Íslands tapaði í dag stórt fyrir Rússlandi í undankeppni HM U-20 liða en riðill Íslands fer fram í Tyrklandi. Lokatölur voru 41-19, Rússlandi í vil.
Staðan í hálfleik var 19-10 en markahæsti leikmaður Íslands í leiknum var Heiðrún Helgadóttir. Hún skoraði fimm mörk en næst kom Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir með fjögur mörk en báðar leika með HK.
Hildur Guðmundsdóttir varði 11 skot í marki Íslands og Rakel Jónsdóttir sex.
Næsti leikur Íslands verður við Rúmeníu á morgun og hefst hann klukkan 14.00. Stelpurnar mæta svo heimamönnum á sunnudaginn. Tvö efstu liðin komast áfram í lokakeppnina í Tékklandi í sumar.
22 marka tap fyrir Rússlandi
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
