Ofbeldi gegn börnum og skóli margbreytileikans Guðrún H. Sederholm skrifar 22. mars 2013 06:00 Skýrsla UNICEF frá 7. mars sl. fjallar um ofbeldi gegn börnum. Skýrslan segir að líklegast sé að brot gegn barni eigi sér stað á heimili barnsins. Þetta er einnig niðurstaða rannsókna. Skýrslan bendir á að tengsl séu milli andlegrar vanlíðanar barns og þess að hafa orðið fyrir ofbeldi. Vitneskjan um ofbeldi á heimilum barna er takmörkuð innan skólanna eins og fram kom í rannsókn sem ég vann fyrir HÍ og velferðarráðuneytið 2011: „Rannsókn á viðhorfum 10 skólastjóra". Fram kom í viðtölum við skólastjórana að þá skorti faglega ráðgjöf. Fyrir 23 árum benti ég yfirvöldum á að nauðsynlegt væri að innan skólanna starfaði félagsráðgjafi sem sinnti barnavernd. Þá var ég að þróa náms- og starfsráðgjöf fyrir menntamálaráðuneytið og varð mjög vör við þessi alvarlegu mál sem börnin komu með til mín. Ég var formaður nefndar á vegum ráðuneytisins um eflingu náms- og starfsráðgjafar 1997-1998. Nefndin kallaði eftir skýrslum frá náms- og starfsráðgjöfum. Skýrslurnar áttu það sameiginlegt að ráðgjafarnir hrópuðu á hjálp þegar kom að persónulegu ráðgjöfinni eins og ofbeldi á heimilum og öðrum „erfiðum" málum. Viðbrögð voru ekki merkjanleg af hálfu yfirvalda. Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, segir í umfjöllun um áðurnefnda skýrslu UNICEF að mikið magn upplýsinga sé til staðar í samfélaginu en þær hafi ekki verið greindar með skipulögðum hætti.Ekki brugðist við Ég velti fyrir mér hvers vegna ekki hefur verið brugðist við upplýsingum sem legið hafa fyrir. Það er skólaskylda í landinu. Þar er vettvangur til að bregðast við vanlíðan barnanna, greina á ábyrgan hátt hvers vegna sumir eiga erfiðara með að einbeita sér í námi, mæta illa og sýna merki um vanrækslu. Mun víðtækari þjónustu þarf en nú er til staðar í skólum. Félagsráðgjafar starfa við nokkra skóla stundum einir og stundum með náms- og starfsráðgjöfum en erfitt er að ráða þá sérstaklega þar sem lögin eru takmarkandi. Ég sat málþing mennta- og menningarmálaráðuneytisins um „Skóla margbreytileikans og stoðkerfi skóla" þann 5. mars sl. Nær allir sem töluðu á málþinginu lögðu áherslu á að nokkuð skorti á skilning skólafólks á fyrirbærinu „skóli án aðgreiningar". Mikilvægt er að fagfólk og foreldrar hafi sama skilning á þeirri hugmyndafræði sem á að starfa eftir. Einnig kom fram að kennarar þyrftu stuðning til að framfylgja stefnunni og tryggja þyrfti að allir stefndu í sömu átt. Góð faghandleiðsla er stuðningur við kennara og henni geta félagsráðgjafar sinnt. Kennarar eiga rétt á faghandleiðslu í gegnum Sjúkrasjóð KÍ. Faghandleiðsla er unnin af fagaðilum, oft félagsráðgjöfum, sem sérhæft hafa sig í handleiðslu starfstétta og hefur það markmið að laða fram styrkleika einstaklinga, efla samskiptahæfni þeirra m.a. Þetta er ekki jafningjahandleiðsla. Faghandleiðsla er stuðningur sem kennarar geta nýtt sér í mun meiri mæli en nú er gert. Þeir sem koma í handleiðsluna hafa ásetning um að verða betri starfsmenn. Rétt greining á vanda barns er mikilvæg barnavernd. Skilgreina þarf starf félagsráðgjafa inni í skólunum alveg eins og annarra starfsmanna sem þar starfa. Óbreytt ástand er hættulegt.Höfundur er kennari, náms- og starfsráðgjafi, MSW félagsráðgjafi með sérfræðiréttindi sem fræðslu- og skólafélagsráðgjafi og móðir fatlaðs