Fjöldi aðildarríkja ESB getur orðið fjötur um fót Kristján Vigfússon skrifar 2. apríl 2012 06:00 Umræður um framtíð Evrópusambandsins, ESB, hafa verið miklar og ítarlegar að undanförnu og ekki að ófyrirsynju. Evrópusambandið líkt og heimurinn allur hefur þurft að glíma við fjármálakreppu sem hefur nú náð inn í innsta kjarna sambandsins. Þessi kreppa birtist m.a. í skuldakreppu vegna óráðsíu og skuldasöfnunar einstakra aðildarríkja. Viðbrögð sambandsins við skuldakreppunni fram til þessa hafa verið fálmkennd, ótraustvekjandi og komið seint fram. Margir eru fyrir vikið löngu búnir að afskrifa sambandið og þá sérstaklega evrusamstarfið. Nú er rætt um það af fullri alvöru að Grikkir þurfi að yfirgefa evrusvæðið þó engin formleg útgönguleið sé til samkvæmt sáttmálum sambandsins. Það er erfitt að taka ákvörðun um að lána mikla fjármuni til þess sem er þegar skuldugur upp fyrir haus og getur ekki gefið tryggingu um að hann greiði fjármunina til baka. Ekki er langt síðan við Íslendingar vorum í sömu stöðu og Grikkir. Hagfræðingar keppast um að skilgreina til hvaða ráða Evrópusambandið þarf að grípa til að takast á við núverandi aðstæður og sýnist sitt hverjum í því efni. Það eru hins vegar fleiri hliðar á þessu máli sem vert er að skoða, hliðar sem snúa að stofnanauppbyggingu Evrópusambandsins. SkuldakreppanKreppan sem nú ríkir er í eðli sínu flóknari að mörgu leyti en fyrri kreppur sem Evrópusambandið hefur þurft að glíma við. Hér kemur til alþjóðavæðingin, samþætting fjármálakerfis, frjálsir fjármagnsflutningar yfir landamæri og fleiri þættir sem gera það að verkum að fæst ríki eru eyland og aðgerðir í einu ríki hafa áhrif í öðru. Skuldakreppa sem kallar á snör handtök, hraða úrvinnslu, öfluga eftirfylgni og framkvæmd. Í fyrri kreppum voru aðildarríki sambandsins færri sem einfaldaði allar aðgerðir jafnframt sem í flestum tilfellum var svigrúm til að takast á við þær yfir lengri tíma. Tillögurnar sem loksins voru settar fram til að leysa úr skuldakreppunni til lengri tíma litið munu heldur ekki einfalda samstarfið þar sem um er að ræða sáttmála sem verður með einhverjum hætti utanáliggjandi öðrum sáttmálum Evrópusambandsins. Fjöldi aðildarríkja er að verða fótakefliHröð fjölgun aðildarríkja og lítt breytt ákvörðunartökukerfi er að verða eitt af stærstu vandamálum sambandsins og dregur úr möguleikum þess að bregðast við kreppum eins og þeirri sem herjað hefur frá alþjóðlega fjármálahruninu árið 2008. Fjöldi og margbreytileiki aðildarríkja er orðinn slíkur að erfitt er að gera breytingar á stefnu og löggjöf sambandsins. Ferlið er hægfara og getur ekki að óbreyttu kerfi gengið hratt fyrir sig. Staðreyndin er sú að aðildarríkin eru ólík og með ólíka stjórnmálamenningu og reglur þar að lútandi sem gerir sambandinu erfitt um vik. Írar og Danir telja sig til að mynda þurfa að senda minnstu breytingar sem lagðar eru til fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Stjórnarskrárdómstóll Þýskalands hefur æ meiri afskipti og athugasemdir gert við löggjöf sambandsins og svona mætti áfram telja. Hér hefur neitunarvald aðildarríkja í mörgum málaflokkum einnig mikið að segja jafnframt því að óhemju tímafrekt er að senda breytingar á sáttmálum fyrir þing allra aðildarríkjanna. Í stuttu máli þá hefur ekki tekist að breyta ákvarðanatökuferli sambandsins með þeim hætti að sambandið geti brugðist hratt við aðstæðum eins og skuldakreppunni nú. Á sama tíma og sambandið þarf að dýpka samvinnuna til að geta tekist á við fjármálakreppur og draga þarf úr valdi aðildarríkjanna þá er aðildarríkjum að fjölga sem flækir málin meira en nokkru sinni fyrr. Ekki má heldur horfa framhjá þeirri staðreynd að almenningur í flestum aðildarríkjunum er á móti auknum samruna og gerir æ meiri kröfur um beinna lýðræði og að ákvarðanir séu teknar heima fyrir. Það hefur reyndar verið stefna sambandsins undanfarin ár með svokallaðri nálægðarreglu. En það er ekki bæði sleppt og haldið. Lærdómurinn af þessari síðustu kreppu verður líklega sá að Evrópusambandið verður að koma sér upp hraðvirkari ákvarðanatöku ef það á að geta brugðist við kreppum í síkvikum og breytilegum heimi. Það er ekki sjálfgefið og það mun hugsanlega stranda á samþykki margra aðildarríkja að gefa meira eftir af fullveldi sínu til Brussel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Umræður um framtíð Evrópusambandsins, ESB, hafa verið miklar og ítarlegar að undanförnu og ekki að ófyrirsynju. Evrópusambandið líkt og heimurinn allur hefur þurft að glíma við fjármálakreppu sem hefur nú náð inn í innsta kjarna sambandsins. Þessi kreppa birtist m.a. í skuldakreppu vegna óráðsíu og skuldasöfnunar einstakra aðildarríkja. Viðbrögð sambandsins við skuldakreppunni fram til þessa hafa verið fálmkennd, ótraustvekjandi og komið seint fram. Margir eru fyrir vikið löngu búnir að afskrifa sambandið og þá sérstaklega evrusamstarfið. Nú er rætt um það af fullri alvöru að Grikkir þurfi að yfirgefa evrusvæðið þó engin formleg útgönguleið sé til samkvæmt sáttmálum sambandsins. Það er erfitt að taka ákvörðun um að lána mikla fjármuni til þess sem er þegar skuldugur upp fyrir haus og getur ekki gefið tryggingu um að hann greiði fjármunina til baka. Ekki er langt síðan við Íslendingar vorum í sömu stöðu og Grikkir. Hagfræðingar keppast um að skilgreina til hvaða ráða Evrópusambandið þarf að grípa til að takast á við núverandi aðstæður og sýnist sitt hverjum í því efni. Það eru hins vegar fleiri hliðar á þessu máli sem vert er að skoða, hliðar sem snúa að stofnanauppbyggingu Evrópusambandsins. SkuldakreppanKreppan sem nú ríkir er í eðli sínu flóknari að mörgu leyti en fyrri kreppur sem Evrópusambandið hefur þurft að glíma við. Hér kemur til alþjóðavæðingin, samþætting fjármálakerfis, frjálsir fjármagnsflutningar yfir landamæri og fleiri þættir sem gera það að verkum að fæst ríki eru eyland og aðgerðir í einu ríki hafa áhrif í öðru. Skuldakreppa sem kallar á snör handtök, hraða úrvinnslu, öfluga eftirfylgni og framkvæmd. Í fyrri kreppum voru aðildarríki sambandsins færri sem einfaldaði allar aðgerðir jafnframt sem í flestum tilfellum var svigrúm til að takast á við þær yfir lengri tíma. Tillögurnar sem loksins voru settar fram til að leysa úr skuldakreppunni til lengri tíma litið munu heldur ekki einfalda samstarfið þar sem um er að ræða sáttmála sem verður með einhverjum hætti utanáliggjandi öðrum sáttmálum Evrópusambandsins. Fjöldi aðildarríkja er að verða fótakefliHröð fjölgun aðildarríkja og lítt breytt ákvörðunartökukerfi er að verða eitt af stærstu vandamálum sambandsins og dregur úr möguleikum þess að bregðast við kreppum eins og þeirri sem herjað hefur frá alþjóðlega fjármálahruninu árið 2008. Fjöldi og margbreytileiki aðildarríkja er orðinn slíkur að erfitt er að gera breytingar á stefnu og löggjöf sambandsins. Ferlið er hægfara og getur ekki að óbreyttu kerfi gengið hratt fyrir sig. Staðreyndin er sú að aðildarríkin eru ólík og með ólíka stjórnmálamenningu og reglur þar að lútandi sem gerir sambandinu erfitt um vik. Írar og Danir telja sig til að mynda þurfa að senda minnstu breytingar sem lagðar eru til fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Stjórnarskrárdómstóll Þýskalands hefur æ meiri afskipti og athugasemdir gert við löggjöf sambandsins og svona mætti áfram telja. Hér hefur neitunarvald aðildarríkja í mörgum málaflokkum einnig mikið að segja jafnframt því að óhemju tímafrekt er að senda breytingar á sáttmálum fyrir þing allra aðildarríkjanna. Í stuttu máli þá hefur ekki tekist að breyta ákvarðanatökuferli sambandsins með þeim hætti að sambandið geti brugðist hratt við aðstæðum eins og skuldakreppunni nú. Á sama tíma og sambandið þarf að dýpka samvinnuna til að geta tekist á við fjármálakreppur og draga þarf úr valdi aðildarríkjanna þá er aðildarríkjum að fjölga sem flækir málin meira en nokkru sinni fyrr. Ekki má heldur horfa framhjá þeirri staðreynd að almenningur í flestum aðildarríkjunum er á móti auknum samruna og gerir æ meiri kröfur um beinna lýðræði og að ákvarðanir séu teknar heima fyrir. Það hefur reyndar verið stefna sambandsins undanfarin ár með svokallaðri nálægðarreglu. En það er ekki bæði sleppt og haldið. Lærdómurinn af þessari síðustu kreppu verður líklega sá að Evrópusambandið verður að koma sér upp hraðvirkari ákvarðanatöku ef það á að geta brugðist við kreppum í síkvikum og breytilegum heimi. Það er ekki sjálfgefið og það mun hugsanlega stranda á samþykki margra aðildarríkja að gefa meira eftir af fullveldi sínu til Brussel.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar