Afskiptaleysi er einbeitt pólitísk stefna Pétur Ólafsson skrifar 1. nóvember 2013 06:00 Afskiptaleysi er alveg jafn afdráttarlaus stefna og aðgerðir. Afskiptaleysi ríkisstjórnarinnar í málefnum leigjenda er til dæmis mjög meðvituð ákvörðun. Í fjárlögum er ekki að sjá þess stað að boðað hafi verið til aðgerða á leigumarkaði. Á sama tíma hafa bæjaryfirvöld í Kópavogi ákveðið fyrir fyrri umræðu fjárhagsáætlunar að gera heldur ekkert í málefnum leigjenda á meðan Reykjavíkurborg hefur lagt fram áætlanir um fjölgun leiguíbúða um 3.000.Frjáls markaður býr til vandann Samfylkingin í Kópavogi hefur borið upp tillögur þess efnis að 250 milljónir verði notaðar til þess að reisa fjölbýlishús í samstarfi við leigufélög þar sem í væru íbúðir á almennum markaði og félagslegum. Þessi tillaga var felld í bæjarráði um miðjan október en atkvæði verða greidd um þá tillögu á fyrsta bæjarstjórnarfundi í nóvember. Þótt smíði þess mannvirkis myndi aldrei leysa þann mikla vanda sem hefur blasað við um nokkur misseri þá væri bæjarfélagið að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að fækka þeim sem þurfa að treysta á sína nánustu fyrir húsaskjól. Að fella slíkar tillögur og lýsa þannig yfir áhuga- og afskiptaleysi í málefnum leigjenda er grafalvarlegt. Leiguverð hefur hækkað gríðarlega að undanförnu, eða um 10% á árinu samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar. Réttindi og skyldur leigjenda eru alls ekki tryggð og framboð á frjálsum markaði á verði sem endurspeglar veruleikann ekki neitt. Trygging leigjenda fyrir því að vera ekki sagt upp með stuttum fyrirvara er heldur engin. Þá verður ríkið einfaldlega, í nánu samstarfi við stærstu sveitarfélögin, að bregðast við. Sem betur fer hefur Reykjavíkurborg gert það með metnaðarfullum áætlunum um leiguíbúðamarkaðinn á næstu árum. Það á eftir að skipta miklu máli.Hækkanir meiri en í Bretlandi Það sem er svo móðgandi við afskiptaleysið sem ég ræddi í upphafi greinarinnar er að bæði ríkisstjórn og meirihlutinn í Kópavogi eru að segja að þeim sé sama um þann fjölda íbúa sem þarfnast húsaskjóls eða þau líta ekki á það sem sitt hlutverk að gera viðfangsefni þeirra að sínum. Það má líka orða þetta svona. Við ætlum ekkert að aðhafast á leigumarkaðnum vegna þess að málið er ekki nógu merkilegt. Í Bretlandi hefur verð á leiguíbúðum hækkað um 9,3% á árinu. Blöðin linna ekki látum yfir að þvílíkt aðgerðarleysi einkenni stjórnina í Downing Street enda er stöðugleiki eitthvað sem ríkisstjórnir allra landa verða að leitast við að tryggja. Þessi gríðarlega hækkun á leigumarkaði er viðfangsefni stjórnvalda og sveitarfélaga, hvort sem um ræðir Ísland, Bretland, Kópavog eða Liverpool.Meðvitað afskiptaleysi Samkvæmt könnun BSRB um miðjan septembermánuð geta nú um 20% íbúa sem eiga íbúðir hugsað sér að færa sig yfir á leigumarkaðinn – verði búseta þeirra tryggð. Ég væri, til tilbreytingar, alveg til í að sjá meirihlutann í Kópavogi reyna að horfa til framtíðar og bregðast við yfirvofandi fjölgun á leigumarkaði. Nú þegar er þörfin mikil og mun án efa aukast til muna. Afskiptaleysi er einbeitt pólitísk stefna sem endurspeglar viðhorf Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Y-lista Kópavogsbúa. Hversu lengi þurfa leigjendur og aðstandendur þeirra að bíða eftir þessum stjórnmálaflokkum algers stefnuleysis? