Umdeildur norskur grínisti leikur Georg Bjarnfreðarson 10. janúar 2012 09:00 Tökur á norsku útgáfunni af Næturvaktinni eru hafnar í smábænum Minnesund. Otto Jespersen leikur Georg Bjarnfreðarson, Mats Eldøen er Daníel en John Brungot bregður sér í gervi Ólafs eða Olav eins og hann heitir upp á norsku. Hinn umdeildi norski grínisti Otto Jespersen leikur Georg Bjarnfreðarson í norsku útgáfunni af Næturvaktinni. Þættirnir hafa hlotið nafnið Nattskiftet og fara tökurnar fram í smábænum Minnesund þar sem 488 manns búa. Einni tökuviku af níu er nú lokið. Otto Jespersen, sem er 58 ára, er einn frægasti grínisti Norðmanna og er ákaflega umdeildur heima fyrir. Hann var meðal annars skammaður af fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Kjell Magne Bondevik, en Jespersen hafði lyfjanotkun forsætisráðherrans í flimtingum í uppistandi sínu og gerði óvinsældir ráðherrans að umtalsefni. Þá er Jesperson sérstaklega illa liðinn af gyðingum en þeir telja hann hafa sýnt skýr merki um gyðingahatur þegar hann syrgði allar þær lýs og flær sem fórust í helförinni. Jespersen er almennt talinn einn ríkasti skemmtikraftur landsins, hann er í sambúð með Ingrid Laurentzen, fyrrverandi balletdansara og hefur verið kynnir í sjónvarpsþáttunum Rikets røst, norskum spéspegli. Jespersen leikur aðalhlutverkið í norsku kvikmyndinni TrollHunter sem notið hefur mikilla vinsælda. Hlutverk Ólafs Ragnars verður í höndum hins 35 ára John Brungot en sá er einnig ákaflega þekktur í heimalandi sínu. Hann var meðal annars kynnir í raunveruleikaþáttaröðinni Norske Talenter. Hlutverk Daníels leikur síðan hinn 29 ára gamli Mats Eldøen. Hann er ef til vill minnst þekktur af þeim þremur en lék þó stórt hlutverk í stórmyndinni Max Manus, einni dýrustu kvikmynd í sögu Noregs. Mads Løken, einn af þremur handritshöfundum þáttanna, sagði í samtali við Fréttablaðið að einhverjar breytingar yrðu á handritinu, þetta væri ekki nákvæm endurgerð. „Maður hefur það á tilfinningunni í íslensku þáttunum að allir þekki alla á Íslandi þannig að við urðum aðeins að breyta þeim köflum,“ segir Mads. Fréttablaðið hafði einnig samband við Trond Kvernstrøm, framkvæmdastjóra framleiðslufyrirtækisins Monster, sem framleiðir þættina. Hann taldi þetta vera mjög stóra framleiðslu á norska vísu. „Þetta verða tíu þættir og þeir verða væntanlega frumsýndir annað hvort í haust eða næsta vor,“ segir Trond sem vísaði að öðru leyti á fulltrúa TV 2. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Sjá meira
Hinn umdeildi norski grínisti Otto Jespersen leikur Georg Bjarnfreðarson í norsku útgáfunni af Næturvaktinni. Þættirnir hafa hlotið nafnið Nattskiftet og fara tökurnar fram í smábænum Minnesund þar sem 488 manns búa. Einni tökuviku af níu er nú lokið. Otto Jespersen, sem er 58 ára, er einn frægasti grínisti Norðmanna og er ákaflega umdeildur heima fyrir. Hann var meðal annars skammaður af fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Kjell Magne Bondevik, en Jespersen hafði lyfjanotkun forsætisráðherrans í flimtingum í uppistandi sínu og gerði óvinsældir ráðherrans að umtalsefni. Þá er Jesperson sérstaklega illa liðinn af gyðingum en þeir telja hann hafa sýnt skýr merki um gyðingahatur þegar hann syrgði allar þær lýs og flær sem fórust í helförinni. Jespersen er almennt talinn einn ríkasti skemmtikraftur landsins, hann er í sambúð með Ingrid Laurentzen, fyrrverandi balletdansara og hefur verið kynnir í sjónvarpsþáttunum Rikets røst, norskum spéspegli. Jespersen leikur aðalhlutverkið í norsku kvikmyndinni TrollHunter sem notið hefur mikilla vinsælda. Hlutverk Ólafs Ragnars verður í höndum hins 35 ára John Brungot en sá er einnig ákaflega þekktur í heimalandi sínu. Hann var meðal annars kynnir í raunveruleikaþáttaröðinni Norske Talenter. Hlutverk Daníels leikur síðan hinn 29 ára gamli Mats Eldøen. Hann er ef til vill minnst þekktur af þeim þremur en lék þó stórt hlutverk í stórmyndinni Max Manus, einni dýrustu kvikmynd í sögu Noregs. Mads Løken, einn af þremur handritshöfundum þáttanna, sagði í samtali við Fréttablaðið að einhverjar breytingar yrðu á handritinu, þetta væri ekki nákvæm endurgerð. „Maður hefur það á tilfinningunni í íslensku þáttunum að allir þekki alla á Íslandi þannig að við urðum aðeins að breyta þeim köflum,“ segir Mads. Fréttablaðið hafði einnig samband við Trond Kvernstrøm, framkvæmdastjóra framleiðslufyrirtækisins Monster, sem framleiðir þættina. Hann taldi þetta vera mjög stóra framleiðslu á norska vísu. „Þetta verða tíu þættir og þeir verða væntanlega frumsýndir annað hvort í haust eða næsta vor,“ segir Trond sem vísaði að öðru leyti á fulltrúa TV 2. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Sjá meira