Í tilefni af Barnamenningarhátíð Soffía Þorsteinsdóttir skrifar 18. apríl 2012 06:00 Barnamenningarhátíð í Reykjavík stendur yfir til 22. apríl næstkomandi. Markmið hennar er að vera vettvangur menningar barna og hátíð fyrir börn. Einnig á hátíðin að skerpa á samstarfi leik- og grunnskóla og gerir þeim kleift að vinna með söfnum og listamönnum. Áberandi er þegar dagskrá hátíðarinnar er skoðuð hversu dræm þátttaka leikskólanna er í hátíðinni.Tilgangur Til þess að viðburðir sem þessir heppnist vel og verði börnum borgarinnar til sóma reynir á fagfólk jafnt innan leikskóla sem utan þar sem hugmyndum og verkum barnanna þarf að gera góð skil. Það er gefandi fyrir leikskólabörn að vinna að sameiginlegu verkefni með börnum á eldri skólastigum í tengslum við listirnar. Slík vinna víkkar sjóndeildarhring leikskólabarna og gerir þau víðsýnni. Margar nýjar hugmyndir skjóta upp kollinum og yngri börn læra af eldri og öfugt. Heimsókn í lista- og menningarsöfn er lærdómsrík fyrir börn á öllum aldri. Heimsóknir af þessu tagi gefa oft innblástur inn í starfið og spurningar vakna hjá börnunum. Heimsókn til listamanna og vinna með þeim krefst góðs undirbúnings og að unnið sé úr upplifun barnanna eftir slíkar heimsóknir. Börn þurfa einnig að hafa eitthvað að segja um verkefnið í anda lýðræðis en í Aðalnámskrá leikskóla 2011 er áhersla lögð á skapandi starf í tengslum við menningu og að börn eigi að taka þátt í að móta eigin menningu, barnamenningu, með hátíðum og viðburðum. Upphaflegur tilgangur Barnamenningarhátíðar var m.a. að skerpa á samvinnu barna á hinum ýmsu skólastigum og gera þeim kleift að starfa með söfnum og listamönnum. Við fyrstu sýn virðist nú meira lagt upp úr ýmis konar sýningum, verkstæðisvinnu og skemmtunum fyrir börn. Samvinnuverkefni barna eru ekki sýnileg nema í fáum tilvikum, þar sem ferli verkefna eru gerð sýnileg frá upphafi. Hvernig samvinnan gekk og hvað börnin lærðu. Þar sem menning barna er gerð sýnileg eins og hún er.Sérgreinastjórar í listasmiðjum Þegar tengja á saman vinnu og hugmyndir barna frá ýmsum skólastigum, öðrum menningarstofnunum og listamönnum þarf góða verkefnastjórn. Skipaður verkefnastjóri þarf því að vera fagaðili sem gætir að hag barnanna og því að verk þeirra sýni vel hvernig þau skapa á sinn sérstaka hátt, hvort sem er í myndlist, tónlist eða leiklist. Fagaðili þarf að ganga út frá því viðhorfi að börn séu virkir mótendur eigin tjáningar og sem minnst óvirk í því ferli eins og stundum því miður vill gerast á hátíðum fyrir börn. Í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 var byrjað að skera niður í skólum og fóru leikskólar ekki varhluta af þeim niðurskurði þar sem sérgreinastjórum í listasmiðjum leikskólanna var sagt upp. Starfsheitið sérgreinastjóri hafði nýlega verið samþykkt þar sem litið var svo á að sérgreinastjórar í listasmiðjum leikskólanna gegndu svipuðu hlutverki og listgreinakennarar í grunnskólum. Áður höfðu svokallaðir verkefnastjórar sinnt ákveðnum námssviðum í leikskólanum eins og listsköpun, tónlist, hreyfingu og náttúruvísindum, en verkefnastjóri var ekki viðurkennt starfsheiti innan leikskólanna. Faglegt starf í leikskólum hefur verið að þróast og sérhæfast og með tilkomu sérgreinastjóra var stuðlað að ákveðinni fjölbreytni í starfi leikskólanna og mannauður efldur. Þegar sérgreinastjórum í listasmiðjum var sagt upp hafði það veruleg áhrif á starf leikskólanna er tengist menningu og listum. Skoða má í ljósi þessa hvort dræm þátttaka leikskólanna í Barnamenningarhátíðinni geti verið vegna skorts á fagfólki? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Barnamenningarhátíð í Reykjavík stendur yfir til 22. apríl næstkomandi. Markmið hennar er að vera vettvangur menningar barna og hátíð fyrir börn. Einnig á hátíðin að skerpa á samstarfi leik- og grunnskóla og gerir þeim kleift að vinna með söfnum og listamönnum. Áberandi er þegar dagskrá hátíðarinnar er skoðuð hversu dræm þátttaka leikskólanna er í hátíðinni.Tilgangur Til þess að viðburðir sem þessir heppnist vel og verði börnum borgarinnar til sóma reynir á fagfólk jafnt innan leikskóla sem utan þar sem hugmyndum og verkum barnanna þarf að gera góð skil. Það er gefandi fyrir leikskólabörn að vinna að sameiginlegu verkefni með börnum á eldri skólastigum í tengslum við listirnar. Slík vinna víkkar sjóndeildarhring leikskólabarna og gerir þau víðsýnni. Margar nýjar hugmyndir skjóta upp kollinum og yngri börn læra af eldri og öfugt. Heimsókn í lista- og menningarsöfn er lærdómsrík fyrir börn á öllum aldri. Heimsóknir af þessu tagi gefa oft innblástur inn í starfið og spurningar vakna hjá börnunum. Heimsókn til listamanna og vinna með þeim krefst góðs undirbúnings og að unnið sé úr upplifun barnanna eftir slíkar heimsóknir. Börn þurfa einnig að hafa eitthvað að segja um verkefnið í anda lýðræðis en í Aðalnámskrá leikskóla 2011 er áhersla lögð á skapandi starf í tengslum við menningu og að börn eigi að taka þátt í að móta eigin menningu, barnamenningu, með hátíðum og viðburðum. Upphaflegur tilgangur Barnamenningarhátíðar var m.a. að skerpa á samvinnu barna á hinum ýmsu skólastigum og gera þeim kleift að starfa með söfnum og listamönnum. Við fyrstu sýn virðist nú meira lagt upp úr ýmis konar sýningum, verkstæðisvinnu og skemmtunum fyrir börn. Samvinnuverkefni barna eru ekki sýnileg nema í fáum tilvikum, þar sem ferli verkefna eru gerð sýnileg frá upphafi. Hvernig samvinnan gekk og hvað börnin lærðu. Þar sem menning barna er gerð sýnileg eins og hún er.Sérgreinastjórar í listasmiðjum Þegar tengja á saman vinnu og hugmyndir barna frá ýmsum skólastigum, öðrum menningarstofnunum og listamönnum þarf góða verkefnastjórn. Skipaður verkefnastjóri þarf því að vera fagaðili sem gætir að hag barnanna og því að verk þeirra sýni vel hvernig þau skapa á sinn sérstaka hátt, hvort sem er í myndlist, tónlist eða leiklist. Fagaðili þarf að ganga út frá því viðhorfi að börn séu virkir mótendur eigin tjáningar og sem minnst óvirk í því ferli eins og stundum því miður vill gerast á hátíðum fyrir börn. Í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 var byrjað að skera niður í skólum og fóru leikskólar ekki varhluta af þeim niðurskurði þar sem sérgreinastjórum í listasmiðjum leikskólanna var sagt upp. Starfsheitið sérgreinastjóri hafði nýlega verið samþykkt þar sem litið var svo á að sérgreinastjórar í listasmiðjum leikskólanna gegndu svipuðu hlutverki og listgreinakennarar í grunnskólum. Áður höfðu svokallaðir verkefnastjórar sinnt ákveðnum námssviðum í leikskólanum eins og listsköpun, tónlist, hreyfingu og náttúruvísindum, en verkefnastjóri var ekki viðurkennt starfsheiti innan leikskólanna. Faglegt starf í leikskólum hefur verið að þróast og sérhæfast og með tilkomu sérgreinastjóra var stuðlað að ákveðinni fjölbreytni í starfi leikskólanna og mannauður efldur. Þegar sérgreinastjórum í listasmiðjum var sagt upp hafði það veruleg áhrif á starf leikskólanna er tengist menningu og listum. Skoða má í ljósi þessa hvort dræm þátttaka leikskólanna í Barnamenningarhátíðinni geti verið vegna skorts á fagfólki?
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar