Innlent

Björgunarsveit kölluð út til að hemja fjúkandi hluti í Breiðholtinu

Björgunarsveit var kölluð út um eitt leitið í nótt til að hemja fok úr vinnupalli við fjölbýlishús í Breiðholti.

Gólfplötur úr pallinum höfðu losnað og fokið yfir húsið þar sem þær skemmdu meðal annars gervihnattadisk og tvo bíla.

Annar vinnupallur var við það að fjúka um koll í Breiðholti um svipað leiti og náði verktakinn að hemja hann án þess að tjón hlytist af og svo fuku trampólín, auglýsingaskilti og fleira smálegt.

Búist er við að stormurinn standi fram að hádegi um suðvestanvert landið og að vindhviður við fjöll geti farið yfir 30 metra á sekúndu, en fari að lægja upp úr hádegi og hægari vindur er í öðrum landshlutum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×