„Nú vaska ég kannski einu sinni upp“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. ágúst 2013 18:28 Róbert Aron í háloftunum með Fram. Mynd/Stefán Róbert Aron Hostert mun leika með karlaliði ÍBV í efstu deildinni í handboltanum á næstu leiktíð. Róbert Aron staðfestir þetta í samtali við Vísi í dag. „Það var bara gengið frá þessu í morgun," segir uppaldi Framarinn sem verið hefur undir smásjá erlendra félaga í sumar. Tíðindin koma nokkuð á óvart enda var fastlega búist við því að Róbert Aron myndi semja við félag á erlendri grund. „Ég fékk náttúrulega einhver tilboð að utan. Það ætti samt ekki að skemma fyrir mér að vera einn vetur í viðbót hérna heima," segir Róbert Aron. Hann ætlar að leggja höfuðáherslu á það með Eyjamönnum að stimpla sig inn sem leikstjórnandi. „Ég er með tilboð frá Þýskalandi um að spila á miðjunni á næsta ári," segir Róbert. Hann segist vilja styrkja sig í þeirri stöðu enda sé það ekki endilega hans sérstaða að stökkva upp og skjóta. Hann hafi ýmislegt fleira til brunns að bera þótt hann geti auðvitað leyst skyttustöðuna af hendi líka. Framarinn uppaldi segir mikinn metnað hjá Eyjamönnum og þjálfarateyminu. ÍBV vann sér sæti í efstu deild í vor og verður því nýliði í deildinni. Félagið samdi þó á dögunum við slóvenska línumanninn Matjaz Mlakar og virðist ætla sér stóra hluti. „Ég held að við munum spjara okkur og koma á óvart," segir Róbert Aron. Hann segir flutninginn til Eyja vera skref í að standa á eigin fótum og skipta um umhverfi. „Ég hef verið í Fram alla mína tíð og óska þeim alls hins besta," segir rétthenta skyttan og leikstjórnandinn. Hann segir að það verði stórt skref fyrir sig að búa einn og elda sinn eiginn mat. „Þá býr maður kannski til eitthvað annað en samlokur og vaska kannski einu sinni upp." Í samningi Róberts við Eyjamenn eru klausur sem gefa honum tækifæri á að semja við erlend félög á komandi tímabili. Því gæti svo farið að Róbert færi út á leiktíðinni sem hefst í september. Hann einbeitir sér þó fyrst að fremst að því að spila með ÍBV. En hvernig líst honum á að mæta Fram í Safamýrinni? „Við sjáum til. Ég veit ekki hvernig þetta verður. Ég er ennþá að átta mig á þessu," sagði Róbert Aron sem staddur var á heimili foreldra sinna spölkorn frá Safamýri, heimavelli Framara. Íslenski handboltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira
Róbert Aron Hostert mun leika með karlaliði ÍBV í efstu deildinni í handboltanum á næstu leiktíð. Róbert Aron staðfestir þetta í samtali við Vísi í dag. „Það var bara gengið frá þessu í morgun," segir uppaldi Framarinn sem verið hefur undir smásjá erlendra félaga í sumar. Tíðindin koma nokkuð á óvart enda var fastlega búist við því að Róbert Aron myndi semja við félag á erlendri grund. „Ég fékk náttúrulega einhver tilboð að utan. Það ætti samt ekki að skemma fyrir mér að vera einn vetur í viðbót hérna heima," segir Róbert Aron. Hann ætlar að leggja höfuðáherslu á það með Eyjamönnum að stimpla sig inn sem leikstjórnandi. „Ég er með tilboð frá Þýskalandi um að spila á miðjunni á næsta ári," segir Róbert. Hann segist vilja styrkja sig í þeirri stöðu enda sé það ekki endilega hans sérstaða að stökkva upp og skjóta. Hann hafi ýmislegt fleira til brunns að bera þótt hann geti auðvitað leyst skyttustöðuna af hendi líka. Framarinn uppaldi segir mikinn metnað hjá Eyjamönnum og þjálfarateyminu. ÍBV vann sér sæti í efstu deild í vor og verður því nýliði í deildinni. Félagið samdi þó á dögunum við slóvenska línumanninn Matjaz Mlakar og virðist ætla sér stóra hluti. „Ég held að við munum spjara okkur og koma á óvart," segir Róbert Aron. Hann segir flutninginn til Eyja vera skref í að standa á eigin fótum og skipta um umhverfi. „Ég hef verið í Fram alla mína tíð og óska þeim alls hins besta," segir rétthenta skyttan og leikstjórnandinn. Hann segir að það verði stórt skref fyrir sig að búa einn og elda sinn eiginn mat. „Þá býr maður kannski til eitthvað annað en samlokur og vaska kannski einu sinni upp." Í samningi Róberts við Eyjamenn eru klausur sem gefa honum tækifæri á að semja við erlend félög á komandi tímabili. Því gæti svo farið að Róbert færi út á leiktíðinni sem hefst í september. Hann einbeitir sér þó fyrst að fremst að því að spila með ÍBV. En hvernig líst honum á að mæta Fram í Safamýrinni? „Við sjáum til. Ég veit ekki hvernig þetta verður. Ég er ennþá að átta mig á þessu," sagði Róbert Aron sem staddur var á heimili foreldra sinna spölkorn frá Safamýri, heimavelli Framara.
Íslenski handboltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira