Erlent

Hætta á hryðjuverkaárás í Tælandi

Bresk og bandarísk stjórnvöld vara þegna sína við mikilli hættu á hryðjuverkaárásum í Tælandi og hvetja fólk sem þangað þarf að fara til þess að fara afar varlega. Lögreglan í Tælandi handtók í dag mann frá Líbanon sem grunaður er um að tengjast Hezbollah samtökunum.

Aðstoðaforsætisráðherra Tælands segir í samtali við AP fréttastofuna að leyniþjónustan þar í landi hafi fengið ábendingu í lok síðasta árs um yfirvofandi árás sem beinast ætti að Ísraelsmönnum í landinu. Hezbollah samtökin eru talin viðriðin málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×