Innlent

Tólf nýir strætisvagnar

Strætó bs. hefur fest kaup á 12 nýjum strætisvögnum sem koma í þjónustu fyrirtækisins frá og með næstu vetraráætlun sem hefst þann 18. ágúst næstkomandi. Í tilkynningu segir að kaupin séu liður í reglubundinni endurnýjun á vagnakosti fyrirtækisins. Verðmæti kaupanna nemur rúmum 400 milljónum króna.

Nýju vagnarnir eru af gerðinni Irisbus Crossway LE Low Entry City Bus sem eru farþegum góðkunnir þar sem all nokkur fjöldi slíkra vagna er nú þegar í þjónustu Strætó bs.

Við komu nýju vagnanna verður elstu vinnujálkunum gefið langþráð frí frá störfum enda hafa þeir staðið sína plikt í um og yfir 20 ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×