Handbolti

Arnór markahæstur í stórsigri á Berlin

Arnór í leik með AG.
Arnór í leik með AG.
Arnór Atlason og félagar í Flensburg völtuðu yfir lið Dags Sigurðssonar, Füchse Berlin, í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og Flensburg leiddi aðeins með tveim mörkum, 13-11, í hálfleik.

Í seinni hálfleik tóku heimamenn í Flensburg öll völd á vellinum og lönduðu sætum ellefu marka sigri, 29-18. Berlin skoraði aðeins sjö mörk í síðari hálfleik.

Arnór átti stórgóðan leik fyrir Flensburg og var markahæstur með sex mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×