barns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Skýrsla UNICEF frá 7. mars sl. fjallar um ofbeldi gegn börnum. Skýrslan segir að líklegast sé að brot gegn barni eigi sér stað á heimili barnsins. Þetta er einnig niðurstaða rannsókna. Skýrslan bendir á að tengsl séu milli andlegrar vanlíðanar barns og þess að hafa orðið fyrir ofbeldi. Vitneskjan um ofbeldi á heimilum barna er takmörkuð innan skólanna eins og fram kom í rannsókn sem ég vann fyrir HÍ og velferðarráðuneytið 2011: „Rannsókn á viðhorfum 10 skólastjóra". Fram kom í viðtölum við skólastjórana að þá skorti faglega ráðgjöf. Fyrir 23 árum benti ég yfirvöldum á að nauðsynlegt væri að innan skólanna starfaði félagsráðgjafi sem sinnti barnavernd. Þá var ég að þróa náms- og starfsráðgjöf fyrir menntamálaráðuneytið og varð mjög vör við þessi alvarlegu mál sem börnin komu með til mín. Ég var formaður nefndar á vegum ráðuneytisins um eflingu náms- og starfsráðgjafar 1997-1998. Nefndin kallaði eftir skýrslum frá náms- og starfsráðgjöfum. Skýrslurnar áttu það sameiginlegt að ráðgjafarnir hrópuðu á hjálp þegar kom að persónulegu ráðgjöfinni eins og ofbeldi á heimilum og öðrum „erfiðum" málum. Viðbrögð voru ekki merkjanleg af hálfu yfirvalda. Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, segir í umfjöllun um áðurnefnda skýrslu UNICEF að mikið magn upplýsinga sé til staðar í samfélaginu en þær hafi ekki verið greindar með skipulögðum hætti.Ekki brugðist við Ég velti fyrir mér hvers vegna ekki hefur verið brugðist við upplýsingum sem legið hafa fyrir. Það er skólaskylda í landinu. Þar er vettvangur til að bregðast við vanlíðan barnanna, greina á ábyrgan hátt hvers vegna sumir eiga erfiðara með að einbeita sér í námi, mæta illa og sýna merki um vanrækslu. Mun víðtækari þjónustu þarf en nú er til staðar í skólum. Félagsráðgjafar starfa við nokkra skóla stundum einir og stundum með náms- og starfsráðgjöfum en erfitt er að ráða þá sérstaklega þar sem lögin eru takmarkandi. Ég sat málþing mennta- og menningarmálaráðuneytisins um „Skóla margbreytileikans og stoðkerfi skóla" þann 5. mars sl. Nær allir sem töluðu á málþinginu lögðu áherslu á að nokkuð skorti á skilning skólafólks á fyrirbærinu „skóli án aðgreiningar". Mikilvægt er að fagfólk og foreldrar hafi sama skilning á þeirri hugmyndafræði sem á að starfa eftir. Einnig kom fram að kennarar þyrftu stuðning til að framfylgja stefnunni og tryggja þyrfti að allir stefndu í sömu átt. Góð faghandleiðsla er stuðningur við kennara og henni geta félagsráðgjafar sinnt. Kennarar eiga rétt á faghandleiðslu í gegnum Sjúkrasjóð KÍ. Faghandleiðsla er unnin af fagaðilum, oft félagsráðgjöfum, sem sérhæft hafa sig í handleiðslu starfstétta og hefur það markmið að laða fram styrkleika einstaklinga, efla samskiptahæfni þeirra m.a. Þetta er ekki jafningjahandleiðsla. Faghandleiðsla er stuðningur sem kennarar geta nýtt sér í mun meiri mæli en nú er gert. Þeir sem koma í handleiðsluna hafa ásetning um að verða betri starfsmenn. Rétt greining á vanda barns er mikilvæg barnavernd. Skilgreina þarf starf félagsráðgjafa inni í skólunum alveg eins og annarra starfsmanna sem þar starfa. Óbreytt ástand er hættulegt.Höfundur er kennari, náms- og starfsráðgjafi, MSW félagsráðgjafi með sérfræðiréttindi sem fræðslu- og skólafélagsráðgjafi og móðir fatlaðs barns.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar