Hættuleg skref í átt að velmegun Þórður Snær Júlíusson og Magnús Þ Lúðvíksson skrifar 20. febrúar 2013 06:00 Þau skref sem stigin verða í nýtingu náttúruauðlinda Grænlands munu hafa áhrif á alla samfélagsgerð Grænlendinga. Efnahagur Grænlands í dag hvílir í grófum dráttum á tveimur stoðum. Annars vegar greiðir danska ríkið árlega 3,6 milljarða danskra króna, um 83 milljarða króna, til þess grænlenska. Þessi meðgjöf, sem er ekki vísitölutengd og rýrnar því að raunvirði á hverju ári, er til að standa undir stjórnsýslu landsins. Hún er einnig um helmingur tekna Grænlands. Það sem upp á vantar kemur að mestu úr sjávarútvegi, aðallega veiðum og vinnslu á rækju. Þeir veiða líka grálúðu og lítilræði af þorski og hafa nýverið úthlutað sér makrílkvóta. Það er þó ljóst að Grænland þarf að auka tekjur sínar til að standa undir samfélagsgerð sinni. Niels de Coninck-Smith, stjórnarformaður sjávarútvegsfyrirtækisins Royal Greenland, stærsta fyrirtækis Grænlands, lét hafa eftir sér á ráðstefnunni „Future Greenland 2013“, sem fram fór fyrr í þessum mánuði, að samfélagsgerð landsins væri ósjálfbær. Ef ekki yrðu breytingar á henni myndi það þýða aukningu á opinberum skuldum til að standa undir þeim innviðum sem þegar eru til staðar. „Grænland gæti staðið mjög vel ef landið yrði rekið meira eins og fyrirtæki sem bæri virðingu fyrir menningu og hefðum landsins og einstökum innviðum, frekar en að reka það í takt við skandinavíska stjórnsýslu,“ sagði Coninck-Smith. Ljóst var á mörgum öðrum framsögumönnum á ráðstefnunni, sem sótt var af blaðamanni Markaðarins, að afar skiptar skoðanir eru um þessa tillögu hans. Miklar náttúruauðlindirÞegar Grænland fékk sjálfsstjórn árið 2009 fékk ríkisstjórn landsins einnig umráðarétt yfir náttúruauðlindum landsins. Vilji hennar hefur staðið til að nýta þær á þann hátt að hægt verði að auka velmegun í Grænlandi, styrkja innviði, fjölga störfum og bæta menntun. Grænland er enda afar ríkt af nýtanlegum málmum á borð við sink, gull, járn og fleiri. Þar fyrirfinnst meira að segja úran sem er nýtanlegt til að skapa kjarnorku. Nú þegar hefur grænlenska ríkisstjórnin veitt um 150 rannsóknarleyfi vegna málmleitar. Fyrir tíu árum voru þau sautján. Í fyrra eyddu þau fyrirtæki sem standa að rannsóknunum um þrettán milljörðum króna í þær. Þá hefur hnattræn hlýnun, og bráðnun íss á Norðurslóðum, opnað fyrir þann möguleika að nýta olíulindir við strendur landsins. Olíufélögin sem að henni standa hafa þegar eytt um 130 milljörðum króna í hana. Auk þess eru fjölmargir möguleikar til að byggja vatnsaflsvirkjanir, sem gera Grænland að aðlaðandi stað fyrir til dæmis álfyrirtæki. Eftir margra ára umræður um hvað sé hægt að gera á Grænlandi hafa nú verið stigin skref í átt að því að gerlegt verði að ráðast í þessi stóru nýtingarverkefni. Í fyrrahaust kynnti grænlenska ríkisstjórnin nýja áætlun um velmegun og velferð á Grænlandi fram til ársins 2025. Yfirskrift hennar er „okkar framtíð – mín og þín ábyrgð. Á leið til 2025“. Helstu áherslumál áætlunarinnar eru aukin menntun og atvinnuþátttaka. Það er engin vöntun á að gera bragarbót í þessum málum enda voru um 62 prósent af grænlensku vinnuafli ófaglærð í lok árs 2010. Grænlenskt samfélag hefur því hvorki yfir að ráða sérhæfingu né vinnuafli til að þjónusta þau risastóru verkefni sem eru á teikniborðinu í landinu. Lög um stór verkefni@Mark.Meginmál 1.m:Þann 7. desember 2012 samþykkti grænlenska landsþingið síðan lög sem á dönsku kallast „Storskalaloven“. Þau skilyrða hvað geti kallast stórframkvæmd og hvaða undanþágur þeir sem standa að slíkum framkvæmdum fá. Tilgangur lagasetningarinnar er að búa til aukinn hvata fyrir alþjóðleg stórfyrirtæki til að fjárfesta á Grænlandi. Í stuttu máli þýða lögin, sem tóku gildi 1. janúar 2013, að erlend stórfyrirtæki geti ráðist í verkefni sem kosta meira en einn milljarð danskra króna, um 23 milljarða króna, með tilslökunum á grænlenskri vinnulöggjöf. Það þýðir í raun að fyrirtækin geta notað ódýrt erlent vinnuafl í framkvæmdir sínar. Í fréttatilkynningu sem ríkisstjórn Grænlands sendi frá sér þegar lögin voru samþykkt var haft eftir Kuupik Kleist forsætisráðherra að hann vænti þess að hin stóru verkefni myndu leiða af sér aukna atvinnu og þjálfun Grænlendinga til að sinna þeim störfum sem myndu skapast. „Grænland þarf fjárfestingu sem beinist inn á við til að tryggja velsæld á komandi árum,“ sagði Kleist. Fimm þúsund Kínverjar@Mark.Meginmál 1.m:Þau tvö verkefni sem líklegust eru að fara af stað, nýting London Mining, bresks fyrirtækis sem knúið er kínverskum peningum og hagsmunum, á járnnámu og bygging Alcoa á álveri, hafa beðið eftir því að umrædd lög yrðu samþykkt. Talið er að flytja þurfi um fimm þúsund kínverska verkamenn til Grænlands til að vinna við þau. Þó að pólitískur meirihluti sé fyrir því að nýta þessi vaxtartækifæri væri það ofsögum sagt að einhugur væri um hvernig ætti að gera það. Í byrjun febrúar boðaði Kleist til kosninga, sem haldnar verða í mars. Þar mun nýr flokkur, Inúítaflokkurinn, bjóða fram. Helsta kosningamál hans er að nýju lögin um stóru verkefnin verði borin undir þjóðaratkvæði. Flýta sér hægt@Mark.Meginmál 1.m:Af samræðum við áhrifafólk á Grænlandi er ljóst að margir vilja flýta sér hægt. Þeir hafa áhyggjur af viðkvæmri náttúru, viðkvæmri menningu og áhrifum risaverkefna á viðkvæma innviði. Maliina Abelsen, fjármálaráðherra Grænlands, vakti mikla athygli fyrir að tala tæpitungulaust í tölu sinni á ráðstefnunni. Hún eyddi meðal annars tíma í að tala um þá tortryggni sem ríkti gagnvart Kínverjum í landinu, en sagði að ríkisstjórnin myndi ekki útiloka fyrirtæki frá neinu sérstöku landi frá því að taka þátt í þeim verkefnum sem möguleg eru í Grænlandi. Enginn væri útilokaður fyrir fram. Abelsen talaði einnig, líkt og margir aðrir framsögumenn á ráðstefnunni, um að aukning á menntun væri það mikilvægasta sem Grænlendingar stæðu frammi fyrir. Auka þyrfti hlutfall þeirra sem ljúka grunnnámi og mennta Grænlendinga til þess að geta sjálfir unnið í þeim fjölmörgu sérfræðingastörfum sem myndu fylgja nýtingu náttúruauðlindanna. „Ef við fáum ekki okkar eigið fólk í hin nýju störf sem skapast hefur okkur mistekist,“ sagði Abelsen. Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Efnahagur Grænlands í dag hvílir í grófum dráttum á tveimur stoðum. Annars vegar greiðir danska ríkið árlega 3,6 milljarða danskra króna, um 83 milljarða króna, til þess grænlenska. Þessi meðgjöf, sem er ekki vísitölutengd og rýrnar því að raunvirði á hverju ári, er til að standa undir stjórnsýslu landsins. Hún er einnig um helmingur tekna Grænlands. Það sem upp á vantar kemur að mestu úr sjávarútvegi, aðallega veiðum og vinnslu á rækju. Þeir veiða líka grálúðu og lítilræði af þorski og hafa nýverið úthlutað sér makrílkvóta. Það er þó ljóst að Grænland þarf að auka tekjur sínar til að standa undir samfélagsgerð sinni. Niels de Coninck-Smith, stjórnarformaður sjávarútvegsfyrirtækisins Royal Greenland, stærsta fyrirtækis Grænlands, lét hafa eftir sér á ráðstefnunni „Future Greenland 2013“, sem fram fór fyrr í þessum mánuði, að samfélagsgerð landsins væri ósjálfbær. Ef ekki yrðu breytingar á henni myndi það þýða aukningu á opinberum skuldum til að standa undir þeim innviðum sem þegar eru til staðar. „Grænland gæti staðið mjög vel ef landið yrði rekið meira eins og fyrirtæki sem bæri virðingu fyrir menningu og hefðum landsins og einstökum innviðum, frekar en að reka það í takt við skandinavíska stjórnsýslu,“ sagði Coninck-Smith. Ljóst var á mörgum öðrum framsögumönnum á ráðstefnunni, sem sótt var af blaðamanni Markaðarins, að afar skiptar skoðanir eru um þessa tillögu hans. Miklar náttúruauðlindirÞegar Grænland fékk sjálfsstjórn árið 2009 fékk ríkisstjórn landsins einnig umráðarétt yfir náttúruauðlindum landsins. Vilji hennar hefur staðið til að nýta þær á þann hátt að hægt verði að auka velmegun í Grænlandi, styrkja innviði, fjölga störfum og bæta menntun. Grænland er enda afar ríkt af nýtanlegum málmum á borð við sink, gull, járn og fleiri. Þar fyrirfinnst meira að segja úran sem er nýtanlegt til að skapa kjarnorku. Nú þegar hefur grænlenska ríkisstjórnin veitt um 150 rannsóknarleyfi vegna málmleitar. Fyrir tíu árum voru þau sautján. Í fyrra eyddu þau fyrirtæki sem standa að rannsóknunum um þrettán milljörðum króna í þær. Þá hefur hnattræn hlýnun, og bráðnun íss á Norðurslóðum, opnað fyrir þann möguleika að nýta olíulindir við strendur landsins. Olíufélögin sem að henni standa hafa þegar eytt um 130 milljörðum króna í hana. Auk þess eru fjölmargir möguleikar til að byggja vatnsaflsvirkjanir, sem gera Grænland að aðlaðandi stað fyrir til dæmis álfyrirtæki. Eftir margra ára umræður um hvað sé hægt að gera á Grænlandi hafa nú verið stigin skref í átt að því að gerlegt verði að ráðast í þessi stóru nýtingarverkefni. Í fyrrahaust kynnti grænlenska ríkisstjórnin nýja áætlun um velmegun og velferð á Grænlandi fram til ársins 2025. Yfirskrift hennar er „okkar framtíð – mín og þín ábyrgð. Á leið til 2025“. Helstu áherslumál áætlunarinnar eru aukin menntun og atvinnuþátttaka. Það er engin vöntun á að gera bragarbót í þessum málum enda voru um 62 prósent af grænlensku vinnuafli ófaglærð í lok árs 2010. Grænlenskt samfélag hefur því hvorki yfir að ráða sérhæfingu né vinnuafli til að þjónusta þau risastóru verkefni sem eru á teikniborðinu í landinu. Lög um stór verkefni@Mark.Meginmál 1.m:Þann 7. desember 2012 samþykkti grænlenska landsþingið síðan lög sem á dönsku kallast „Storskalaloven“. Þau skilyrða hvað geti kallast stórframkvæmd og hvaða undanþágur þeir sem standa að slíkum framkvæmdum fá. Tilgangur lagasetningarinnar er að búa til aukinn hvata fyrir alþjóðleg stórfyrirtæki til að fjárfesta á Grænlandi. Í stuttu máli þýða lögin, sem tóku gildi 1. janúar 2013, að erlend stórfyrirtæki geti ráðist í verkefni sem kosta meira en einn milljarð danskra króna, um 23 milljarða króna, með tilslökunum á grænlenskri vinnulöggjöf. Það þýðir í raun að fyrirtækin geta notað ódýrt erlent vinnuafl í framkvæmdir sínar. Í fréttatilkynningu sem ríkisstjórn Grænlands sendi frá sér þegar lögin voru samþykkt var haft eftir Kuupik Kleist forsætisráðherra að hann vænti þess að hin stóru verkefni myndu leiða af sér aukna atvinnu og þjálfun Grænlendinga til að sinna þeim störfum sem myndu skapast. „Grænland þarf fjárfestingu sem beinist inn á við til að tryggja velsæld á komandi árum,“ sagði Kleist. Fimm þúsund Kínverjar@Mark.Meginmál 1.m:Þau tvö verkefni sem líklegust eru að fara af stað, nýting London Mining, bresks fyrirtækis sem knúið er kínverskum peningum og hagsmunum, á járnnámu og bygging Alcoa á álveri, hafa beðið eftir því að umrædd lög yrðu samþykkt. Talið er að flytja þurfi um fimm þúsund kínverska verkamenn til Grænlands til að vinna við þau. Þó að pólitískur meirihluti sé fyrir því að nýta þessi vaxtartækifæri væri það ofsögum sagt að einhugur væri um hvernig ætti að gera það. Í byrjun febrúar boðaði Kleist til kosninga, sem haldnar verða í mars. Þar mun nýr flokkur, Inúítaflokkurinn, bjóða fram. Helsta kosningamál hans er að nýju lögin um stóru verkefnin verði borin undir þjóðaratkvæði. Flýta sér hægt@Mark.Meginmál 1.m:Af samræðum við áhrifafólk á Grænlandi er ljóst að margir vilja flýta sér hægt. Þeir hafa áhyggjur af viðkvæmri náttúru, viðkvæmri menningu og áhrifum risaverkefna á viðkvæma innviði. Maliina Abelsen, fjármálaráðherra Grænlands, vakti mikla athygli fyrir að tala tæpitungulaust í tölu sinni á ráðstefnunni. Hún eyddi meðal annars tíma í að tala um þá tortryggni sem ríkti gagnvart Kínverjum í landinu, en sagði að ríkisstjórnin myndi ekki útiloka fyrirtæki frá neinu sérstöku landi frá því að taka þátt í þeim verkefnum sem möguleg eru í Grænlandi. Enginn væri útilokaður fyrir fram. Abelsen talaði einnig, líkt og margir aðrir framsögumenn á ráðstefnunni, um að aukning á menntun væri það mikilvægasta sem Grænlendingar stæðu frammi fyrir. Auka þyrfti hlutfall þeirra sem ljúka grunnnámi og mennta Grænlendinga til þess að geta sjálfir unnið í þeim fjölmörgu sérfræðingastörfum sem myndu fylgja nýtingu náttúruauðlindanna. „Ef við fáum ekki okkar eigið fólk í hin nýju störf sem skapast hefur okkur mistekist,“ sagði Abelsen.
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun