Partípían Lindsay Lohan tók forskot á gamlársgleðina kvöldið fyrir gamlárskvöld. Hún fór út á lífið í London með vinum og var í vægast sagt annarlegu ástandi þegar hún kom aftur á hótelið sitt.
Starfsmenn hótelsins þurftu að hjálpa Lindsay inn og gerðu það sem þeir gátu til að passa að paparassarnir yrðu ekki of ágengir.
Undarleg samsetning.Lindsay var klædd í undarlegt dress sem var langt frá þeim glamúr sem hún er vön.
Búin að djamma aðeins of mikið.Lindsay hefur staðið í stappi við skattinn að undanförnu en nú heyrast sögusagnir þess efnis að hún verði ein af stjörnunum í raunveruleikaþættinum Celebrity Big Brother.