Erlent

Konur mega loks afgreiða nærföt í verslunum í Saudi Arabíu

Konungur Saudi Arabíu hefur loksins samþykkt reglugerð sem leyfir konum að starfa sem afgreiðslukonur í kvennnærfataverslunum landsins.

Hingað til hafa aðeins karlmenn mátt gegna þessum störfum en mörgum saudi arabískum konum hefur þótt óþægilegt að láta karlmenn afgreiða fyrir sig nærfatnað.

Konurnar mynduðu baráttuhóp á Facebook og hvöttu kynsystur sínar til að sniðganga verslanirnar. Nú hefur konungurinn látið undan þeim.

Reiknað er með að reglugerðin skapi um 40.000 störf fyrir konur í Saudi Arabíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×