Erlent

Drukknaði þegar bíllinn fór á kaf

Frá Blackpool í norðvesturhluta Englands.
Frá Blackpool í norðvesturhluta Englands. mynd/AFP
Yfirvöld í Bretlandi óttast að mikil flóðatíð sé nú að hefjast í landinu. Síðustu daga hefur veður verið afar vindasamt og blautt á Bretlandseyjum og er óttast að ár fari brátt að flæða yfir bakka sína.

Flóðaviðvaranir hafa víða verið gefnar út á Englandi sem og Wales. Þá hefur neyðarskýlum verið komið upp á þremur stöðum í miðhéruðum Englands.

Fólki hefur verið ráðlagt að halda sig innandyra á þeim svæðum sem flóðin eru talin verða hvað verst.

Flóðin hafa nú þegar tekið sinn toll því karlmaður drukknaði í bíl sínum í Newbury í Hampshire fyrr í dag.

Samkvæmt lögregluyfirvöldum á svæðinu náði kona mannsins að forða sér út úr bílnum áður en hann hvarf algjörlega undir vatnsflauminn.

Talið er að parið hafi ætlað að fara yfir á á vaði og að yfirborð hennar hafi hækkað verulega fyrirvaralaust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×