Lífið

Kínverjar ritskoða Titanic í þrívídd

Kínverska kvikmyndaeftirlitið ákváð að klippa út allar nektarsenur í Titanic í þrívídd til að koma í veg fyrir káf í bíósalnum.
Kínverska kvikmyndaeftirlitið ákváð að klippa út allar nektarsenur í Titanic í þrívídd til að koma í veg fyrir káf í bíósalnum.
Kvikmyndin Titanic hefur vakið mikla lukku meðal aðdáenda út um allan heim eftir að hún var nýverið frumsýnd í þrívídd. Kínverjar fá hins vegar ekki að sjá alla myndina í þrívídd. Kínverska kvikmyndaeftirlitið hefur ritskoðað myndina og til dæmis klippt út atriðið þar sem Kate Winslet situr fyrir berbrjósta. Ástæðuna segja þeir vera til að koma í veg fyrir káf í bíósalnum.

„Við höfum áhyggjur af því að áhorfendur rugli þrívíddartækninni saman við veruleikann og reyni að káfa út í loftið í bíósalnum. Þetta getur skapað pirring milli bíógesta og ákváðum við þess vegna að klippa út allar nektarsenurnar,“ segir í yfirlýsingu frá kínverska kvikmyndaeftirlitinu en brjóstin á Kate Winslet þóttu ekki vandamál þegar myndin var frumsýnd árið 1997.

Kínverskir Titanic-aðdáendur hafa lýst yfir reiði sinni á ýmsum samskiptavefjum en þrátt fyrir það hefur myndin verið vel sótt í Kína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.