Það tekur meira en fimm mínútur að kynna sér málið BBI skrifar 15. október 2012 13:52 Það er ábyrgðarlaust að mati fræðimannsins Ágústar Þórs Árnasonar að fullyrða að það taki fólk í mesta lagi fimm mínútur að mynda sér skoðun á stjórnarskránni, kynna sér málið og ákveða hvernig rétt er að greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni næstu helgi. Í myndbandi stjórnarskrárfélagsins sem birtist á netinu fyrr í mánuðinum stíga þjóðkunnir einstaklingar fram, hvetja samlanda sína til að kjósa í atkvæðagreiðslunni og fullyrða að það taki ekki nema 5 mínútur að kynna sér málið. Því er haldið fram að fólk geti annað hvort kynnt sér málið eða horft á hálft Lady Gaga myndband og fullyrt að það sé jafnauðvelt og að sjóða egg. „Þetta eru vægast sagt ábyrgðarlausar fullyrðingar. Þetta er flókið mál," segir Ágúst Þór, formaður lagadeildar Háskólans á Akureyri. „Stjórnskipunarréttur er fræðigrein þótt allir geti haft sína skoðun. Það tekur langan tíma að skilja stjórnskipun til einhverrar hlítar. Fólk er ósjaldan í fleiri ár að sérhæfa sig í greininni. Því spyr ég mig: Hvernig getur þetta verið svona einfalt?" Ágúst bendir á að sérfræðingar deili um álitaefnin sem verið er að kjósa um út og suður. Þess vegna sé einfaldlega rangt að fólk geti kynnt sér málið af einhverju viti á stuttum tíma. „Ef þetta væri eitthvað sem allir væru sammála um þá væri það kannski hægt," segir hann. Á laugardaginn verður m.a. kosið um hvort auðlindir eigi að vera í þjóðareigu. „Fólk getur sagt já við því. Ekkert flókið við það. En svo spyr maður: Hvað þýðir Já-ið í raun? Þá getur enginn svarað því og maður er engu nær," segir hann. „Ég get ekki sagt já við einhverju sem ég veit ekki hvað er. Það er eins og að skrifa upp á óútfylltan víxil." „Þetta pirrar mig því ég er búinn að vera að berjast fyrir endurskoðun stjórnarskrárinnar í meira en aldarfjórðung. Og allt í einu er manni stillt upp sem einhverjum afturhaldssegg af því maður er ekki tilbúinn til að æða áfram með bundið fyrir augun," segir hann. Ágúst segir að það sé „náttúrlega alveg tóm steypa" að fólk geti kynnt sér málið á fimm mínútum. Hann bendir hins vegar þeim sem vilja reyna að kynna sér málið áður en þeir greiða atkvæði á skýrslu stjórnlaganefndar sem stjórnlagaráð studdist við í störfum sínum. „Þar finnur fólk umsagnir um flest þessi atriði. Hún er reyndar 750 blaðsíður en fólk þarf nú ekki að lesa hana alla. Það eru kaflar í henni sem eru frekar hnitmiðaðir," segir Ágúst. Skýrsluna má nálgast á þessum hlekk. Myndbandið umrædda má sjá hér að ofan. Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Sjá meira
Það er ábyrgðarlaust að mati fræðimannsins Ágústar Þórs Árnasonar að fullyrða að það taki fólk í mesta lagi fimm mínútur að mynda sér skoðun á stjórnarskránni, kynna sér málið og ákveða hvernig rétt er að greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni næstu helgi. Í myndbandi stjórnarskrárfélagsins sem birtist á netinu fyrr í mánuðinum stíga þjóðkunnir einstaklingar fram, hvetja samlanda sína til að kjósa í atkvæðagreiðslunni og fullyrða að það taki ekki nema 5 mínútur að kynna sér málið. Því er haldið fram að fólk geti annað hvort kynnt sér málið eða horft á hálft Lady Gaga myndband og fullyrt að það sé jafnauðvelt og að sjóða egg. „Þetta eru vægast sagt ábyrgðarlausar fullyrðingar. Þetta er flókið mál," segir Ágúst Þór, formaður lagadeildar Háskólans á Akureyri. „Stjórnskipunarréttur er fræðigrein þótt allir geti haft sína skoðun. Það tekur langan tíma að skilja stjórnskipun til einhverrar hlítar. Fólk er ósjaldan í fleiri ár að sérhæfa sig í greininni. Því spyr ég mig: Hvernig getur þetta verið svona einfalt?" Ágúst bendir á að sérfræðingar deili um álitaefnin sem verið er að kjósa um út og suður. Þess vegna sé einfaldlega rangt að fólk geti kynnt sér málið af einhverju viti á stuttum tíma. „Ef þetta væri eitthvað sem allir væru sammála um þá væri það kannski hægt," segir hann. Á laugardaginn verður m.a. kosið um hvort auðlindir eigi að vera í þjóðareigu. „Fólk getur sagt já við því. Ekkert flókið við það. En svo spyr maður: Hvað þýðir Já-ið í raun? Þá getur enginn svarað því og maður er engu nær," segir hann. „Ég get ekki sagt já við einhverju sem ég veit ekki hvað er. Það er eins og að skrifa upp á óútfylltan víxil." „Þetta pirrar mig því ég er búinn að vera að berjast fyrir endurskoðun stjórnarskrárinnar í meira en aldarfjórðung. Og allt í einu er manni stillt upp sem einhverjum afturhaldssegg af því maður er ekki tilbúinn til að æða áfram með bundið fyrir augun," segir hann. Ágúst segir að það sé „náttúrlega alveg tóm steypa" að fólk geti kynnt sér málið á fimm mínútum. Hann bendir hins vegar þeim sem vilja reyna að kynna sér málið áður en þeir greiða atkvæði á skýrslu stjórnlaganefndar sem stjórnlagaráð studdist við í störfum sínum. „Þar finnur fólk umsagnir um flest þessi atriði. Hún er reyndar 750 blaðsíður en fólk þarf nú ekki að lesa hana alla. Það eru kaflar í henni sem eru frekar hnitmiðaðir," segir Ágúst. Skýrsluna má nálgast á þessum hlekk. Myndbandið umrædda má sjá hér að ofan.
Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Sjá meira