Go Red, hjartasjúkdómar og kvíði Mjöll Jónsdóttir skrifar 15. febrúar 2013 06:00 Í febrúar eru níu ár frá því langtímaverkefnið Go Red hófst á alþjóðavettvangi. Átakið snýst um að fræða konur um áhættuþætti og einkenni hjartasjúkdóma og hvernig draga megi úr líkum á sjúkdóminum. Staðreyndin er nefnilega sú að 70% af allri þekkingu okkar um hjartað er byggð á rannsóknum sem gerðar eru á karlmönnum, ekki konum. Hin dæmigerða mynd af hjartaáfalli er því byggð á dæmigerðum einkennum karla. Margir segja að konur upplifi ódæmigerð einkenni hjartasjúkdóma þegar þær fá hjartaáfall, aðrir segja að konur upplifi dæmigerð einkenni kvenna þegar þær fá hjartaáfall, það hafi hins vegar gleymst bæði að rannsaka og kynna þessi einkenni nægjanlega vel. Þess vegna var ráðist í Go Red-verkefnið, til þess að afla fjármuna til rannsókna og leggja í alþjóðaátak til að dreifa þekkingunni. Þessi grein er af þessu tilefni rituð með þeim tilgangi að varpa ljósi á tengsl kvíða við hjartasjúkdóma. Það merkilega er nefnilega að einkenni kvíða minna um margt á einkenni sem gætu komið frá hjartanu. Dæmi um algeng einkenni kvíða er hraður hjartsláttur, tilfinning um þyngsli fyrir brjósti, erfiðan eða þungan andardrátt, stingur eða verkur í brjósti, svimi og sviti.Kvíði algengur Kvíði er algengur hjá hjartasjúklingum. Það er ógnvænlegt að veikjast lífshættulega og óttinn um endurtekin veikindi hrjáir marga. Ef þessi ótti verður viðvarandi og dvínar ekki eftir að jafnvægi og bata er náð og læknir hefur úrskurðað ástæðulaust að óttast, þá gæti óttinn verið að þróast yfir í kvíða. Fyrir marga þýðir þetta að einkenni kvíða eru túlkuð sem einkenni frá hjarta. Sjúklingar trúa ekki orðum lækna um að allt sé í lagi. Margir velkjast um í heilbrigðiskerfinu, fara í læknisskoðanir, hjartalínurit, ómskoðanir og hjartaþræðingar en sama hvað aðhafst er þá finnst ekkert að og einkennin þráast við. Nema rétt eftir skoðun þegar einkennum léttir. Skoðunin létti á kvíðanum. En léttirinn er skammvinnur. Kannski var ekki gerð rétt rannsókn. Kannski fór eitthvað fram hjá lækninum. Kvíðinn eignast líf sem aldrei fyrr, enda lítið sem hjartalyf geta gert til að létta á kvíða. Það eru til ýmsar leiðir til að losna við kvíða. Til dæmis eru til margrannsakaðar aðferðir sem sálfræðingar beita í meðferð sinni og sé rétt staðið að málum og sjúklingar tilbúnir til að gera það sem þarf fer kvíðinn fljótt að gefa eftir. Margir upplifa þá aukinn líkamlegan bata þar sem einkenni minnka, hugrekki eykst og margir takast þá einnig af meiri krafti á við líf sitt, breyttan lífsstíl og aðlagast betur breyttum aðstæðum. Allt eykur þetta heilbrigði og minnkar líkur á áframhaldandi veikindum.Konur fá seinna greiningu Þá er það hin hlið kvíðans. Konur geta auðvitað einnig upplifað dæmigerð karlaeinkenni hjartaáfalls eins og stingandi verk fyrir brjósti sem leiðir út í vinstri handlegg en oft eru einkenni hjartaáfalls hjá konum óljósari eins og t.d. meltingartruflanir, óútskýrður slappleiki og þreyta, sviti, ógleði, svimi, já og kvíði. Konur lenda því oftar í því en karlar að leita læknis vegna einkenna sem eiga uppruna sinn í hjartanu en fá þau svör að þær þurfi bara að léttast, hreyfa sig, fara í frí og hvíla sig, minnka stress eða að þetta sé bara kvíði. Það er ekki að ástæðulausu að dönsku hjartasamtökin hafa staðið fyrir herferð undanfarin ár sem ber yfirskriftina „ef þú færð hjartaáfall, þá skaltu vona að þú sért karlmaður“, því sökum meiri þekkingar á hjartasjúkdómum karla fá þeir fyrr rétta greiningu og meðferð og þegar hjartað er annars vegar skiptir tími sköpum. Í hraða samfélagsins og þar með í heilbrigðisþjónustunni, niðurskurði og síauknu álagi hefur það aldrei verið mikilvægara en nú að bera ábyrgð á eigin heilsu. Allar konur þurfa að kynna sér einkenni hjartasjúkdóma kvenna og bera saman við fjölskyldusögu sína og áhættu miðað við lífsstíl. Ég hvet lækna til að taka orð kvenna alvarlega, vera vakandi fyrir ólíkum einkennum þeirra og gera frekar óþarfa nákvæma læknisskoðun en senda konur heim með leiðbeiningarbækling um heilbrigða þyngd. Ég hvet konur til að kynna sér boðskap Go Red (t.d. á gored.is eða goredforwomen.org ) og vera vakandi fyrir kvíðanum í báðar áttir. Ekki taka kvíða sem útskýringu án undangenginnar læknisskoðunar til að útiloka hjartasjúkdóma. Taktu heldur útskýringu og greiningu á kvíða gilda eftir að læknir hefur skoðað þig vel og sagt að hjartað sé í lagi og fáðu þá aðstoð við að taka á kvíðanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Sjá meira
Í febrúar eru níu ár frá því langtímaverkefnið Go Red hófst á alþjóðavettvangi. Átakið snýst um að fræða konur um áhættuþætti og einkenni hjartasjúkdóma og hvernig draga megi úr líkum á sjúkdóminum. Staðreyndin er nefnilega sú að 70% af allri þekkingu okkar um hjartað er byggð á rannsóknum sem gerðar eru á karlmönnum, ekki konum. Hin dæmigerða mynd af hjartaáfalli er því byggð á dæmigerðum einkennum karla. Margir segja að konur upplifi ódæmigerð einkenni hjartasjúkdóma þegar þær fá hjartaáfall, aðrir segja að konur upplifi dæmigerð einkenni kvenna þegar þær fá hjartaáfall, það hafi hins vegar gleymst bæði að rannsaka og kynna þessi einkenni nægjanlega vel. Þess vegna var ráðist í Go Red-verkefnið, til þess að afla fjármuna til rannsókna og leggja í alþjóðaátak til að dreifa þekkingunni. Þessi grein er af þessu tilefni rituð með þeim tilgangi að varpa ljósi á tengsl kvíða við hjartasjúkdóma. Það merkilega er nefnilega að einkenni kvíða minna um margt á einkenni sem gætu komið frá hjartanu. Dæmi um algeng einkenni kvíða er hraður hjartsláttur, tilfinning um þyngsli fyrir brjósti, erfiðan eða þungan andardrátt, stingur eða verkur í brjósti, svimi og sviti.Kvíði algengur Kvíði er algengur hjá hjartasjúklingum. Það er ógnvænlegt að veikjast lífshættulega og óttinn um endurtekin veikindi hrjáir marga. Ef þessi ótti verður viðvarandi og dvínar ekki eftir að jafnvægi og bata er náð og læknir hefur úrskurðað ástæðulaust að óttast, þá gæti óttinn verið að þróast yfir í kvíða. Fyrir marga þýðir þetta að einkenni kvíða eru túlkuð sem einkenni frá hjarta. Sjúklingar trúa ekki orðum lækna um að allt sé í lagi. Margir velkjast um í heilbrigðiskerfinu, fara í læknisskoðanir, hjartalínurit, ómskoðanir og hjartaþræðingar en sama hvað aðhafst er þá finnst ekkert að og einkennin þráast við. Nema rétt eftir skoðun þegar einkennum léttir. Skoðunin létti á kvíðanum. En léttirinn er skammvinnur. Kannski var ekki gerð rétt rannsókn. Kannski fór eitthvað fram hjá lækninum. Kvíðinn eignast líf sem aldrei fyrr, enda lítið sem hjartalyf geta gert til að létta á kvíða. Það eru til ýmsar leiðir til að losna við kvíða. Til dæmis eru til margrannsakaðar aðferðir sem sálfræðingar beita í meðferð sinni og sé rétt staðið að málum og sjúklingar tilbúnir til að gera það sem þarf fer kvíðinn fljótt að gefa eftir. Margir upplifa þá aukinn líkamlegan bata þar sem einkenni minnka, hugrekki eykst og margir takast þá einnig af meiri krafti á við líf sitt, breyttan lífsstíl og aðlagast betur breyttum aðstæðum. Allt eykur þetta heilbrigði og minnkar líkur á áframhaldandi veikindum.Konur fá seinna greiningu Þá er það hin hlið kvíðans. Konur geta auðvitað einnig upplifað dæmigerð karlaeinkenni hjartaáfalls eins og stingandi verk fyrir brjósti sem leiðir út í vinstri handlegg en oft eru einkenni hjartaáfalls hjá konum óljósari eins og t.d. meltingartruflanir, óútskýrður slappleiki og þreyta, sviti, ógleði, svimi, já og kvíði. Konur lenda því oftar í því en karlar að leita læknis vegna einkenna sem eiga uppruna sinn í hjartanu en fá þau svör að þær þurfi bara að léttast, hreyfa sig, fara í frí og hvíla sig, minnka stress eða að þetta sé bara kvíði. Það er ekki að ástæðulausu að dönsku hjartasamtökin hafa staðið fyrir herferð undanfarin ár sem ber yfirskriftina „ef þú færð hjartaáfall, þá skaltu vona að þú sért karlmaður“, því sökum meiri þekkingar á hjartasjúkdómum karla fá þeir fyrr rétta greiningu og meðferð og þegar hjartað er annars vegar skiptir tími sköpum. Í hraða samfélagsins og þar með í heilbrigðisþjónustunni, niðurskurði og síauknu álagi hefur það aldrei verið mikilvægara en nú að bera ábyrgð á eigin heilsu. Allar konur þurfa að kynna sér einkenni hjartasjúkdóma kvenna og bera saman við fjölskyldusögu sína og áhættu miðað við lífsstíl. Ég hvet lækna til að taka orð kvenna alvarlega, vera vakandi fyrir ólíkum einkennum þeirra og gera frekar óþarfa nákvæma læknisskoðun en senda konur heim með leiðbeiningarbækling um heilbrigða þyngd. Ég hvet konur til að kynna sér boðskap Go Red (t.d. á gored.is eða goredforwomen.org ) og vera vakandi fyrir kvíðanum í báðar áttir. Ekki taka kvíða sem útskýringu án undangenginnar læknisskoðunar til að útiloka hjartasjúkdóma. Taktu heldur útskýringu og greiningu á kvíða gilda eftir að læknir hefur skoðað þig vel og sagt að hjartað sé í lagi og fáðu þá aðstoð við að taka á kvíðanum.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun