Hafa allir Íslendingar rétt til að njóta íslenskrar náttúru? Sturla Þengilsson skrifar 29. október 2012 06:00 Þessari spurningu í fyrirsögninni finnst líklega flestum auðvelt að svara og langflestir svara henni játandi. Þó liggur það fyrir að misauðvelt getur verið fyrir fólk að njóta náttúru Íslands, allt eftir hæfni hvers og eins til að komast á torsótta eða fjarlæga staði á landinu. Ég hef lengi dáðst að því þegar ég sé fólk ganga um landið með allan sinn búnað á bakinu og um leið og þeir stuðla að því að halda líkama og sál í góðu formi þá njóta þeir náttúrunnar á þann hátt sem þeim finnst skemmtilegt. Því miður hef ég ekki getað skipað mér í raðir með þessu fólki – ekki vegna þess að ég hafi ekki viljað eða nennt því heldur einfaldlega vegna þess að fimm ára gamall fékk ég lömunarveiki í faraldri sem gekk þá á landinu. Mín sýn á náttúruperlur Íslands hefur því ekki verið á forsendum afburða göngufólks heldur hef ég löngum haft til umráða jeppabifreiðar til að komast þær leiðir sem bjóðast fyrir slík farartæki og vissulega eru þær margar og einhverjar þeirra á ég eftir að fara. Ég mun hins vegar verða að láta mér nægja að hafa séð ýmsa fallega staði einungis á myndformi eins og t.d. marga staði á Vestfjörðum norðan Ísafjarðardjúps þar sem vinsælar gönguleiðir eru og göngufólk fer mikið um. Þannig háttar einfaldlega til á landinu að ekki verður komist á nema örfáa staði nema hafa til þess fullfrískan líkama og geta ferðast gangandi með viðeigandi kost meðferðis. Engum dettur í hug að leggja túristavegi um Jökulfirðina eða upp á Esjuna og um það er hljóðlát sátt meðal íbúa landsins þó svo að líklega helmingur þjóðarinnar eigi þess ekki kost að komast á þessa staði vegna vöntunar á líkamlegu atgervi, aldurs, bæklunar eða af öðrum orsökum. Lengi hafði ég ætlað mér að fara Vonarskarð og loks varð af því síðasta haustið áður en því var lokað fyrir bílaumferð. Þetta var aldeilis ógleymanleg ferð í góðu veðri og í góðra vina hópi og svona ferðir vill maður gjarna endurtaka síðar. En nei – nú skal þetta svæði verða tekið frá fyrir einungis hluta Íslendinga eða þau langt innan við 10% sem stunda lengri gönguferðir. Forkólfar þessa hóps hafa uppi eftirfarandi áróður eða ígildi áróðurs – þeir segja beint og óbeint m.a. þetta: Enga hreyfihamlaða í Vonarskarði Engin gamalmenni í Vonarskarði Ekkert feitt fólk í Vonarskarði Enga anorexíusjúklinga í Vonarskarði Enga lungnasjúklinga í Vonarskarði Vonarskarð er bara fyrir okkur ?heilbrigða? fólkið þó svo allir hinir hafi haft aðgang í tugi ára. Minnir þetta okkur nokkuð á landhreinsanir frá fyrri tíð og allt fram á okkar daga? Ég held ég verði alla vega að draga þá ályktun að það sé verið að hreinsa land og þá væntanlega af einhverri óværu. Nú mun einhverjum finnast sterkt að orði kveðið að líkja Vonarskarðsakstursbanni við landhreinsanir eins og þekkjast verstar en ég get bara sagt við þá sem það finnst að þannig upplifi ég þessar aðgerðir og svei þeim sem fyrir þessu standa og einnig þeim sem mæla því bót. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þessari spurningu í fyrirsögninni finnst líklega flestum auðvelt að svara og langflestir svara henni játandi. Þó liggur það fyrir að misauðvelt getur verið fyrir fólk að njóta náttúru Íslands, allt eftir hæfni hvers og eins til að komast á torsótta eða fjarlæga staði á landinu. Ég hef lengi dáðst að því þegar ég sé fólk ganga um landið með allan sinn búnað á bakinu og um leið og þeir stuðla að því að halda líkama og sál í góðu formi þá njóta þeir náttúrunnar á þann hátt sem þeim finnst skemmtilegt. Því miður hef ég ekki getað skipað mér í raðir með þessu fólki – ekki vegna þess að ég hafi ekki viljað eða nennt því heldur einfaldlega vegna þess að fimm ára gamall fékk ég lömunarveiki í faraldri sem gekk þá á landinu. Mín sýn á náttúruperlur Íslands hefur því ekki verið á forsendum afburða göngufólks heldur hef ég löngum haft til umráða jeppabifreiðar til að komast þær leiðir sem bjóðast fyrir slík farartæki og vissulega eru þær margar og einhverjar þeirra á ég eftir að fara. Ég mun hins vegar verða að láta mér nægja að hafa séð ýmsa fallega staði einungis á myndformi eins og t.d. marga staði á Vestfjörðum norðan Ísafjarðardjúps þar sem vinsælar gönguleiðir eru og göngufólk fer mikið um. Þannig háttar einfaldlega til á landinu að ekki verður komist á nema örfáa staði nema hafa til þess fullfrískan líkama og geta ferðast gangandi með viðeigandi kost meðferðis. Engum dettur í hug að leggja túristavegi um Jökulfirðina eða upp á Esjuna og um það er hljóðlát sátt meðal íbúa landsins þó svo að líklega helmingur þjóðarinnar eigi þess ekki kost að komast á þessa staði vegna vöntunar á líkamlegu atgervi, aldurs, bæklunar eða af öðrum orsökum. Lengi hafði ég ætlað mér að fara Vonarskarð og loks varð af því síðasta haustið áður en því var lokað fyrir bílaumferð. Þetta var aldeilis ógleymanleg ferð í góðu veðri og í góðra vina hópi og svona ferðir vill maður gjarna endurtaka síðar. En nei – nú skal þetta svæði verða tekið frá fyrir einungis hluta Íslendinga eða þau langt innan við 10% sem stunda lengri gönguferðir. Forkólfar þessa hóps hafa uppi eftirfarandi áróður eða ígildi áróðurs – þeir segja beint og óbeint m.a. þetta: Enga hreyfihamlaða í Vonarskarði Engin gamalmenni í Vonarskarði Ekkert feitt fólk í Vonarskarði Enga anorexíusjúklinga í Vonarskarði Enga lungnasjúklinga í Vonarskarði Vonarskarð er bara fyrir okkur ?heilbrigða? fólkið þó svo allir hinir hafi haft aðgang í tugi ára. Minnir þetta okkur nokkuð á landhreinsanir frá fyrri tíð og allt fram á okkar daga? Ég held ég verði alla vega að draga þá ályktun að það sé verið að hreinsa land og þá væntanlega af einhverri óværu. Nú mun einhverjum finnast sterkt að orði kveðið að líkja Vonarskarðsakstursbanni við landhreinsanir eins og þekkjast verstar en ég get bara sagt við þá sem það finnst að þannig upplifi ég þessar aðgerðir og svei þeim sem fyrir þessu standa og einnig þeim sem mæla því bót.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun