Afskiptaleysi er einbeitt pólitísk stefna Pétur Ólafsson skrifar 1. nóvember 2013 06:00 Afskiptaleysi er alveg jafn afdráttarlaus stefna og aðgerðir. Afskiptaleysi ríkisstjórnarinnar í málefnum leigjenda er til dæmis mjög meðvituð ákvörðun. Í fjárlögum er ekki að sjá þess stað að boðað hafi verið til aðgerða á leigumarkaði. Á sama tíma hafa bæjaryfirvöld í Kópavogi ákveðið fyrir fyrri umræðu fjárhagsáætlunar að gera heldur ekkert í málefnum leigjenda á meðan Reykjavíkurborg hefur lagt fram áætlanir um fjölgun leiguíbúða um 3.000.Frjáls markaður býr til vandann Samfylkingin í Kópavogi hefur borið upp tillögur þess efnis að 250 milljónir verði notaðar til þess að reisa fjölbýlishús í samstarfi við leigufélög þar sem í væru íbúðir á almennum markaði og félagslegum. Þessi tillaga var felld í bæjarráði um miðjan október en atkvæði verða greidd um þá tillögu á fyrsta bæjarstjórnarfundi í nóvember. Þótt smíði þess mannvirkis myndi aldrei leysa þann mikla vanda sem hefur blasað við um nokkur misseri þá væri bæjarfélagið að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að fækka þeim sem þurfa að treysta á sína nánustu fyrir húsaskjól. Að fella slíkar tillögur og lýsa þannig yfir áhuga- og afskiptaleysi í málefnum leigjenda er grafalvarlegt. Leiguverð hefur hækkað gríðarlega að undanförnu, eða um 10% á árinu samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar. Réttindi og skyldur leigjenda eru alls ekki tryggð og framboð á frjálsum markaði á verði sem endurspeglar veruleikann ekki neitt. Trygging leigjenda fyrir því að vera ekki sagt upp með stuttum fyrirvara er heldur engin. Þá verður ríkið einfaldlega, í nánu samstarfi við stærstu sveitarfélögin, að bregðast við. Sem betur fer hefur Reykjavíkurborg gert það með metnaðarfullum áætlunum um leiguíbúðamarkaðinn á næstu árum. Það á eftir að skipta miklu máli.Hækkanir meiri en í Bretlandi Það sem er svo móðgandi við afskiptaleysið sem ég ræddi í upphafi greinarinnar er að bæði ríkisstjórn og meirihlutinn í Kópavogi eru að segja að þeim sé sama um þann fjölda íbúa sem þarfnast húsaskjóls eða þau líta ekki á það sem sitt hlutverk að gera viðfangsefni þeirra að sínum. Það má líka orða þetta svona. Við ætlum ekkert að aðhafast á leigumarkaðnum vegna þess að málið er ekki nógu merkilegt. Í Bretlandi hefur verð á leiguíbúðum hækkað um 9,3% á árinu. Blöðin linna ekki látum yfir að þvílíkt aðgerðarleysi einkenni stjórnina í Downing Street enda er stöðugleiki eitthvað sem ríkisstjórnir allra landa verða að leitast við að tryggja. Þessi gríðarlega hækkun á leigumarkaði er viðfangsefni stjórnvalda og sveitarfélaga, hvort sem um ræðir Ísland, Bretland, Kópavog eða Liverpool.Meðvitað afskiptaleysi Samkvæmt könnun BSRB um miðjan septembermánuð geta nú um 20% íbúa sem eiga íbúðir hugsað sér að færa sig yfir á leigumarkaðinn – verði búseta þeirra tryggð. Ég væri, til tilbreytingar, alveg til í að sjá meirihlutann í Kópavogi reyna að horfa til framtíðar og bregðast við yfirvofandi fjölgun á leigumarkaði. Nú þegar er þörfin mikil og mun án efa aukast til muna. Afskiptaleysi er einbeitt pólitísk stefna sem endurspeglar viðhorf Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Y-lista Kópavogsbúa. Hversu lengi þurfa leigjendur og aðstandendur þeirra að bíða eftir þessum stjórnmálaflokkum algers stefnuleysis? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Afskiptaleysi er alveg jafn afdráttarlaus stefna og aðgerðir. Afskiptaleysi ríkisstjórnarinnar í málefnum leigjenda er til dæmis mjög meðvituð ákvörðun. Í fjárlögum er ekki að sjá þess stað að boðað hafi verið til aðgerða á leigumarkaði. Á sama tíma hafa bæjaryfirvöld í Kópavogi ákveðið fyrir fyrri umræðu fjárhagsáætlunar að gera heldur ekkert í málefnum leigjenda á meðan Reykjavíkurborg hefur lagt fram áætlanir um fjölgun leiguíbúða um 3.000.Frjáls markaður býr til vandann Samfylkingin í Kópavogi hefur borið upp tillögur þess efnis að 250 milljónir verði notaðar til þess að reisa fjölbýlishús í samstarfi við leigufélög þar sem í væru íbúðir á almennum markaði og félagslegum. Þessi tillaga var felld í bæjarráði um miðjan október en atkvæði verða greidd um þá tillögu á fyrsta bæjarstjórnarfundi í nóvember. Þótt smíði þess mannvirkis myndi aldrei leysa þann mikla vanda sem hefur blasað við um nokkur misseri þá væri bæjarfélagið að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að fækka þeim sem þurfa að treysta á sína nánustu fyrir húsaskjól. Að fella slíkar tillögur og lýsa þannig yfir áhuga- og afskiptaleysi í málefnum leigjenda er grafalvarlegt. Leiguverð hefur hækkað gríðarlega að undanförnu, eða um 10% á árinu samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar. Réttindi og skyldur leigjenda eru alls ekki tryggð og framboð á frjálsum markaði á verði sem endurspeglar veruleikann ekki neitt. Trygging leigjenda fyrir því að vera ekki sagt upp með stuttum fyrirvara er heldur engin. Þá verður ríkið einfaldlega, í nánu samstarfi við stærstu sveitarfélögin, að bregðast við. Sem betur fer hefur Reykjavíkurborg gert það með metnaðarfullum áætlunum um leiguíbúðamarkaðinn á næstu árum. Það á eftir að skipta miklu máli.Hækkanir meiri en í Bretlandi Það sem er svo móðgandi við afskiptaleysið sem ég ræddi í upphafi greinarinnar er að bæði ríkisstjórn og meirihlutinn í Kópavogi eru að segja að þeim sé sama um þann fjölda íbúa sem þarfnast húsaskjóls eða þau líta ekki á það sem sitt hlutverk að gera viðfangsefni þeirra að sínum. Það má líka orða þetta svona. Við ætlum ekkert að aðhafast á leigumarkaðnum vegna þess að málið er ekki nógu merkilegt. Í Bretlandi hefur verð á leiguíbúðum hækkað um 9,3% á árinu. Blöðin linna ekki látum yfir að þvílíkt aðgerðarleysi einkenni stjórnina í Downing Street enda er stöðugleiki eitthvað sem ríkisstjórnir allra landa verða að leitast við að tryggja. Þessi gríðarlega hækkun á leigumarkaði er viðfangsefni stjórnvalda og sveitarfélaga, hvort sem um ræðir Ísland, Bretland, Kópavog eða Liverpool.Meðvitað afskiptaleysi Samkvæmt könnun BSRB um miðjan septembermánuð geta nú um 20% íbúa sem eiga íbúðir hugsað sér að færa sig yfir á leigumarkaðinn – verði búseta þeirra tryggð. Ég væri, til tilbreytingar, alveg til í að sjá meirihlutann í Kópavogi reyna að horfa til framtíðar og bregðast við yfirvofandi fjölgun á leigumarkaði. Nú þegar er þörfin mikil og mun án efa aukast til muna. Afskiptaleysi er einbeitt pólitísk stefna sem endurspeglar viðhorf Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Y-lista Kópavogsbúa. Hversu lengi þurfa leigjendur og aðstandendur þeirra að bíða eftir þessum stjórnmálaflokkum algers stefnuleysis?
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar