetningu á auglýsingaherferðum og landinu og þegar við erum með fimm til sex hundruð milljónir þá er það ekki há upphæð þegar kemur að því að kaupa birtingar á erlendum mörkuðum. Þarna eru samfélagsmiðlarnir okkar tromp í allri þessari markaðssetningu og hafa virkað mjög vel." Þetta hefur líka sótt í sig veðrið að undanförnu? „Já við sjáum gífurlega aukningu núna og vonum að svo verði áfram. þetta skiptir miklu máli fyrir herferð sem þessa."
Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira