Þjóðin lætur ekki ljúga að sér lengur Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar 22. mars 2013 06:00 Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar færði nýju bönkunum lán heimilanna og smærri fyrirtækja á silfurfati fyrir slikk var þeim jafnframt falið að leysa skuldavanda fólksins eins og fram kom í skýrslu forsætisráðuneytisins um skuldavanda heimilanna, sem birt var í nóvember 2010. Ári síðar, eða þann 17. október 2011, þegar bankastjórar stóru bankanna þriggja mættu á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis töldu þeir sig vera að mestu búna með svigrúm til afskrifta á lánum til einstaklinga. Alþingismenn létu það gott heita og þökkuðu vinum sínum fyrir komuna. Nú veit þjóðin að þetta var lygi.Hvers vegna voru þúsundir heimila leyst upp Bankarnir þrír hafa skilað hundruðum milljarða í hreinan hagnað á síðustu árum. Á sama tíma hafa fjármálastofnanir hrakið meira en 4.000 fjölskyldur út af heimilum sínum út á rándýran leigumarkaðinn. Stjórnvöld hafa horft aðgerðarlaus á. Og hvers vegna voru þúsundir heimila leyst upp á þennan sársaukafulla og óvægna hátt? Vegna þess að fjölskyldurnar gátu ekki greitt af ósanngjörnum, stökkbreyttum, verðtryggðum húsnæðislánum og samningsvilji fjármálastofnana er enginn. Engin samkennd, engin samábyrgð. Bara hámarksgróði kröfuhafanna og bankastarfsmannanna sjálfra. Þetta vill Dögun stoppa, umsvifalaust.Dögun mun berjast fyrir hag heimilanna Ef hagur heimilanna á einhvern tíma að komast í lag á Íslandi og hér á að vera lífvænlegt fyrir fjölskyldur þarf að byrja á því að afnema verðtryggingu á neytendalánum. Ísland er eina landið í heiminum sem er með slíka verðtryggingu. Þeir sem hæst tala á móti þessum lífsnauðsynlegu aðgerðum eru þeir sömu og hæst töluðu um að það yrði að semja um Icesave. En þjóðin lætur ekki ljúga að sér lengur. Nú er komið að fjármálakerfinu, bönkunum þremur, að skila þjóðinni og heimilunum, gróðanum sem Jóhanna og Steingrímur færðu þeim í nafni þjóðarinnar. Það er komið að skuldadögum. Það er komið að uppgjöri. Þjóðin vill réttlæti, sanngirni og lýðræði. Dögun mun berjast fyrir hag heimilanna og afnámi verðtryggingar á neytendalánum fái hún til þess nægan stuðning kjósenda. xT. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar færði nýju bönkunum lán heimilanna og smærri fyrirtækja á silfurfati fyrir slikk var þeim jafnframt falið að leysa skuldavanda fólksins eins og fram kom í skýrslu forsætisráðuneytisins um skuldavanda heimilanna, sem birt var í nóvember 2010. Ári síðar, eða þann 17. október 2011, þegar bankastjórar stóru bankanna þriggja mættu á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis töldu þeir sig vera að mestu búna með svigrúm til afskrifta á lánum til einstaklinga. Alþingismenn létu það gott heita og þökkuðu vinum sínum fyrir komuna. Nú veit þjóðin að þetta var lygi.Hvers vegna voru þúsundir heimila leyst upp Bankarnir þrír hafa skilað hundruðum milljarða í hreinan hagnað á síðustu árum. Á sama tíma hafa fjármálastofnanir hrakið meira en 4.000 fjölskyldur út af heimilum sínum út á rándýran leigumarkaðinn. Stjórnvöld hafa horft aðgerðarlaus á. Og hvers vegna voru þúsundir heimila leyst upp á þennan sársaukafulla og óvægna hátt? Vegna þess að fjölskyldurnar gátu ekki greitt af ósanngjörnum, stökkbreyttum, verðtryggðum húsnæðislánum og samningsvilji fjármálastofnana er enginn. Engin samkennd, engin samábyrgð. Bara hámarksgróði kröfuhafanna og bankastarfsmannanna sjálfra. Þetta vill Dögun stoppa, umsvifalaust.Dögun mun berjast fyrir hag heimilanna Ef hagur heimilanna á einhvern tíma að komast í lag á Íslandi og hér á að vera lífvænlegt fyrir fjölskyldur þarf að byrja á því að afnema verðtryggingu á neytendalánum. Ísland er eina landið í heiminum sem er með slíka verðtryggingu. Þeir sem hæst tala á móti þessum lífsnauðsynlegu aðgerðum eru þeir sömu og hæst töluðu um að það yrði að semja um Icesave. En þjóðin lætur ekki ljúga að sér lengur. Nú er komið að fjármálakerfinu, bönkunum þremur, að skila þjóðinni og heimilunum, gróðanum sem Jóhanna og Steingrímur færðu þeim í nafni þjóðarinnar. Það er komið að skuldadögum. Það er komið að uppgjöri. Þjóðin vill réttlæti, sanngirni og lýðræði. Dögun mun berjast fyrir hag heimilanna og afnámi verðtryggingar á neytendalánum fái hún til þess nægan stuðning kjósenda. xT.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar