Hin hliðin á aukaverkunum hormónabælandi lyfja 5. janúar 2012 06:00 Á forsíðu Fréttablaðsins 27. desember er viðtal við Ásgerði Sverrisdóttur, krabbameinslækni á Landspítalanum. Þar greinir hún frá því að konur, sem greinst hafi með brjóstakrabbamein og verið settar á hormónabælandi lyf, hafi gefist upp á því að taka lyfið vegna aukaverkana. Ásgerður segir að í hennar hópi, þ.e. hópi krabbameinslækna, hafi þau á tilfinningunni að konur séu ekki að taka þessi lyf samkvæmt fyrirmælum og gefist stundum upp á að taka þau án þess að láta lækni vita af því, en sumar reyndar í samráði við lækni sinn. Ekki ætla ég að rengja þessi ummæli og heldur ekki að setjast í dómarasæti þar um. Ásgerður segir að algengustu aukaverkanir séu tíðahvarfaeinkenni. Þetta er nú ekki alveg svona einfalt og langar mig til að veita ofurlitla innsýn í helstu aukaverkanir þessara hormónabælandi lyfja. Þessi lyf hafa jafn mismunandi aukaverkanir og konurnar eru margar sem taka þau, því ekkert lyf verkar eins á tvær konur. Lyfið Femar, sem mér skilst að sé nokkuð algengt að ávísa á, hafði til að mynda þau áhrif á mig að eftir u.þ.b. þrjár vikur var ég farin að fá slæma verki í alla liði, alla vöðva, vöðvafestingar og alla vefi. Á skömmum tíma var ég orðin þannig að ég gat hvorki staðið, setið, legið eða gengið, svaf ekki fyrir kvölum í öllum skrokknum og engin verkjalyf verkuðu. Bara þunginn af sjálfri mér, og var ég þó í léttari kantinum, gerði það að verkum að ég gat hvorki setið né legið. Svitaköstin voru smámunir miðað við kvalirnar. Ég vil taka það fram að þetta er ekki orðum aukið, ég er engin dramadrottning. Ég hitti aðrar konur sem voru á þessu sama lyfi en fundu ekki fyrir því og einnig konur sem fengu miklar aukaverkanir. Eftir nokkurn tíma hætti ég að taka lyfið og tilkynnti það lækni mínum, sem sagði þetta ástand óásættanlegt, en verkirnir í líkamanum voru áfram í marga mánuði þrátt fyrir það. Ég var sett á lyfið Faslodex og var það ögn skárra. Ég sat áfram uppi með svitaköst og svefnleysi. Svitaköstin voru þannig að það var líkast því að ég væri að koma úr sturtu og hefði klætt mig án þess að þurrka mér. Fötin klístruðust við mig og oft gat ég hvorki fækkað þeim né haft fataskipti, því ég var jafnvel í vinnunni eða úti í búð að kaupa í matinn eða einhvers staðar annars staðar en heima hjá mér. Einnig varð andlitið sjóðandi heitt svo mig sveið í það, líkast því að ég væri komin með 40 stiga hita og reyndi ég að kæla það niður ef ég gat. Svefnleysið stafaði bæði af verkjum og svitaköstum og einnig var það, að eftir eins til tveggja klukkutíma svefn, þótt ég væri ekki með verki eða svitaköst, vaknaði ég og gat ekki sofnað aftur fyrr en undir morgun, rétt áður en ég átti að mæta í vinnu. Þannig fór ég dag eftir dag svefnlaus og þreytt í vinnuna, þar sem ég átti ekki nema u.þ.b. hálfs árs veikindarétt og hann var búinn. Ég get bætt ýmsu við en læt þetta nægja. Mér finnst Ásgerður gera nokkuð lítið úr þessum aukaverkunum, en það er nú einu sinni þannig að þeir einir geta um talað sem í hafa komist, aðrir geta aldrei sett sig í spor þeirra. Í fyrrgreindu viðtali er vitnað í bandaríska rannsókn. Ég las um þessa rannsókn í Fréttablaðinu fyrir skömmu, en þar var og tekið fram að krabbameinslæknar vanmætu gjarnan þessar aukaverkanir. Í lok viðtalsins fjallar Ásgerður Sverrisdóttir krabbameinslæknir um árangur þessararfyrirbyggjandi meðferðar með homónabælandi lyfjum og ætla ég ekki að gera lítið úr því. Ég hef tvisvar greinst með krabbamein með rúmlega 13 ára millibili. Í fyrra skiptið var ég skorin fleygskurði og sett í geisla sem ég brann undan svo húðin varð öll brún og hreistruð, með tilheyrandi kláða. Þrátt fyrir að hafa farið í geisla sem steiktu meira af heilbrigðum frumum en sýktum, komu þeir ekki í veg fyrir að krabbameinið tæki sig upp á nákvæmlega sama stað þessum rúmum 13 árum seinna. Ég spyr því, hver var árangurinn af geislunum, eða er þetta eðlilegt ferli? Má þá ekki búast við að krabbameinið geti tekið sig upp aftur þrátt fyrir hormónabælandi lyfjameðferð? Eftir tvö ár á hormónabælandi lyfjum fékk ég lækninn minn til að samþykkja að ég fengi að hætta á þeim og líður mér ágætlega í dag. Ég er mjög sátt við þá ákvörðun og læt engan koma inn hjá mér eftirsjá eða samviskubiti, hvorki Ásgerði Sverrisdóttur krabbameinslækni né nokkurn annan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Á forsíðu Fréttablaðsins 27. desember er viðtal við Ásgerði Sverrisdóttur, krabbameinslækni á Landspítalanum. Þar greinir hún frá því að konur, sem greinst hafi með brjóstakrabbamein og verið settar á hormónabælandi lyf, hafi gefist upp á því að taka lyfið vegna aukaverkana. Ásgerður segir að í hennar hópi, þ.e. hópi krabbameinslækna, hafi þau á tilfinningunni að konur séu ekki að taka þessi lyf samkvæmt fyrirmælum og gefist stundum upp á að taka þau án þess að láta lækni vita af því, en sumar reyndar í samráði við lækni sinn. Ekki ætla ég að rengja þessi ummæli og heldur ekki að setjast í dómarasæti þar um. Ásgerður segir að algengustu aukaverkanir séu tíðahvarfaeinkenni. Þetta er nú ekki alveg svona einfalt og langar mig til að veita ofurlitla innsýn í helstu aukaverkanir þessara hormónabælandi lyfja. Þessi lyf hafa jafn mismunandi aukaverkanir og konurnar eru margar sem taka þau, því ekkert lyf verkar eins á tvær konur. Lyfið Femar, sem mér skilst að sé nokkuð algengt að ávísa á, hafði til að mynda þau áhrif á mig að eftir u.þ.b. þrjár vikur var ég farin að fá slæma verki í alla liði, alla vöðva, vöðvafestingar og alla vefi. Á skömmum tíma var ég orðin þannig að ég gat hvorki staðið, setið, legið eða gengið, svaf ekki fyrir kvölum í öllum skrokknum og engin verkjalyf verkuðu. Bara þunginn af sjálfri mér, og var ég þó í léttari kantinum, gerði það að verkum að ég gat hvorki setið né legið. Svitaköstin voru smámunir miðað við kvalirnar. Ég vil taka það fram að þetta er ekki orðum aukið, ég er engin dramadrottning. Ég hitti aðrar konur sem voru á þessu sama lyfi en fundu ekki fyrir því og einnig konur sem fengu miklar aukaverkanir. Eftir nokkurn tíma hætti ég að taka lyfið og tilkynnti það lækni mínum, sem sagði þetta ástand óásættanlegt, en verkirnir í líkamanum voru áfram í marga mánuði þrátt fyrir það. Ég var sett á lyfið Faslodex og var það ögn skárra. Ég sat áfram uppi með svitaköst og svefnleysi. Svitaköstin voru þannig að það var líkast því að ég væri að koma úr sturtu og hefði klætt mig án þess að þurrka mér. Fötin klístruðust við mig og oft gat ég hvorki fækkað þeim né haft fataskipti, því ég var jafnvel í vinnunni eða úti í búð að kaupa í matinn eða einhvers staðar annars staðar en heima hjá mér. Einnig varð andlitið sjóðandi heitt svo mig sveið í það, líkast því að ég væri komin með 40 stiga hita og reyndi ég að kæla það niður ef ég gat. Svefnleysið stafaði bæði af verkjum og svitaköstum og einnig var það, að eftir eins til tveggja klukkutíma svefn, þótt ég væri ekki með verki eða svitaköst, vaknaði ég og gat ekki sofnað aftur fyrr en undir morgun, rétt áður en ég átti að mæta í vinnu. Þannig fór ég dag eftir dag svefnlaus og þreytt í vinnuna, þar sem ég átti ekki nema u.þ.b. hálfs árs veikindarétt og hann var búinn. Ég get bætt ýmsu við en læt þetta nægja. Mér finnst Ásgerður gera nokkuð lítið úr þessum aukaverkunum, en það er nú einu sinni þannig að þeir einir geta um talað sem í hafa komist, aðrir geta aldrei sett sig í spor þeirra. Í fyrrgreindu viðtali er vitnað í bandaríska rannsókn. Ég las um þessa rannsókn í Fréttablaðinu fyrir skömmu, en þar var og tekið fram að krabbameinslæknar vanmætu gjarnan þessar aukaverkanir. Í lok viðtalsins fjallar Ásgerður Sverrisdóttir krabbameinslæknir um árangur þessararfyrirbyggjandi meðferðar með homónabælandi lyfjum og ætla ég ekki að gera lítið úr því. Ég hef tvisvar greinst með krabbamein með rúmlega 13 ára millibili. Í fyrra skiptið var ég skorin fleygskurði og sett í geisla sem ég brann undan svo húðin varð öll brún og hreistruð, með tilheyrandi kláða. Þrátt fyrir að hafa farið í geisla sem steiktu meira af heilbrigðum frumum en sýktum, komu þeir ekki í veg fyrir að krabbameinið tæki sig upp á nákvæmlega sama stað þessum rúmum 13 árum seinna. Ég spyr því, hver var árangurinn af geislunum, eða er þetta eðlilegt ferli? Má þá ekki búast við að krabbameinið geti tekið sig upp aftur þrátt fyrir hormónabælandi lyfjameðferð? Eftir tvö ár á hormónabælandi lyfjum fékk ég lækninn minn til að samþykkja að ég fengi að hætta á þeim og líður mér ágætlega í dag. Ég er mjög sátt við þá ákvörðun og læt engan koma inn hjá mér eftirsjá eða samviskubiti, hvorki Ásgerði Sverrisdóttur krabbameinslækni né nokkurn annan.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun