Innlent

Gjaldtaka á Suðurlandi hafin

Meðal þess sem hægt er að gera í Hveragarðinum er að fara í fótabað í leir.
Meðal þess sem hægt er að gera í Hveragarðinum er að fara í fótabað í leir. Mynd/Heimasíða Hveragarðsins
Gestir í Hveragarðinn í Hveragerði þurfa að greiða 200 króna aðgangsgjald frá og með 15. maí. Tólf ára og yngri fá frítt inn. Þetta kemur fram í Bændablaðinu.

Um 23 þúsund gestir sækja Garðinn heim árlega og má því reikna með að tekjur Hveragerðisbæjar gæti orðið á aðra milljón króna. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri segir í samtali við Bændablaðið að gestum á svæðinu hafi fjölgað mikið og starfsemi aukist undanfarin ár.

Töluverð umræða hefur verið um gjaldtöku á áfangastöðum ferðamanna á landinu undanfarin misseri og hefur Suðurland ekki verið nein undantekning. Markaðsstofa Suðurlands stendur fyrir málþingi vegna þessa í næstu viku.

Davíð Samúelsson, framkvæmdastjóri Markaðsstofunnar, segir í samtali við Sunnlenska.is það sína skoðun að Sunnlendingar séu ekki að fá nægar tekjur af þeim fjölda ferðamanna sem heimsækir áfangastaði á Suðurlandi. Ferðamenn séu í flestum tilfellum í dagsferðum úr Reykjavík á vegum ferðaskipuleggjenda þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×