"Ríkisstjórnin skynjar vel að málið er nánast dautt“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. janúar 2013 12:00 Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Vísir / Stefán Karlsson Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að minni stuðningur almennings við aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið endurspegli að málið sé að deyja, en nú er 16 prósent minni stuðningur við viðræðurnar en fyrir rúmu ári síðan. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 í desember 2011 vildu 65,3 prósent ljúka viðræðum við Evrópusambandið en 34,7 prósent sögðust vilja draga umsóknina til baka. Um 36 prósent landsmanna vilja nú draga aðildarumsókn að ESB til baka, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 og 49 prósent vilja ljúka viðræðunum. Rúm 15 prósent vilja gera hlé á viðræðum og hefja þær ekki aftur fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir niðurstöðurnar býsna afdráttarlausar. „Ég held að niðurstaðan sé mjög einföld. Tveir þriðju vildu í desember 2011 ljúka viðræðum við Evrópusambandið, en núna vill minna en helmingur ljúka aðildarviðræðum. Það er auðvitað mjög mikil breyting og menn skynja það mjög víða að málið er í rauninni að deyja," segir Hannes Hólmsteinn. Hannes segir aðalatriðið í málinu að núna vilji rúmur helmingur draga umsóknina til baka eða gera hlé og halda þjóðaratkvæðagreiðslu. „Ríkisstjórnin hefur brugðist við þessu með því að fresta þessum viðræðum. Það er greinilegt að ríkisstjórnin hefur ákveðið að hætta þessum viðræðum í bili og bíða fram yfir kosningar þannig að í raun er verið að framkvæma það sem þessi rúmlega helmingur landsmanna vill gera. Það er vegna þess að ríkisstjórnin skynjar vel að málið er nánast dautt." Í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins frá 2011 segir: „Landsfundur ályktar að gera skuli hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið og þær ekki hafnar að nýju nema það verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu." Einungis 15,2 prósent vilja fara þessa leið, samkvæmt könnuninni.Nú er landsfundur framundan hjá Sjálfstæðisflokknum. Á flokkurinn að halda þessari ályktun óbreyttri eða breyta orðalaginu? „Ég er nú þeirrar skoðunar að það sé langbest að hætta þessu. Þetta á sér enga stoð í skoðunum meirihluta þjóðarinnar." thorbjorn@stod2.is Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að fljúga frá Keflavík vegna bilunar í Reykjavík Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að minni stuðningur almennings við aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið endurspegli að málið sé að deyja, en nú er 16 prósent minni stuðningur við viðræðurnar en fyrir rúmu ári síðan. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 í desember 2011 vildu 65,3 prósent ljúka viðræðum við Evrópusambandið en 34,7 prósent sögðust vilja draga umsóknina til baka. Um 36 prósent landsmanna vilja nú draga aðildarumsókn að ESB til baka, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 og 49 prósent vilja ljúka viðræðunum. Rúm 15 prósent vilja gera hlé á viðræðum og hefja þær ekki aftur fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir niðurstöðurnar býsna afdráttarlausar. „Ég held að niðurstaðan sé mjög einföld. Tveir þriðju vildu í desember 2011 ljúka viðræðum við Evrópusambandið, en núna vill minna en helmingur ljúka aðildarviðræðum. Það er auðvitað mjög mikil breyting og menn skynja það mjög víða að málið er í rauninni að deyja," segir Hannes Hólmsteinn. Hannes segir aðalatriðið í málinu að núna vilji rúmur helmingur draga umsóknina til baka eða gera hlé og halda þjóðaratkvæðagreiðslu. „Ríkisstjórnin hefur brugðist við þessu með því að fresta þessum viðræðum. Það er greinilegt að ríkisstjórnin hefur ákveðið að hætta þessum viðræðum í bili og bíða fram yfir kosningar þannig að í raun er verið að framkvæma það sem þessi rúmlega helmingur landsmanna vill gera. Það er vegna þess að ríkisstjórnin skynjar vel að málið er nánast dautt." Í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins frá 2011 segir: „Landsfundur ályktar að gera skuli hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið og þær ekki hafnar að nýju nema það verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu." Einungis 15,2 prósent vilja fara þessa leið, samkvæmt könnuninni.Nú er landsfundur framundan hjá Sjálfstæðisflokknum. Á flokkurinn að halda þessari ályktun óbreyttri eða breyta orðalaginu? „Ég er nú þeirrar skoðunar að það sé langbest að hætta þessu. Þetta á sér enga stoð í skoðunum meirihluta þjóðarinnar." thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að fljúga frá Keflavík vegna bilunar í Reykjavík Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira