Íslendingar og Færeyingar sem hafa getið sér gott nafn í tískuheiminum lögðust á eitt við að gera þennan fallega myndaþátt sem birtist í Nordic Style Magazine á sunnudaginn, en tímaritið leggur áherslu á að koma hæfileikaríku fólki á Norðurlöndunum á framfæri í tískuheiminum. Það var Hildur María Valgarðsdóttir sem myndaði, Atli Freyr Demantur sá um förðun og hár, Ingerð Stenberg Jønsson stíliseraði og Rannvá Joensen sat fyrir. Myndirnar voru teknar í kirkjugarði í Kaupmannahöfn og eru eins og klipptar út úr norrænu ævintýri.