Hellateikning sem hugsanlega er elsta listaverk heimsins fannst nýlega í þekktum dropasteinshellum á Spáni.
Teikningin sem talin er um 42.000 ára gömul er af sel en á þessum tíma var ísöld í gangi í Evrópu og selir því algengir undan ströndum Spánar.
Það sem vekur áhuga vísindamanna á þessu verki er að á þessum tíma fyrir 42.000 árum bjuggu Neandertal menn á þessum slóðum en ekki Homo Sapiens.
Selurinn er málaður með kolum eða krít en hann fannst í Cueva de Nerja hellunum sem eru einn helsti ferðamannastaður Spánar.
