Erlent

Ferðamaður og tveggja ára dóttir hans myrt í Róm

Ránstilraun endaði á hrottalegan hátt þegar kínverskur ferðamaður og tveggja ára dóttir hans voru skotin til bana á götu úti í Róm síðdegis í gær.

Ferðmaðurinn var á göngu ásamt konu sinni og dóttur þegar tveir menn á skellinöðru óku upp að þeim, ógnuðu með skammbyssu og kröfðust þess að fá verðmæti þeirra afhent. Því neitaði fjölskyldan og hófu þá ræningjarnir skothríð á hana með fyrrgreindum afleiðingum.

Eiginkonan varð einnig fyrir skoti en lifði árásina af og er ekki í lífshættu. Í frétt um málið í blaðinu Repubblica segir að árásir sem þessar hafi verið algengar í Róm undanfarna mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×