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Afskiptaleysi er alveg jafn afdráttarlaus stefna og aðgerðir. Afskiptaleysi ríkisstjórnarinnar í málefnum leigjenda er til dæmis mjög meðvituð ákvörðun. Í fjárlögum er ekki að sjá þess stað að boðað hafi verið til aðgerða á leigumarkaði. Á sama tíma hafa bæjaryfirvöld í Kópavogi ákveðið fyrir fyrri umræðu fjárhagsáætlunar að gera heldur ekkert í málefnum leigjenda á meðan Reykjavíkurborg hefur lagt fram áætlanir um fjölgun leiguíbúða um 3.000.Frjáls markaður býr til vandann Samfylkingin í Kópavogi hefur borið upp tillögur þess efnis að 250 milljónir verði notaðar til þess að reisa fjölbýlishús í samstarfi við leigufélög þar sem í væru íbúðir á almennum markaði og félagslegum. Þessi tillaga var felld í bæjarráði um miðjan október en atkvæði verða greidd um þá tillögu á fyrsta bæjarstjórnarfundi í nóvember. Þótt smíði þess mannvirkis myndi aldrei leysa þann mikla vanda sem hefur blasað við um nokkur misseri þá væri bæjarfélagið að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að fækka þeim sem þurfa að treysta á sína nánustu fyrir húsaskjól. Að fella slíkar tillögur og lýsa þannig yfir áhuga- og afskiptaleysi í málefnum leigjenda er grafalvarlegt. Leiguverð hefur hækkað gríðarlega að undanförnu, eða um 10% á árinu samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar. Réttindi og skyldur leigjenda eru alls ekki tryggð og framboð á frjálsum markaði á verði sem endurspeglar veruleikann ekki neitt. Trygging leigjenda fyrir því að vera ekki sagt upp með stuttum fyrirvara er heldur engin. Þá verður ríkið einfaldlega, í nánu samstarfi við stærstu sveitarfélögin, að bregðast við. Sem betur fer hefur Reykjavíkurborg gert það með metnaðarfullum áætlunum um leiguíbúðamarkaðinn á næstu árum. Það á eftir að skipta miklu máli.Hækkanir meiri en í Bretlandi Það sem er svo móðgandi við afskiptaleysið sem ég ræddi í upphafi greinarinnar er að bæði ríkisstjórn og meirihlutinn í Kópavogi eru að segja að þeim sé sama um þann fjölda íbúa sem þarfnast húsaskjóls eða þau líta ekki á það sem sitt hlutverk að gera viðfangsefni þeirra að sínum. Það má líka orða þetta svona. Við ætlum ekkert að aðhafast á leigumarkaðnum vegna þess að málið er ekki nógu merkilegt. Í Bretlandi hefur verð á leiguíbúðum hækkað um 9,3% á árinu. Blöðin linna ekki látum yfir að þvílíkt aðgerðarleysi einkenni stjórnina í Downing Street enda er stöðugleiki eitthvað sem ríkisstjórnir allra landa verða að leitast við að tryggja. Þessi gríðarlega hækkun á leigumarkaði er viðfangsefni stjórnvalda og sveitarfélaga, hvort sem um ræðir Ísland, Bretland, Kópavog eða Liverpool.Meðvitað afskiptaleysi Samkvæmt könnun BSRB um miðjan septembermánuð geta nú um 20% íbúa sem eiga íbúðir hugsað sér að færa sig yfir á leigumarkaðinn – verði búseta þeirra tryggð. Ég væri, til tilbreytingar, alveg til í að sjá meirihlutann í Kópavogi reyna að horfa til framtíðar og bregðast við yfirvofandi fjölgun á leigumarkaði. Nú þegar er þörfin mikil og mun án efa aukast til muna. Afskiptaleysi er einbeitt pólitísk stefna sem endurspeglar viðhorf Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Y-lista Kópavogsbúa. Hversu lengi þurfa leigjendur og aðstandendur þeirra að bíða eftir þessum stjórnmálaflokkum algers stefnuleysis?
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun