Markaðsfólk er ekki með horn og hala Þóranna K. Jónsdóttir skrifar 16. október 2013 09:09 Við markaðsfólkið erum eins og iðnaðarmennirnir. Við gleymum að sinna hlutunum heima við. Við eigum við ímyndarvandamál að stríða. Margir virðast halda að við séum bara einhver stoðstarfsemi við fyrirtækið, bara aukaatriði sem eyðir peningum og spanderar. Ég man eftir að hafa starfað með stóru fyrirtæki þar sem markaðsdeildin var kölluð dótadeildin. Enn sjáum við sum fyrirtæki setja markaðsstarfið í hendur starfsmanna sem eiga að sinna því sem aukastarfi. Þetta er hins vegar byggt á miklum misskilningi. Misskilningi sem við markaðsfólkið þurfum að fara að leiðrétta.Markaðsstarf og nýsköpun Stjórnunargúrúinn Peter Drucker sagði að markaðsstarf og nýsköpun væru það sem skipti mestu máli hjá fyrirtækinu. Markaðsstarf og nýsköpun sköpuðu tekjur, hitt væri kostnaður. Það er nefnilega þannig að ef markaðsstarfið er ekki að gera sitt þá eru engir viðskiptavinir. Og ef það eru engir viðskiptavinir skiptir engu máli hversu góður fjármálastjórinn er, eða framleiðslustjórinn, eða starfsfólkið eða nokkuð annað. Fyrirtækið einfaldlega lifir ekki án viðskiptavina.Tilgangurinn að mæta þörfum fólks Drucker hitti þarna naglann á höfuðið en svo fataðist honum flugið. Hann sagði að tilgangur fyrirtækisins væri að búa til viðskiptavini. Markaðsfólk veit að það er ekki svo. Tilgangurinn er að mæta þörfum fólks og viðskiptavina þarna úti með því sem þú býður – og það er einmitt það sem markaðsstarfið og nýsköpunin eiga að gera. Finna út hvað það er sem fólk þarfnast og uppfylla þær þarfir með því sem skapað er. Og þar er kjarni málsins. Markaðsstarfið á ekki að snúast um „ég er með dót, ég ætla einhvern veginn að plata þig til að kaupa það“ heldur á það að snúast um að vita hvað viðskiptavinurinn þarf og mæta þeim þörfum. Þjónusta hann. Veita honum það sem hann vill. Það er þá sem fyrirtæki vaxa og dafna. Þegar að þessu kemur, þá hafði Botnleðja rangt fyrir sér. Fólk er ekki fífl. Fólk er fljótt að sjá í gegnum það þegar einhver reynir að troða hlutunum upp á það. Og það eru ekki góð viðskipti.Bæta þarf ímyndina Markaðsstarf er ekki bara auglýsingar og dótarí. Markaðsstarf er kjarnatilgangur fyrirtækisins. Markaðsmálin eiga heima við stjórnarborðið. Þau eiga heima við framkvæmdastjórnarborðið. Þau eiga heima í rekstrinum frá A til Ö. Það er kominn tími á að við markaðsfólkið förum að bæta ímynd okkar og að stjórnendur geri sér grein fyrir því út á hvað þetta gengur allt saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Við markaðsfólkið erum eins og iðnaðarmennirnir. Við gleymum að sinna hlutunum heima við. Við eigum við ímyndarvandamál að stríða. Margir virðast halda að við séum bara einhver stoðstarfsemi við fyrirtækið, bara aukaatriði sem eyðir peningum og spanderar. Ég man eftir að hafa starfað með stóru fyrirtæki þar sem markaðsdeildin var kölluð dótadeildin. Enn sjáum við sum fyrirtæki setja markaðsstarfið í hendur starfsmanna sem eiga að sinna því sem aukastarfi. Þetta er hins vegar byggt á miklum misskilningi. Misskilningi sem við markaðsfólkið þurfum að fara að leiðrétta.Markaðsstarf og nýsköpun Stjórnunargúrúinn Peter Drucker sagði að markaðsstarf og nýsköpun væru það sem skipti mestu máli hjá fyrirtækinu. Markaðsstarf og nýsköpun sköpuðu tekjur, hitt væri kostnaður. Það er nefnilega þannig að ef markaðsstarfið er ekki að gera sitt þá eru engir viðskiptavinir. Og ef það eru engir viðskiptavinir skiptir engu máli hversu góður fjármálastjórinn er, eða framleiðslustjórinn, eða starfsfólkið eða nokkuð annað. Fyrirtækið einfaldlega lifir ekki án viðskiptavina.Tilgangurinn að mæta þörfum fólks Drucker hitti þarna naglann á höfuðið en svo fataðist honum flugið. Hann sagði að tilgangur fyrirtækisins væri að búa til viðskiptavini. Markaðsfólk veit að það er ekki svo. Tilgangurinn er að mæta þörfum fólks og viðskiptavina þarna úti með því sem þú býður – og það er einmitt það sem markaðsstarfið og nýsköpunin eiga að gera. Finna út hvað það er sem fólk þarfnast og uppfylla þær þarfir með því sem skapað er. Og þar er kjarni málsins. Markaðsstarfið á ekki að snúast um „ég er með dót, ég ætla einhvern veginn að plata þig til að kaupa það“ heldur á það að snúast um að vita hvað viðskiptavinurinn þarf og mæta þeim þörfum. Þjónusta hann. Veita honum það sem hann vill. Það er þá sem fyrirtæki vaxa og dafna. Þegar að þessu kemur, þá hafði Botnleðja rangt fyrir sér. Fólk er ekki fífl. Fólk er fljótt að sjá í gegnum það þegar einhver reynir að troða hlutunum upp á það. Og það eru ekki góð viðskipti.Bæta þarf ímyndina Markaðsstarf er ekki bara auglýsingar og dótarí. Markaðsstarf er kjarnatilgangur fyrirtækisins. Markaðsmálin eiga heima við stjórnarborðið. Þau eiga heima við framkvæmdastjórnarborðið. Þau eiga heima í rekstrinum frá A til Ö. Það er kominn tími á að við markaðsfólkið förum að bæta ímynd okkar og að stjórnendur geri sér grein fyrir því út á hvað þetta gengur allt saman.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun