Hinn 83 ára gamli Arnold Palmer, einn besti kylfingur allra tíma, er með golfmótið sitt í gangi þessa dagana. Það verður mikið um að vera á Bay Hill í kringum mótið og Palmer gamli nýtur lífsins.
Hann ætlar meðal annars að borða kvöldmat með fyrirsætunni Kate Upton sem hefur verið á forsíðu sundfatatímarits Sports Illustrated tvö ár í röð.
Palmer átti þátt í að koma ferli Upton af stað. Hann spilaði reglulega golf með föður umboðsmanns Upton og kom stráknum í samband við mikið af góðu fólki.
Upton og Palmer ætla sér að ræða góðgerðarmálefni yfir matnum meðal annars. Palmer segist vera mjög spenntur fyrir kvöldverðinum.
Palmer býður Kate Upton út að borða

Mest lesið


„Nálguðumst leikinn vitlaust“
Fótbolti


Læti fyrir leik í Póllandi
Fótbolti



United niðurlægt í Malasíu
Enski boltinn

„Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“
Íslenski boltinn

