Erlent

Ný aðferð við meðhöndlun krabbameins í brisi

mynd/Nature
Breskir vísindamenn hafa þróað nýja aðferð við meðhöndlun krabbameins í brisi. Þessi tiltekna tegund krabbameins er afar mannskæð og er talið að færri en einn af hverjum fimm sem greinast með það séu á lífi ári eftir greiningu.

Niðurstöður rannsóknar vísindamannanna voru birtar í læknatímaritinu Nature í dag.

Þar kemur fram að sérstakur erfðavísir sé í flestum tilvikum óvirkur í þeim krabbameinsfrumum sem myndast í brisi.

Með einfaldri lyfjagjöf er hægt að virkja þessi gen og þannig hægja verulega á útbreiðslu krabbameinsins.

Þróun lyfsins stendur nú yfir og er vonast til þess að tilraunir á mönnum geti hafist von bráðar.

Í rannsóknarniðurstöðunum kemur fram að hægt verði að fækka dauðsföllum af völdum krabbameins um 15% með því að virkja erfðavísinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×