Horfir frekar til fortíðar en framtíðar Íris Hauksdóttir skrifar 13. febrúar 2013 11:56 Mikil spenna hefur ríkt í búðum fatahönnunarnema en í síðustu viku lagði hópur fyrsta árs nema við Listaháskóla Íslands í pílagrímsferð sína til Parísar. Þar aðstoða þau virta hönnuði fyrir hina frægu tískuviku sem haldin er nú í febrúar. Ferðin sem er fastur liður í náminu snýst um að veita nemendum þjálfun í að sinna hinum ýmsustu verkefnum sem tengjast tískusýningum auk þess að starfa í framandi og breytilegu umhverfi. Nú hefur nemendum verið úthlutað hönnuðum en spenna ríkti meðal nemenda um úthlutanir á eftirsóttum plássum.Fær að vinna fyrir Soniu Rykiel Átta nemendur lögðu í víking í ár og mikil samkeppni um að fá sem vinsælasta hönnuðinn. Ein þeirra sem hlotið hefur hvað eftirsóttasta plássið er Elsa Vestmann Kjartansdóttir en hún aðstoðar nú Soniu Rykiel, sem kaupglaðir Íslendingar ættu að þekkja, því hún hannaði meðal annars fyrir tískuvöruverslunina H&M. Elsa er að vonum mjög spennt. "Ég hef aldrei verið svona lengi að heiman, en við búum öll saman í pínulítilli íbúð og höfum það gaman. Ég er ekki í neinum vafa um að það verður eitt allsherjar ævintýri. Við náum öll svo vel saman og erum samrýndur hópur. Þetta er svo sannarlega skemmtilegt þó vinnan sé mikil og lítið um frítíma. Ég á þó von á að álagið rjátli aðeins af okkur þegar tískuvikunni lýkur og við náum smá tíma saman til að anda og lifa smá. Upplifa París."Fyrirsæturnar ekki í fýlu Aðspurð segist Elsa ótrúlega sátt við að vinna með Soniu. „Hún var bara einmitt sú sem ég óskaði mér mest að lenda hjá. Við eigum það nefnilega sameiginlegt að vera báðar kvenlegar í hönnun okkar og hafa húmor fyrir hönnuninni sem mér finnst mikilvægt. Mikill léttleiki ræður líka ríkjum í sýningum hennar og fyrirsæturnar brosa og eru glaðar ólíkt svo mörgum öðrum sem virðast alltaf vera í fýlu. Það finnst mér mikilvægt mottó."Óraunverulegt ævintýri „Það er samt svo óraunverulegt að þetta sé í alvöru að gerast. Litlir fyrsta árs nemar frá litla Íslandi að taka þátt í þessum stóra viðburði sem tískuvikan er. Mér finnst það alveg ótrúlegt að þetta sé raunverulegt," segir Elsa og bætir því við að þau verði úti í sex vikur en fram að þessu hafi tíminn hljómað svo fjarlægur, þangað til nú. „Sjálf vil ég að vísu alltaf horfa frekar til fortíðar en framtíðar og það skín svolítið í gegnum stílinn minn sem fatahönnuður." Það á þó varla við í tilfelli tískuvikunnar því nú mega krakkarnir hafa sig alla við, tískuvikan er óðum að hefjast og nóg að gera. „Þetta er bara svo æðislega gaman allt saman. Svo er Sonia líka sjálf svo mikið París, þetta getur ekki nema gengið vel," segir þessi glaðlega stúlka að lokum. Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Lífið Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Sjá meira
Mikil spenna hefur ríkt í búðum fatahönnunarnema en í síðustu viku lagði hópur fyrsta árs nema við Listaháskóla Íslands í pílagrímsferð sína til Parísar. Þar aðstoða þau virta hönnuði fyrir hina frægu tískuviku sem haldin er nú í febrúar. Ferðin sem er fastur liður í náminu snýst um að veita nemendum þjálfun í að sinna hinum ýmsustu verkefnum sem tengjast tískusýningum auk þess að starfa í framandi og breytilegu umhverfi. Nú hefur nemendum verið úthlutað hönnuðum en spenna ríkti meðal nemenda um úthlutanir á eftirsóttum plássum.Fær að vinna fyrir Soniu Rykiel Átta nemendur lögðu í víking í ár og mikil samkeppni um að fá sem vinsælasta hönnuðinn. Ein þeirra sem hlotið hefur hvað eftirsóttasta plássið er Elsa Vestmann Kjartansdóttir en hún aðstoðar nú Soniu Rykiel, sem kaupglaðir Íslendingar ættu að þekkja, því hún hannaði meðal annars fyrir tískuvöruverslunina H&M. Elsa er að vonum mjög spennt. "Ég hef aldrei verið svona lengi að heiman, en við búum öll saman í pínulítilli íbúð og höfum það gaman. Ég er ekki í neinum vafa um að það verður eitt allsherjar ævintýri. Við náum öll svo vel saman og erum samrýndur hópur. Þetta er svo sannarlega skemmtilegt þó vinnan sé mikil og lítið um frítíma. Ég á þó von á að álagið rjátli aðeins af okkur þegar tískuvikunni lýkur og við náum smá tíma saman til að anda og lifa smá. Upplifa París."Fyrirsæturnar ekki í fýlu Aðspurð segist Elsa ótrúlega sátt við að vinna með Soniu. „Hún var bara einmitt sú sem ég óskaði mér mest að lenda hjá. Við eigum það nefnilega sameiginlegt að vera báðar kvenlegar í hönnun okkar og hafa húmor fyrir hönnuninni sem mér finnst mikilvægt. Mikill léttleiki ræður líka ríkjum í sýningum hennar og fyrirsæturnar brosa og eru glaðar ólíkt svo mörgum öðrum sem virðast alltaf vera í fýlu. Það finnst mér mikilvægt mottó."Óraunverulegt ævintýri „Það er samt svo óraunverulegt að þetta sé í alvöru að gerast. Litlir fyrsta árs nemar frá litla Íslandi að taka þátt í þessum stóra viðburði sem tískuvikan er. Mér finnst það alveg ótrúlegt að þetta sé raunverulegt," segir Elsa og bætir því við að þau verði úti í sex vikur en fram að þessu hafi tíminn hljómað svo fjarlægur, þangað til nú. „Sjálf vil ég að vísu alltaf horfa frekar til fortíðar en framtíðar og það skín svolítið í gegnum stílinn minn sem fatahönnuður." Það á þó varla við í tilfelli tískuvikunnar því nú mega krakkarnir hafa sig alla við, tískuvikan er óðum að hefjast og nóg að gera. „Þetta er bara svo æðislega gaman allt saman. Svo er Sonia líka sjálf svo mikið París, þetta getur ekki nema gengið vel," segir þessi glaðlega stúlka að lokum.
Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Lífið Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Sjá meira