Lækkum skatta 4. apríl 2013 00:01 Síðustu ár hafa einkennst af því að verið sé að segja okkur hversu erfitt líf okkar sé, hversu bratt við fórum fyrir hrun og hvernig við eigum ekkert annað skilið en að þurfa nú að greiða fyrir það með skattahækkunum. Skattalækkanir eru einhver fjarlæg Útópía sem verður ekki í boði næstu árin eða áratugina. Þessi vísa hefur verið oft kveðin, svo oft að við höfum öll fengið nóg. Það þarf ekki að árétta það hvert þessi skilaboð og þessi stefna hefur leitt okkur. Flest heimili finna fyrir þeirri staðreynd á eigin skinni að ráðstöfunartekjurnar hafa dregist saman um 20% á undanförnum árum og lífsgæðin samkvæmt því. Segjum satt – það er hægt að lækka skatta En þessi stöðugi áróður er ekki sannleikur, sama hversu oft honum er haldið fram. Leiðin út úr efnahagslægð er ekki skattahækkanir heldur skattalækkanir. Þau lönd sem hafa náð einna mestum árangri í að vinna sig út úr kreppu eru þau sem fóru þá leið að hækka ekki skatta. Fyrrverandi forsætisráðherra Finna, Esko Aho, sagði í erindi á Viðskiptaþingi að skattalækkanir hefðu bjargað velferðarkerfi Finnlands á sínum tíma. Sagan segir okkur að þegar skattar hafa verið lækkaðir aukast skatttekjur ríkisins því umsvif í samfélaginu aukast.Auðveldari mánaðamót En hvað er brýnast að gera? Tekjuskattslækkanir eru þar efst á blaði, þær auka ráðstöfunartekjur heimilanna og hækka útborguð laun. Annað sem er gríðarlega mikilvægt er eldsneytiskostnaður, sem er stór útgjaldaliður fyrir flest heimili. Lækka þarf eldsneytisgjaldið til þess að minnka vægi þessa útgjaldaliðar og aftur, auka ráðstöfunartekjur. Annar stór útgjaldaliður er innkaupakarfan, með því að lækka tolla og vörugjöld er hægt að lækka vöruverð og auka enn við ráðstöfunartekjur fjölskyldunnar – allt þetta gerir mánaðamótin auðveldari. Það er hægt að bæta fyrir þær álögur sem fyrri ríkisstjórn hefur lagt á heimilin í landinu og gefa fjölskyldum von um betri framtíð. Látum ekki segja okkur að þetta sé ekki hægt, það er vel hægt að lækka skatta og gjöld og auka þannig ráðstöfunartekjur. En til þess að svo megi verða þarf Sjálfstæðisflokkurinn að leiða næstu ríkisstjórn – eini flokkurinn sem mun lækka skatta og þar með auka ráðstöfunartekjur heimilanna í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Síðustu ár hafa einkennst af því að verið sé að segja okkur hversu erfitt líf okkar sé, hversu bratt við fórum fyrir hrun og hvernig við eigum ekkert annað skilið en að þurfa nú að greiða fyrir það með skattahækkunum. Skattalækkanir eru einhver fjarlæg Útópía sem verður ekki í boði næstu árin eða áratugina. Þessi vísa hefur verið oft kveðin, svo oft að við höfum öll fengið nóg. Það þarf ekki að árétta það hvert þessi skilaboð og þessi stefna hefur leitt okkur. Flest heimili finna fyrir þeirri staðreynd á eigin skinni að ráðstöfunartekjurnar hafa dregist saman um 20% á undanförnum árum og lífsgæðin samkvæmt því. Segjum satt – það er hægt að lækka skatta En þessi stöðugi áróður er ekki sannleikur, sama hversu oft honum er haldið fram. Leiðin út úr efnahagslægð er ekki skattahækkanir heldur skattalækkanir. Þau lönd sem hafa náð einna mestum árangri í að vinna sig út úr kreppu eru þau sem fóru þá leið að hækka ekki skatta. Fyrrverandi forsætisráðherra Finna, Esko Aho, sagði í erindi á Viðskiptaþingi að skattalækkanir hefðu bjargað velferðarkerfi Finnlands á sínum tíma. Sagan segir okkur að þegar skattar hafa verið lækkaðir aukast skatttekjur ríkisins því umsvif í samfélaginu aukast.Auðveldari mánaðamót En hvað er brýnast að gera? Tekjuskattslækkanir eru þar efst á blaði, þær auka ráðstöfunartekjur heimilanna og hækka útborguð laun. Annað sem er gríðarlega mikilvægt er eldsneytiskostnaður, sem er stór útgjaldaliður fyrir flest heimili. Lækka þarf eldsneytisgjaldið til þess að minnka vægi þessa útgjaldaliðar og aftur, auka ráðstöfunartekjur. Annar stór útgjaldaliður er innkaupakarfan, með því að lækka tolla og vörugjöld er hægt að lækka vöruverð og auka enn við ráðstöfunartekjur fjölskyldunnar – allt þetta gerir mánaðamótin auðveldari. Það er hægt að bæta fyrir þær álögur sem fyrri ríkisstjórn hefur lagt á heimilin í landinu og gefa fjölskyldum von um betri framtíð. Látum ekki segja okkur að þetta sé ekki hægt, það er vel hægt að lækka skatta og gjöld og auka þannig ráðstöfunartekjur. En til þess að svo megi verða þarf Sjálfstæðisflokkurinn að leiða næstu ríkisstjórn – eini flokkurinn sem mun lækka skatta og þar með auka ráðstöfunartekjur heimilanna í landinu.
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar