Í tilefni af Barnamenningarhátíð Soffía Þorsteinsdóttir skrifar 18. apríl 2012 06:00 Barnamenningarhátíð í Reykjavík stendur yfir til 22. apríl næstkomandi. Markmið hennar er að vera vettvangur menningar barna og hátíð fyrir börn. Einnig á hátíðin að skerpa á samstarfi leik- og grunnskóla og gerir þeim kleift að vinna með söfnum og listamönnum. Áberandi er þegar dagskrá hátíðarinnar er skoðuð hversu dræm þátttaka leikskólanna er í hátíðinni.Tilgangur Til þess að viðburðir sem þessir heppnist vel og verði börnum borgarinnar til sóma reynir á fagfólk jafnt innan leikskóla sem utan þar sem hugmyndum og verkum barnanna þarf að gera góð skil. Það er gefandi fyrir leikskólabörn að vinna að sameiginlegu verkefni með börnum á eldri skólastigum í tengslum við listirnar. Slík vinna víkkar sjóndeildarhring leikskólabarna og gerir þau víðsýnni. Margar nýjar hugmyndir skjóta upp kollinum og yngri börn læra af eldri og öfugt. Heimsókn í lista- og menningarsöfn er lærdómsrík fyrir börn á öllum aldri. Heimsóknir af þessu tagi gefa oft innblástur inn í starfið og spurningar vakna hjá börnunum. Heimsókn til listamanna og vinna með þeim krefst góðs undirbúnings og að unnið sé úr upplifun barnanna eftir slíkar heimsóknir. Börn þurfa einnig að hafa eitthvað að segja um verkefnið í anda lýðræðis en í Aðalnámskrá leikskóla 2011 er áhersla lögð á skapandi starf í tengslum við menningu og að börn eigi að taka þátt í að móta eigin menningu, barnamenningu, með hátíðum og viðburðum. Upphaflegur tilgangur Barnamenningarhátíðar var m.a. að skerpa á samvinnu barna á hinum ýmsu skólastigum og gera þeim kleift að starfa með söfnum og listamönnum. Við fyrstu sýn virðist nú meira lagt upp úr ýmis konar sýningum, verkstæðisvinnu og skemmtunum fyrir börn. Samvinnuverkefni barna eru ekki sýnileg nema í fáum tilvikum, þar sem ferli verkefna eru gerð sýnileg frá upphafi. Hvernig samvinnan gekk og hvað börnin lærðu. Þar sem menning barna er gerð sýnileg eins og hún er.Sérgreinastjórar í listasmiðjum Þegar tengja á saman vinnu og hugmyndir barna frá ýmsum skólastigum, öðrum menningarstofnunum og listamönnum þarf góða verkefnastjórn. Skipaður verkefnastjóri þarf því að vera fagaðili sem gætir að hag barnanna og því að verk þeirra sýni vel hvernig þau skapa á sinn sérstaka hátt, hvort sem er í myndlist, tónlist eða leiklist. Fagaðili þarf að ganga út frá því viðhorfi að börn séu virkir mótendur eigin tjáningar og sem minnst óvirk í því ferli eins og stundum því miður vill gerast á hátíðum fyrir börn. Í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 var byrjað að skera niður í skólum og fóru leikskólar ekki varhluta af þeim niðurskurði þar sem sérgreinastjórum í listasmiðjum leikskólanna var sagt upp. Starfsheitið sérgreinastjóri hafði nýlega verið samþykkt þar sem litið var svo á að sérgreinastjórar í listasmiðjum leikskólanna gegndu svipuðu hlutverki og listgreinakennarar í grunnskólum. Áður höfðu svokallaðir verkefnastjórar sinnt ákveðnum námssviðum í leikskólanum eins og listsköpun, tónlist, hreyfingu og náttúruvísindum, en verkefnastjóri var ekki viðurkennt starfsheiti innan leikskólanna. Faglegt starf í leikskólum hefur verið að þróast og sérhæfast og með tilkomu sérgreinastjóra var stuðlað að ákveðinni fjölbreytni í starfi leikskólanna og mannauður efldur. Þegar sérgreinastjórum í listasmiðjum var sagt upp hafði það veruleg áhrif á starf leikskólanna er tengist menningu og listum. Skoða má í ljósi þessa hvort dræm þátttaka leikskólanna í Barnamenningarhátíðinni geti verið vegna skorts á fagfólki? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Barnamenningarhátíð í Reykjavík stendur yfir til 22. apríl næstkomandi. Markmið hennar er að vera vettvangur menningar barna og hátíð fyrir börn. Einnig á hátíðin að skerpa á samstarfi leik- og grunnskóla og gerir þeim kleift að vinna með söfnum og listamönnum. Áberandi er þegar dagskrá hátíðarinnar er skoðuð hversu dræm þátttaka leikskólanna er í hátíðinni.Tilgangur Til þess að viðburðir sem þessir heppnist vel og verði börnum borgarinnar til sóma reynir á fagfólk jafnt innan leikskóla sem utan þar sem hugmyndum og verkum barnanna þarf að gera góð skil. Það er gefandi fyrir leikskólabörn að vinna að sameiginlegu verkefni með börnum á eldri skólastigum í tengslum við listirnar. Slík vinna víkkar sjóndeildarhring leikskólabarna og gerir þau víðsýnni. Margar nýjar hugmyndir skjóta upp kollinum og yngri börn læra af eldri og öfugt. Heimsókn í lista- og menningarsöfn er lærdómsrík fyrir börn á öllum aldri. Heimsóknir af þessu tagi gefa oft innblástur inn í starfið og spurningar vakna hjá börnunum. Heimsókn til listamanna og vinna með þeim krefst góðs undirbúnings og að unnið sé úr upplifun barnanna eftir slíkar heimsóknir. Börn þurfa einnig að hafa eitthvað að segja um verkefnið í anda lýðræðis en í Aðalnámskrá leikskóla 2011 er áhersla lögð á skapandi starf í tengslum við menningu og að börn eigi að taka þátt í að móta eigin menningu, barnamenningu, með hátíðum og viðburðum. Upphaflegur tilgangur Barnamenningarhátíðar var m.a. að skerpa á samvinnu barna á hinum ýmsu skólastigum og gera þeim kleift að starfa með söfnum og listamönnum. Við fyrstu sýn virðist nú meira lagt upp úr ýmis konar sýningum, verkstæðisvinnu og skemmtunum fyrir börn. Samvinnuverkefni barna eru ekki sýnileg nema í fáum tilvikum, þar sem ferli verkefna eru gerð sýnileg frá upphafi. Hvernig samvinnan gekk og hvað börnin lærðu. Þar sem menning barna er gerð sýnileg eins og hún er.Sérgreinastjórar í listasmiðjum Þegar tengja á saman vinnu og hugmyndir barna frá ýmsum skólastigum, öðrum menningarstofnunum og listamönnum þarf góða verkefnastjórn. Skipaður verkefnastjóri þarf því að vera fagaðili sem gætir að hag barnanna og því að verk þeirra sýni vel hvernig þau skapa á sinn sérstaka hátt, hvort sem er í myndlist, tónlist eða leiklist. Fagaðili þarf að ganga út frá því viðhorfi að börn séu virkir mótendur eigin tjáningar og sem minnst óvirk í því ferli eins og stundum því miður vill gerast á hátíðum fyrir börn. Í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 var byrjað að skera niður í skólum og fóru leikskólar ekki varhluta af þeim niðurskurði þar sem sérgreinastjórum í listasmiðjum leikskólanna var sagt upp. Starfsheitið sérgreinastjóri hafði nýlega verið samþykkt þar sem litið var svo á að sérgreinastjórar í listasmiðjum leikskólanna gegndu svipuðu hlutverki og listgreinakennarar í grunnskólum. Áður höfðu svokallaðir verkefnastjórar sinnt ákveðnum námssviðum í leikskólanum eins og listsköpun, tónlist, hreyfingu og náttúruvísindum, en verkefnastjóri var ekki viðurkennt starfsheiti innan leikskólanna. Faglegt starf í leikskólum hefur verið að þróast og sérhæfast og með tilkomu sérgreinastjóra var stuðlað að ákveðinni fjölbreytni í starfi leikskólanna og mannauður efldur. Þegar sérgreinastjórum í listasmiðjum var sagt upp hafði það veruleg áhrif á starf leikskólanna er tengist menningu og listum. Skoða má í ljósi þessa hvort dræm þátttaka leikskólanna í Barnamenningarhátíðinni geti verið vegna skorts á fagfólki?
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar