Erlent

Setti nýtt heimsmet í rúningi

Írinn Ivan Scott sett nýtt heimsmet í rúningi í vikunni á Nýja Sjálandi. Scott náði að rýja 744 kindur á átta tímum og sló þar með fyrra heimsmet um tvær kindur.

Scott flutti frá County Donegal á Norður Írlandi til Nýja Sjálands fyrir áratug og hefur unnið á sauðfjárbúi þar síðan. Scott náði raunar að rýja fleiri kindur en metið segir til um en dómari dæmdi fimm kindur úr leik vegna sára á þeim eftir rúninguna.

Scott er nú að æfa sig fyrir heimsmeistarakeppnina í rúningi sem haldin verður á Nýja Sjálandi síðar í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×