Greining gagnrýnir Eygló harðlega fyrir ummæli um ÍLS 31. maí 2013 07:57 Greining Arion banka gagnrýnir Eygló Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra harðlega fyrir ummæli hennar um Íbúðalánasjóð (ÍLS) í viðtali við Bloomberg fréttaveituna í vikunni. Þar sagði Eygló m.a. að leysa þyrfti vanda sjóðsins í samvinnu við kröfuhafa. Í Markaðspunktum greiningarinnar segir að þessi ummæli ráðherrans séu óheppileg og skapi pólitíska óvissu. „Nú er gott og blessað að hvetja til góðs samstarfs en hvað þýðir það í raun þegar vandamálið snýst fyrst og fremst um fjármagn og hver leggur það til?“ spyr greiningin. Síðan segir: „Þó nokkur eru dæmin úr fortíðinni þar sem pólitískir ráðamenn láta falla óheppilegar yfirlýsingar um Íbúðalánasjóð. Hafa skal í huga að um Íbúðalánasjóð gilda sömu reglur um upplýsingagjöf og aðra útgefendur skráðra verðbréfa. Þá er það engum til góðs að auka enn á óvissu í kringum sjóðinn með lítt útfærðum yfirlýsingum í hvora áttina sem er, jafnvel þó menn séu að tala við erlenda fjölmiðla. Vandi Íbúðalánasjóðs er eitt stærsta viðfangsefni nýrrar ríkisstjórnar og þess vegna vakti það athygli okkar að ekki var vikið einu orði að sjóðnum í stefnuyfirlýsingu hennar. Við höfum ákveðin skilning á því þar sem verkefnið er lagalega og efnahagslega flókið og sú stefna sem mörkuð er getur haft áhrif langt út fyrir eignir og skuldir aðeins Íbúðalánasjóðs.“Pólitísk óvissaGreining segir að ummæli ráðherrans séu til þess fallin að enn og aftur myndast pólitísk óvissa í kringum Íbúðalánasjóð. „Hvað ráðherrann átti nákvæmlega við er kannski erfitt að ráða í. Á hann við að Íbúðalánasjóður muni ekki standa skil á samningsbundnum afborgunum og vaxtagreiðslum og þurfi að leita samninga við skuldabréfaeigendur? Í daglegu tali eru slíkir samningar kallaðir nauðasamningar, í því sambandi má velta fyrir sér hvaða áhrif það hefði á aðrar skuldbindingar ríkissjóðs. Mögulega gæti það þýtt að aðrar skuldbindingar ríkissjóðs myndu gjaldfalla,“ segir í Markaðspunktunum. Tekið er fram að Íbúðalánasjóður er ásamt ríkissjóði stærsti útgefandi skráðra verðbréfa í Kauphöll Íslands. Samkvæmt tölum Seðlabankans er virði útgefinna skuldabréfa sjóðsins um 850 milljarða kr. eða um helmingur af landsframleiðslu Íslands. Íbúðalánasjóður fjármagnar starfsemi sína með svokölluðum íbúðabréfum, en um 70% þeirra eru í eigu íslenskra lífeyrissjóða sem jafngildir þá um 600 milljörðum kr. Þar með er ekki öll sagan sögð því íslenskir lífeyrissjóðir eiga um 100 milljarða kr. í verðbréfasjóðum sem hafa bundið verulegar eignir í skuldabréfum útgefnum af Íbúðalánasjóði. Í það heila má ætla að 27-30% af lífeyrissparnaði landsmanna sé bundinn í bréfum útgefnum af Íbúðalánasjóði. „Það er líklega engin stofnun á Íslandi þar sem hagsmunaaðilar eru með jafn skýrum hætti allur meginþorri landsmanna, annars vegar sem lántakar hjá sjóðnum og hins vegar sem lánveitendur sjóðsins í gegnum lífeyrissparnað sinn. Allir landsmenn eru svo hagsmunaaðilar í gegnum ríkissjóð, sem er eigandi sjóðsins. Því er brýnt að vandað sé til verka við úrlausn vandamála Íbúðalánasjóðs,“ segir í Markaðspunktunum. Mest lesið Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Könnun: Er leyst úr erfiðum starfsmannamálum á þínum vinnustað? Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Markaðurinn 17. sept Atvinnulíf Markaðurinn 13. sept Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Greining Arion banka gagnrýnir Eygló Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra harðlega fyrir ummæli hennar um Íbúðalánasjóð (ÍLS) í viðtali við Bloomberg fréttaveituna í vikunni. Þar sagði Eygló m.a. að leysa þyrfti vanda sjóðsins í samvinnu við kröfuhafa. Í Markaðspunktum greiningarinnar segir að þessi ummæli ráðherrans séu óheppileg og skapi pólitíska óvissu. „Nú er gott og blessað að hvetja til góðs samstarfs en hvað þýðir það í raun þegar vandamálið snýst fyrst og fremst um fjármagn og hver leggur það til?“ spyr greiningin. Síðan segir: „Þó nokkur eru dæmin úr fortíðinni þar sem pólitískir ráðamenn láta falla óheppilegar yfirlýsingar um Íbúðalánasjóð. Hafa skal í huga að um Íbúðalánasjóð gilda sömu reglur um upplýsingagjöf og aðra útgefendur skráðra verðbréfa. Þá er það engum til góðs að auka enn á óvissu í kringum sjóðinn með lítt útfærðum yfirlýsingum í hvora áttina sem er, jafnvel þó menn séu að tala við erlenda fjölmiðla. Vandi Íbúðalánasjóðs er eitt stærsta viðfangsefni nýrrar ríkisstjórnar og þess vegna vakti það athygli okkar að ekki var vikið einu orði að sjóðnum í stefnuyfirlýsingu hennar. Við höfum ákveðin skilning á því þar sem verkefnið er lagalega og efnahagslega flókið og sú stefna sem mörkuð er getur haft áhrif langt út fyrir eignir og skuldir aðeins Íbúðalánasjóðs.“Pólitísk óvissaGreining segir að ummæli ráðherrans séu til þess fallin að enn og aftur myndast pólitísk óvissa í kringum Íbúðalánasjóð. „Hvað ráðherrann átti nákvæmlega við er kannski erfitt að ráða í. Á hann við að Íbúðalánasjóður muni ekki standa skil á samningsbundnum afborgunum og vaxtagreiðslum og þurfi að leita samninga við skuldabréfaeigendur? Í daglegu tali eru slíkir samningar kallaðir nauðasamningar, í því sambandi má velta fyrir sér hvaða áhrif það hefði á aðrar skuldbindingar ríkissjóðs. Mögulega gæti það þýtt að aðrar skuldbindingar ríkissjóðs myndu gjaldfalla,“ segir í Markaðspunktunum. Tekið er fram að Íbúðalánasjóður er ásamt ríkissjóði stærsti útgefandi skráðra verðbréfa í Kauphöll Íslands. Samkvæmt tölum Seðlabankans er virði útgefinna skuldabréfa sjóðsins um 850 milljarða kr. eða um helmingur af landsframleiðslu Íslands. Íbúðalánasjóður fjármagnar starfsemi sína með svokölluðum íbúðabréfum, en um 70% þeirra eru í eigu íslenskra lífeyrissjóða sem jafngildir þá um 600 milljörðum kr. Þar með er ekki öll sagan sögð því íslenskir lífeyrissjóðir eiga um 100 milljarða kr. í verðbréfasjóðum sem hafa bundið verulegar eignir í skuldabréfum útgefnum af Íbúðalánasjóði. Í það heila má ætla að 27-30% af lífeyrissparnaði landsmanna sé bundinn í bréfum útgefnum af Íbúðalánasjóði. „Það er líklega engin stofnun á Íslandi þar sem hagsmunaaðilar eru með jafn skýrum hætti allur meginþorri landsmanna, annars vegar sem lántakar hjá sjóðnum og hins vegar sem lánveitendur sjóðsins í gegnum lífeyrissparnað sinn. Allir landsmenn eru svo hagsmunaaðilar í gegnum ríkissjóð, sem er eigandi sjóðsins. Því er brýnt að vandað sé til verka við úrlausn vandamála Íbúðalánasjóðs,“ segir í Markaðspunktunum.
Mest lesið Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Könnun: Er leyst úr erfiðum starfsmannamálum á þínum vinnustað? Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Markaðurinn 17. sept Atvinnulíf Markaðurinn 13. sept Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira