Innlent

Tvö norsk skip komin á loðnumiðin

Tvö norsk loðnuskip komu in í íslensku landhelgina undir morgun og stefna á loðnumiðin norðaustur af landinu. Norðmenn mega veiða 45 þúsund tonn af loðnu í íslensku lögsögunni.

Hátt í 70 skip hafa leyfi til veiðanna, en ekki er búist við nema 10 til 15 skipum á svæðið. Þau mega aðeins veiða með nót, en íslensku skipin veiða nú einungis í flottroll þannig að óvíst er hvernig veiðar Norðmannanna muni ganga, þótt vel gangi hjá íslensku skipunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×