Webber orðaður við sæti Massa hjá Ferrari Birgir Þór Harðarson skrifar 6. maí 2012 06:00 Það er erfitt að vera Mark Webber þegar liðsfélaginn er besti ökuþór í Formúlu 1. nordicphotos/afp Mark Webber, ökumaður Red Bull í Formúlu 1, er nú orðaður við keppnissæti hjá Ferrari fyrir næsta tímabil. Hann mundi þá aka við hlið Fernando Alonso hjá hinu goðsagnakennda ítalska liði. Jafnvel er talið að Ástralinn sé nú þegar búinn að skrifa undir samning við Ítalina. Liðsfélagi Alonso, Felipe Massa, hefur ekki staðið sig vel undanfarin ár hjá Ferrari og er talið að Ítalirnir vilji losa sig við hann þegar tímabilið 2012 er yfirstaðið. Margir ökuþórar hafa verið orðaðir við liðið og þá helst Sergio Perez hjá Sauber. "Það virðist vera árviss atburður að fullyrða að Mark sé að fara eitthvað," sagði Christian Horner, liðstjóri Ferrari liðsins við Autosport. "Ég held að það sé óhjákvæmilegt að allir ökuþórar í Formúlu 1 séu orðaðir við keppnissætið við hlið Alonso." Mark Webber hefur verið í skugganum af liðsfélaga sínum, heimsmeistaranum Sebastian Vettel, undanfarin ár og talinn vera orðinn þreyttur á allri athyglinni sem liðið veitir Vettel fram yfir hann sjálfan. Mark hefur þó ekið betur í ár en liðsfélagi sinn þó hann hafi ekki enn komist á verðlaunapall í ár. Hann hefur endað öll fyrstu mótin í fjórða sæti og sýnt mikla yfirvegun gagnvart vonbrigðunum sem fylgdu verra gengi en búist var við. "Mark hefur ekið vel í fyrstu mótum ársins," sagði Horner ennfremur. "Honum líður vel í bílnum, mætt með nýja nálgun á mótið í ár og það er augljóst að hann er í góðu formi. Fjórum sinnum í fjórðasæti… auðvitað viljum við að hann standi á verðlaunapalli en þetta eru mikilvæg stig sem hann hefur tekið." Samningur Webbers rennur út í lok þessa árs en Horner er viss um að honum líði vel hjá Red Bull. "Við munum setjast yfir þetta mál þegar það á við. Ég hef ekki orðið var við að hann hafi verið í neinum viðræðum." Formúla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Mark Webber, ökumaður Red Bull í Formúlu 1, er nú orðaður við keppnissæti hjá Ferrari fyrir næsta tímabil. Hann mundi þá aka við hlið Fernando Alonso hjá hinu goðsagnakennda ítalska liði. Jafnvel er talið að Ástralinn sé nú þegar búinn að skrifa undir samning við Ítalina. Liðsfélagi Alonso, Felipe Massa, hefur ekki staðið sig vel undanfarin ár hjá Ferrari og er talið að Ítalirnir vilji losa sig við hann þegar tímabilið 2012 er yfirstaðið. Margir ökuþórar hafa verið orðaðir við liðið og þá helst Sergio Perez hjá Sauber. "Það virðist vera árviss atburður að fullyrða að Mark sé að fara eitthvað," sagði Christian Horner, liðstjóri Ferrari liðsins við Autosport. "Ég held að það sé óhjákvæmilegt að allir ökuþórar í Formúlu 1 séu orðaðir við keppnissætið við hlið Alonso." Mark Webber hefur verið í skugganum af liðsfélaga sínum, heimsmeistaranum Sebastian Vettel, undanfarin ár og talinn vera orðinn þreyttur á allri athyglinni sem liðið veitir Vettel fram yfir hann sjálfan. Mark hefur þó ekið betur í ár en liðsfélagi sinn þó hann hafi ekki enn komist á verðlaunapall í ár. Hann hefur endað öll fyrstu mótin í fjórða sæti og sýnt mikla yfirvegun gagnvart vonbrigðunum sem fylgdu verra gengi en búist var við. "Mark hefur ekið vel í fyrstu mótum ársins," sagði Horner ennfremur. "Honum líður vel í bílnum, mætt með nýja nálgun á mótið í ár og það er augljóst að hann er í góðu formi. Fjórum sinnum í fjórðasæti… auðvitað viljum við að hann standi á verðlaunapalli en þetta eru mikilvæg stig sem hann hefur tekið." Samningur Webbers rennur út í lok þessa árs en Horner er viss um að honum líði vel hjá Red Bull. "Við munum setjast yfir þetta mál þegar það á við. Ég hef ekki orðið var við að hann hafi verið í neinum viðræðum."
Formúla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira