Innlent

Myndi aldrei selja medalíuna

Elimar Hauksson skrifar
Silfurmaðurinn Vilhjálmur Einarsson geymir silfurmedalíuna sína í öruggum höndum á Íþróttasafninu á Akranesi.
Silfurmaðurinn Vilhjálmur Einarsson geymir silfurmedalíuna sína í öruggum höndum á Íþróttasafninu á Akranesi.
„Mér finnst fáránlegt að selja silfurmedalíuna,“ segir Ólympíumethafinn Vilhjálmur Einarsson sem vann til silfurverðlauna í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne árið 1956.

Vilhjálmi finnst fráleitt að einn af silfurpeningum handboltalandsliðs Íslands frá Ólympíuleikunum í Peking 2008 hafi verið seldur.

„Menn geta vissulega verið í slíkum fjárhagsvandræðum að þeir þurfi að selja en það hlýtur að vera hreint neyðarúrræði,“ segir Vilhjálmur.

Vilhjálmur setti Ólympíumet þegar hann stökk 16,25 metra í öðru stökki í Melbourne. Metið átti hann í tvo klukkutíma en Brasilíumaðurinn Ferreira Da Silva bætti stökk Vilhjálms og stal gullinu með stökki upp á 16,35 metra.

Spurður hvort honum finnist verðmætara, Ólympíugullið eða sonur hans, útvarpsmaðurinn Simmi , svarar Vilhjálmur hlæjandi: „Bæði Simmi og silfurverðlaunin eru ómetanleg.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×