Ósanngjarnt að henda sökinni yfir á vagnstjórann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. febrúar 2013 16:27 Framkvæmdastjóri Strætó segir leiðinlegt að börn hafi þurft að líða fyrir það að leikskólakennarar og vagnstjóri brugðust í sínum skyldustörfum. 19 börnum var vísað úr strætisvagni á Suðurlandsbrautinni í dag þar sem leikskólakennararnir framvísuðu útrunnum skírteinum. Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó, var ekki staddur á skrifstofu Strætó þegar blaðamaður náði tali af honum. Hann segir málið ekki hafa verið tekið fyrir innanhúss enn sem komið er. Ekki sé rétt, eins og haft var eftir leikskólakennara Barónsborgar í fyrri frétt Vísis af málinu, að samningur væri í gildi á milli Reykjavíkurborgar og Strætó varðandi leikskólana. Reynir segir Strætó að fyrra bragði hafa boðið kennurum í leikskólum og grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu að koma með nemendur í strætó endurgjaldslaust utan annatíma. „Ég ætla svo sem ekkert að ætla að þessar ágætu konur hafi viljandi tekið gömul skírteini, en einhverra vegna voru þau með gömul skírteini," segir Reynir. Hann telur vagnstjórann sjálfsagt ekki hafa séð ástæðu til annars en að benda þeim á að skírteinin væru ógild. „Það er í hans verkahring að gera það eins og við hverja aðra farþega," segir Reynir sem segir að vagnstjórinn hefði átt að hafa samband við stjórnstöð þegar málið kom upp. Vagnstjórar hafi fyrirmæli þess efnis en hann viti ekki hvort hann hafi gert það eður ei. Í frétt á Vísi fyrr í dag hafði leikskólakennarinn Kolbrún Harðardóttir að orði að vagnstjórinn hefði reynt að ná sambandi við skrifstofu Strætó. „Að sama skapi hefðu fóstrurnar á Barónsborg átt að sjá til þess að þær væru með gild leikskólakort. Mér finnst ósanngjarnt að henda sökinni yfir á vagnstjórann. Mér finnst það ósanngjarnt. Ég er samt ekki að segja að hann hefði ekki mátt athuga málið betur. Þú vísar ekki svo auðveldlega frá fólki með fullt af börnum í farteskinu," segir Reynir og bætir við að um storm í vatnsglasi sé að ræða að hans mati. Reynir minnir á að fram til ársins 2009 hafi leikskólar á höfuðborgarsvæðinu greitt fyrir þjónustu Strætó. Þá hafi fyrirtækið boðið leikskólunum að nýta sér þjónustuna endurgjaldslaust eftir klukkan níu á morgnana og fram til klukkan þrjú á daginn. Þó hafi komið upp hafa tilfelli þar sem hópar hafi ekki séð ástæðu til þess að fara eftir reglunum. „Þess vegna hefur þurft að vísa fólki frá vegna þess að það hefur ekki verið pláss í vagninum," segir Reynir um tilraunir til þess að fara með hópa endurgjaldslaust á annatíma. Hann segir málið í dag sérstaklega leiðinlegt barnanna vegna. „Þau eiga ekki að þurfa að líða fyrir það að vagnstjórinn og þessar ágætu fóstrur klikka í sínum skyldustörfum. Afleiðingin er sú að börnin verða fyrir því og það er kjánalegt." Tengdar fréttir 19 leikskólabörn rekin úr strætó við Suðurlandsbraut Deildarstjóri á leikskólanum Barónsborg vill að Strætó BS biðji starfsfólk og 19 börn leikskólans afsökunar, eftir að strætóbílstjóri rak þau út úr vagninum fyrir að vera með útrunnið strætóskírteini. 18. febrúar 2013 15:07 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Strætó segir leiðinlegt að börn hafi þurft að líða fyrir það að leikskólakennarar og vagnstjóri brugðust í sínum skyldustörfum. 19 börnum var vísað úr strætisvagni á Suðurlandsbrautinni í dag þar sem leikskólakennararnir framvísuðu útrunnum skírteinum. Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó, var ekki staddur á skrifstofu Strætó þegar blaðamaður náði tali af honum. Hann segir málið ekki hafa verið tekið fyrir innanhúss enn sem komið er. Ekki sé rétt, eins og haft var eftir leikskólakennara Barónsborgar í fyrri frétt Vísis af málinu, að samningur væri í gildi á milli Reykjavíkurborgar og Strætó varðandi leikskólana. Reynir segir Strætó að fyrra bragði hafa boðið kennurum í leikskólum og grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu að koma með nemendur í strætó endurgjaldslaust utan annatíma. „Ég ætla svo sem ekkert að ætla að þessar ágætu konur hafi viljandi tekið gömul skírteini, en einhverra vegna voru þau með gömul skírteini," segir Reynir. Hann telur vagnstjórann sjálfsagt ekki hafa séð ástæðu til annars en að benda þeim á að skírteinin væru ógild. „Það er í hans verkahring að gera það eins og við hverja aðra farþega," segir Reynir sem segir að vagnstjórinn hefði átt að hafa samband við stjórnstöð þegar málið kom upp. Vagnstjórar hafi fyrirmæli þess efnis en hann viti ekki hvort hann hafi gert það eður ei. Í frétt á Vísi fyrr í dag hafði leikskólakennarinn Kolbrún Harðardóttir að orði að vagnstjórinn hefði reynt að ná sambandi við skrifstofu Strætó. „Að sama skapi hefðu fóstrurnar á Barónsborg átt að sjá til þess að þær væru með gild leikskólakort. Mér finnst ósanngjarnt að henda sökinni yfir á vagnstjórann. Mér finnst það ósanngjarnt. Ég er samt ekki að segja að hann hefði ekki mátt athuga málið betur. Þú vísar ekki svo auðveldlega frá fólki með fullt af börnum í farteskinu," segir Reynir og bætir við að um storm í vatnsglasi sé að ræða að hans mati. Reynir minnir á að fram til ársins 2009 hafi leikskólar á höfuðborgarsvæðinu greitt fyrir þjónustu Strætó. Þá hafi fyrirtækið boðið leikskólunum að nýta sér þjónustuna endurgjaldslaust eftir klukkan níu á morgnana og fram til klukkan þrjú á daginn. Þó hafi komið upp hafa tilfelli þar sem hópar hafi ekki séð ástæðu til þess að fara eftir reglunum. „Þess vegna hefur þurft að vísa fólki frá vegna þess að það hefur ekki verið pláss í vagninum," segir Reynir um tilraunir til þess að fara með hópa endurgjaldslaust á annatíma. Hann segir málið í dag sérstaklega leiðinlegt barnanna vegna. „Þau eiga ekki að þurfa að líða fyrir það að vagnstjórinn og þessar ágætu fóstrur klikka í sínum skyldustörfum. Afleiðingin er sú að börnin verða fyrir því og það er kjánalegt."
Tengdar fréttir 19 leikskólabörn rekin úr strætó við Suðurlandsbraut Deildarstjóri á leikskólanum Barónsborg vill að Strætó BS biðji starfsfólk og 19 börn leikskólans afsökunar, eftir að strætóbílstjóri rak þau út úr vagninum fyrir að vera með útrunnið strætóskírteini. 18. febrúar 2013 15:07 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
19 leikskólabörn rekin úr strætó við Suðurlandsbraut Deildarstjóri á leikskólanum Barónsborg vill að Strætó BS biðji starfsfólk og 19 börn leikskólans afsökunar, eftir að strætóbílstjóri rak þau út úr vagninum fyrir að vera með útrunnið strætóskírteini. 18. febrúar 2013 15:07