Erlent

Ghanem drukknaði í Dóná

Mynd/AP
Ekkert er sagt benda til þess að andlát Shukri Ghanem fyrrverandi olíumálaráðherra Líbíu hafi borið að með saknæmum hætti en lík hans fannst í Dóná í Vínarborg í gær. Að sögn lögreglu drukknaði Ghanem og enn sem komið er bendir ekkert til að hann hafi verið myrtur.

Ghanem var hátt settur í ríkisstjórn Múamars Gaddafí og gegndi meðal annars embætti forsætisráðherra 2003 til 2006. Hann flúði land þegar uppreisnin gegn Gaddafí stóð sem hæst í fyrra og settist að í Vínarborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×