Lífið

Cee Lo kærður fyrir að byrla konu ólyfjan

Tónlistarmaðurinn Cee Lo Green gæti átt yfir höfði sér fjögurra ára fangelsi fyrir að byrla konu ólyfjan.
Tónlistarmaðurinn Cee Lo Green gæti átt yfir höfði sér fjögurra ára fangelsi fyrir að byrla konu ólyfjan. Nordicphotos/getty
Tónlistarmaðurinn Cee Lo Green gæti átt yfir höfði sér fjögurra ára fangelsi verði hann fundinn sekur um að hafa byrlað konu ólyfjan. Atvikið átti sér stað í fyrra.

Í kærunni segir að söngvarinn hafi gefið konunni eiturlyfið alsælu án hennar vitundar og síðan nauðgað henni. Söngvarinn var kærður fyrir nauðgun og að hafa byrlað konunni ólyfjan. Héraðsdómur í Los Angeles lét nauðgunarkæruna niður falla því nægar sannanir þess efnis þóttu ekki liggja fyrir. Green verður því aðeins kærður fyrir að hafa byrlað konunni ólyfjan. Málið fer fyrir rétt í nóvember, en söngvarinn neitar öllum sakargiftum.

Green er einn af dómurum í sjónvarpsþættinum The Voice. Hann sló fyrst í gegn með hljómsveitinni Gnarls Barkley. Árið 2010 sagði hann skilið við sveitina og hóf sólóferil sinn með útgáfu smellsins Forget You.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.