ADHD og einelti Björk Þórarinsdóttir skrifar 4. september 2013 00:01 Nýlega birtist frétt um ungan dreng með ADHD sem vill ekki lifa lengur vegna þess gífurlega eineltis sem hann hefur orðið fyrir síðan hann hóf skólagöngu sína fyrir tveimur árum. Já, við erum að tala um lítinn átta ára dreng sem langar til þess að verða engill, því þá muni loks einhverjir vilja leika við hann. Þessi saga er ekki einsdæmi, það þekkjum við hjá ADHD samtökunum. Til samtakanna leitar á hverju ári fjöldi foreldra vegna erfiðleika í skóla, eineltis og félagslegrar einangrunar barna sinna. En hvað gerir það að verkum að börn með ADHD eru oftar útsett fyrir einelti og hvernig getum við brugðist við? Því meira sem við vitum um röskunina og hinar ýmsu birtingarmyndir hennar, þeim mun betur erum við í stakk búin til þess að skilja einstaklinga með ADHD og koma í veg fyrir óæskilegar aðstæður, þar sem þeir geta orðið fyrir einelti. Lengi vel var því haldið fram að börn með ADHD væru bara óþekk, skorti aga og um væri að kenna lélegu uppeldi foreldra og almennri leti þeirra til þess að takast á við foreldrahlutverkið. Sem betur fer hefur þetta breyst. Nú vita flestir að ADHD er taugaþroskaröskun í heila, sem stafar af truflun á boðefnum í stjórnstöð heilans. Helstu einkenni ADHD eru athyglisbrestur, ofvirkni og hvatvísi.Mismunandi birtingarmyndir Fáir þekkja hins vegar hinar mismunandi birtingarmyndir ADHD, en skynúrvinnsla barna með ADHD er að mörgu leyti öðruvísi en annarra barna. Þau upplifa hávaða, snertingu og truflanir í umhverfinu oft á annan og sterkari hátt og því geta viðbrögð þeirra oft orðið mjög ýkt og sjaldnar í samræmi við það sem við teljum „eðlilegt“ miðað við aðstæður. Þá eiga börn með ADHD erfitt með að lesa í félagslegar aðstæður. Þau eiga því til að ryðjast inn í leik annarra og eiga erfitt með að bíða eftir að röðin komi að sér. Ekki má heldur gleyma því hve börn með ADHD eru oft innileg, ástríðufull og hvatvís og geta þannig stundum stuðað hin börnin í hópnum. Þar getur samhent starfsfólk skóla oft gert kraftaverk með því að lesa í aðstæður og aðstoða börn við að koma þeim af stað í leik með öðrum börnum, þróa með þeim félagsfærni og styrkja barnið þegar það sýnir æskilega hegðun með jákvæðni og hrósi. Jákvæður bekkjarandi, þar sem lögð er áhersla á að börnin séu bekkjarsystkini og alið á samkennd og væntumþykju, getur líka haft víðtæk áhrif utan skólastofunnar. Við sem samfélag berum líka ábyrgð á því að fræða börnin okkar um fjölbreytileika mannlífsins, virðingu og tillitsemi. Að einelti og útilokun eða útskúfun einstaklings sé ekki valkostur eða eins og við segjum við börnin okkar þegar þau eru lítil „ÞAÐ ER EKKI Í BOÐI“. Gamli frasinn sem segir að það þurfi þorp til þess að ala upp barn á svo sannarlega enn við í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Nýlega birtist frétt um ungan dreng með ADHD sem vill ekki lifa lengur vegna þess gífurlega eineltis sem hann hefur orðið fyrir síðan hann hóf skólagöngu sína fyrir tveimur árum. Já, við erum að tala um lítinn átta ára dreng sem langar til þess að verða engill, því þá muni loks einhverjir vilja leika við hann. Þessi saga er ekki einsdæmi, það þekkjum við hjá ADHD samtökunum. Til samtakanna leitar á hverju ári fjöldi foreldra vegna erfiðleika í skóla, eineltis og félagslegrar einangrunar barna sinna. En hvað gerir það að verkum að börn með ADHD eru oftar útsett fyrir einelti og hvernig getum við brugðist við? Því meira sem við vitum um röskunina og hinar ýmsu birtingarmyndir hennar, þeim mun betur erum við í stakk búin til þess að skilja einstaklinga með ADHD og koma í veg fyrir óæskilegar aðstæður, þar sem þeir geta orðið fyrir einelti. Lengi vel var því haldið fram að börn með ADHD væru bara óþekk, skorti aga og um væri að kenna lélegu uppeldi foreldra og almennri leti þeirra til þess að takast á við foreldrahlutverkið. Sem betur fer hefur þetta breyst. Nú vita flestir að ADHD er taugaþroskaröskun í heila, sem stafar af truflun á boðefnum í stjórnstöð heilans. Helstu einkenni ADHD eru athyglisbrestur, ofvirkni og hvatvísi.Mismunandi birtingarmyndir Fáir þekkja hins vegar hinar mismunandi birtingarmyndir ADHD, en skynúrvinnsla barna með ADHD er að mörgu leyti öðruvísi en annarra barna. Þau upplifa hávaða, snertingu og truflanir í umhverfinu oft á annan og sterkari hátt og því geta viðbrögð þeirra oft orðið mjög ýkt og sjaldnar í samræmi við það sem við teljum „eðlilegt“ miðað við aðstæður. Þá eiga börn með ADHD erfitt með að lesa í félagslegar aðstæður. Þau eiga því til að ryðjast inn í leik annarra og eiga erfitt með að bíða eftir að röðin komi að sér. Ekki má heldur gleyma því hve börn með ADHD eru oft innileg, ástríðufull og hvatvís og geta þannig stundum stuðað hin börnin í hópnum. Þar getur samhent starfsfólk skóla oft gert kraftaverk með því að lesa í aðstæður og aðstoða börn við að koma þeim af stað í leik með öðrum börnum, þróa með þeim félagsfærni og styrkja barnið þegar það sýnir æskilega hegðun með jákvæðni og hrósi. Jákvæður bekkjarandi, þar sem lögð er áhersla á að börnin séu bekkjarsystkini og alið á samkennd og væntumþykju, getur líka haft víðtæk áhrif utan skólastofunnar. Við sem samfélag berum líka ábyrgð á því að fræða börnin okkar um fjölbreytileika mannlífsins, virðingu og tillitsemi. Að einelti og útilokun eða útskúfun einstaklings sé ekki valkostur eða eins og við segjum við börnin okkar þegar þau eru lítil „ÞAÐ ER EKKI Í BOÐI“. Gamli frasinn sem segir að það þurfi þorp til þess að ala upp barn á svo sannarlega enn við í dag.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun