Erlent

Ný eyja hefur myndast í Rauðahafi

Ný eyja hefur myndast í Rauðahafi. Neðansjávareldgos hófst í desember á síðasta ári og hefur nú ný eyja risið úr sæ tæpum 60 kílómetrum utan við strendur Jemen.

Nýjar gervitunglamyndir frá NASA sýna nú stóran gosmökk sem leggur frá eyjunni. Eyjan er nú 710 metrar að lengd og 530 metrar á breidd.

Í myndbandinu hér að ofan má sjá myndir sem teknar voru í síðasta mánuði. Þar sést gosmökkurinn brjótast upp úr hafinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×