Erlent

Kærður fyrir að birta mynd af Mikka Mús á Twitter

Myndin sem Sawiris birti á Twitter.
Myndin sem Sawiris birti á Twitter.
Einn ríkasti maður Egyptalands er sakaður um að hafa móðgað trúarhætti múslima eftir að hann birti mynd af Mikka og Mínu í arabaklæðum á samskiptasíðunni Twitter.

Naguib Sawiris, sem er kristintrúar, er þekktur kaupsýslumaður í Egyptalandi og rekur meðal annars fjarskiptafyrirtækið Mobinil.

Myndin sem Sawiris birti á Twitter sýnir skeggjaðan Mikka Mús og Mínu Mús í búrku. Með myndinni vildi Sawiris gera grín af miklum vinsældum íslam í Egyptalandi.

Íslamistar hafa notið mikillar velgengni í þingkosningum landsins en kosningarnar eru þær fyrstu síðan fyrrverandi einræðisherra Egyptalands, Hosni Mubarak, var steypt af stóli.

Afsökunarbeiðni Sawiris á Twitter.mynd/Twitter
Samskiptasíður í Egyptalandi hafa logað eftir að Sawiris birti myndirnar og hafa nokkrir farið fram á að tunga auðkýfingsins verði fjarlægð. Aðrir krefjast þess að hann verði tekinn af lífi.

Sawiris hefur fjarlægt myndina og baðst einnig afsökunar. Íhaldssamir lögmenn gáfu þó lítið fyrir afsökunarbeiðnina og hafa kært Sawiris fyrir að móðga trú sína. Málið gegn honum var þingfest í gær og verður tekið fyrir á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×