Íslensk fyrirtæki þegar haslað sér völl Þórður Snær Júlíusson og Magnús Þ Lúðvíksson skrifar 20. febrúar 2013 06:00 Stjórnendur Ístaks sjá mikil tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki á Grænlandi á næstu árum en vara þó við því að menn setji sig í gullgrafarastellingar auk þess að hvetja til þess að samstarf og samskipti þjóðanna verði aukin.Fréttablaðið/GVA Verktakafyrirtækið Ístak hefur í ríflega áratug haft nokkur umsvif á Grænlandi í tengslum við virkjunarframkvæmdir og ýmis önnur verkefni. Á síðustu árum hefur velta fyrirtækisins vegna verkefna á Grænlandi verið í kringum fjóra milljarða króna á ári. Til samanburðar var heildarvelta þess á bilinu níu til 22 milljarðar á árunum 2001 til 2011 og því ljóst að verkefni á Grænlandi eru þegar orðinn stór hluti af starfsemi fyrirtækisins. „Við höfum verið að vinna á Grænlandi nokkuð lengi. Það sem við höfum verið að gera umfram annað síðustu ár er að byggja virkjanir. Það höfum við gert í svokallaðri alverktöku sem þýðir að við berum ábyrgð á hönnun, framkvæmd, háspennulínum, öllum rafbúnaði og öllu öðru. Við einfaldlega förum út í móa og gerum allt. Síðan afhendum við virkjunina og rekstur hennar hefst,“ segir Kolbeinn Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Ístaks. Auk virkjunarframkvæmda hefur Ístak á síðustu árum byggt og lengt flugbrautir, búið til hafnir og íbúðir auk þess að reisa skóla í Nuuk. „Þessi verkefni hafa krafist nokkurs mannafla. Í fyrrasumar vorum við með 150 manns á Grænlandi en þegar mest var höfum við verið með ríflega 200 manns. Yfir háveturinn er þó yfirleitt lítið um að vera,“ segir Kolbeinn. Hermann Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Ístaks, segir að félagið hafi byggt upp orðspor á Grænlandi og komið sér upp viðskiptatengslum. Hann segir fyrirtækið því í góðri stöðu til að nýta þau tækifæri sem kunna að bjóðast í landinu á næstu árum og áratugum. Efla þarf tengslinKolbeinn segir ljóst að gríðarlega mikil tækifæri leynist á Grænlandi. „Landið er auðugt af málmum og alls konar verðmætum hrávörum og þá er sennilega olía þarna. Spurningin er hvenær fremur en hvort vinnsla á þessum auðlindum hefst af alvöru og einnig í hve miklum mæli Íslendingar munu taka þátt í þessu,“ segir Kolbeinn og heldur áfram: „Við erum kannski ekki að fara að sjá um námuvinnsluna eða olíuvinnsluna sjálfa en fyrir alla þessa starfsemi þarftu raforkuver, hafnaraðstöðu, flugvallaraðstöðu, vegi, jarðgöng og svo framvegis og þar komum við inn í myndina.“ Þá segir Kolbeinn að þar sem fyrirséð verkefni á Grænlandi séu mörg hver af mjög stórum skala geti þau skipt verulegu máli fyrir íslensk fyrirtæki og jafnvel íslenskt hagkerfi þegar fram líða stundir. Hermann segir þó að þetta geti allt saman tekið tíma. „Menn hafa rætt um jarðefnavinnslu og auðlindanýtingu á Grænlandi í áratugi. Þróunin hefur þó alltaf verið hægari en sú umræða hefur bent til. Ég held að það sé enn reyndin og að þessi stóru verkefni kunni að vera aðeins lengra í framtíðinni en menn hafa væntingar um,“ segir Hermann. Kolbeinn tekur undir þetta og varar við því að Íslendingar setji sig í einhvers konar gullgrafarastellingar. „Það eru vissulega mörg verkefni í burðarliðnum sem við ættum að geta haft góðan aðgang að. Við ættum þó að skoða þessi mál í stærra samhengi. Ég held að Íslendingar ættu til dæmis að leggja áherslu á að efla samstarf, samskipti og viðskipti við Grænlendinga. Ég sé fyrir mér að við getum boðið ungum Grænlendingum til Íslands í nám og átt samstarf við þá um mennta- og heilbrigðismál. Slík tengsl auðvelda allt samstarf og viðskipti. Þetta er það land sem er næst okkur og við erum það land sem er næst þeim. Aukin tengsl ætti því að geta orðið mjög jákvæð fyrir bæði lönd.“ Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Verktakafyrirtækið Ístak hefur í ríflega áratug haft nokkur umsvif á Grænlandi í tengslum við virkjunarframkvæmdir og ýmis önnur verkefni. Á síðustu árum hefur velta fyrirtækisins vegna verkefna á Grænlandi verið í kringum fjóra milljarða króna á ári. Til samanburðar var heildarvelta þess á bilinu níu til 22 milljarðar á árunum 2001 til 2011 og því ljóst að verkefni á Grænlandi eru þegar orðinn stór hluti af starfsemi fyrirtækisins. „Við höfum verið að vinna á Grænlandi nokkuð lengi. Það sem við höfum verið að gera umfram annað síðustu ár er að byggja virkjanir. Það höfum við gert í svokallaðri alverktöku sem þýðir að við berum ábyrgð á hönnun, framkvæmd, háspennulínum, öllum rafbúnaði og öllu öðru. Við einfaldlega förum út í móa og gerum allt. Síðan afhendum við virkjunina og rekstur hennar hefst,“ segir Kolbeinn Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Ístaks. Auk virkjunarframkvæmda hefur Ístak á síðustu árum byggt og lengt flugbrautir, búið til hafnir og íbúðir auk þess að reisa skóla í Nuuk. „Þessi verkefni hafa krafist nokkurs mannafla. Í fyrrasumar vorum við með 150 manns á Grænlandi en þegar mest var höfum við verið með ríflega 200 manns. Yfir háveturinn er þó yfirleitt lítið um að vera,“ segir Kolbeinn. Hermann Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Ístaks, segir að félagið hafi byggt upp orðspor á Grænlandi og komið sér upp viðskiptatengslum. Hann segir fyrirtækið því í góðri stöðu til að nýta þau tækifæri sem kunna að bjóðast í landinu á næstu árum og áratugum. Efla þarf tengslinKolbeinn segir ljóst að gríðarlega mikil tækifæri leynist á Grænlandi. „Landið er auðugt af málmum og alls konar verðmætum hrávörum og þá er sennilega olía þarna. Spurningin er hvenær fremur en hvort vinnsla á þessum auðlindum hefst af alvöru og einnig í hve miklum mæli Íslendingar munu taka þátt í þessu,“ segir Kolbeinn og heldur áfram: „Við erum kannski ekki að fara að sjá um námuvinnsluna eða olíuvinnsluna sjálfa en fyrir alla þessa starfsemi þarftu raforkuver, hafnaraðstöðu, flugvallaraðstöðu, vegi, jarðgöng og svo framvegis og þar komum við inn í myndina.“ Þá segir Kolbeinn að þar sem fyrirséð verkefni á Grænlandi séu mörg hver af mjög stórum skala geti þau skipt verulegu máli fyrir íslensk fyrirtæki og jafnvel íslenskt hagkerfi þegar fram líða stundir. Hermann segir þó að þetta geti allt saman tekið tíma. „Menn hafa rætt um jarðefnavinnslu og auðlindanýtingu á Grænlandi í áratugi. Þróunin hefur þó alltaf verið hægari en sú umræða hefur bent til. Ég held að það sé enn reyndin og að þessi stóru verkefni kunni að vera aðeins lengra í framtíðinni en menn hafa væntingar um,“ segir Hermann. Kolbeinn tekur undir þetta og varar við því að Íslendingar setji sig í einhvers konar gullgrafarastellingar. „Það eru vissulega mörg verkefni í burðarliðnum sem við ættum að geta haft góðan aðgang að. Við ættum þó að skoða þessi mál í stærra samhengi. Ég held að Íslendingar ættu til dæmis að leggja áherslu á að efla samstarf, samskipti og viðskipti við Grænlendinga. Ég sé fyrir mér að við getum boðið ungum Grænlendingum til Íslands í nám og átt samstarf við þá um mennta- og heilbrigðismál. Slík tengsl auðvelda allt samstarf og viðskipti. Þetta er það land sem er næst okkur og við erum það land sem er næst þeim. Aukin tengsl ætti því að geta orðið mjög jákvæð fyrir bæði lönd.“
Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira