Lífið

Útlit fyrir fjórðu seríu af Homeland

Ugla Egilsdóttir skrifar
Þátturinn Homeland hefur fengið Emmyverðlaunin.
Þátturinn Homeland hefur fengið Emmyverðlaunin.
Nú er orðið alveg ljóst að gerð verður fjórða serían af Homeland. Jessica og Dana Brody verða ekki lengur aðalpersónur í þáttunum.

Síðasti þátturinn í seríu þrjú verður sýndur í kvöld. Þeir sem fylgjast vel með þáttunum eru að vonum spenntir yfir því hvernig sögunni vindur fram eftir að Nicholas Brody drap skotmark CIA í Íran í síðasta þætti.

Claire Danes, sem leikur Carrie Mathison í þáttunum hefur sagst mundu vilja taka sér pásu frá því að leika í þáttunum og leika einhverja aðra persónu um stundarsakir. Þá myndi hún kannski kunna betur að meta persónuna.

Hún sagðist einnig vera kvíðin yfir því að geðsjúkdómurinn sem Carrie er með komist ekki nógu vel til skila í þáttunum.

Skemmtanagildi þess sé ótvírætt þegar Carrie missir vitið, en hún óttist það stöðugt að staðreyndir um geðhvarfasýki víki fyrir því sem hefur skemmtanagildi í meðförum hennar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.