Leiðrétt ranghermi Eiríks Bergmanns Júlíus Valdimarsson skrifar 27. júlí 2012 06:00 Í Fréttablaðinu í gær svarar Eiríkur Bergmann grein minni í sama blaði frá 25. júlí um tillögur Stjórnlagaráðs. Þar segir hann að grein mín sé kærkomið tækifæri til þess að leiðrétta útbreiddan misskilning um þau ákvæði sem fjalla um beint lýðræði. Hann skrifar: „Ranghermt er að málskotsréttur forseta skerðist og að samkvæmt því hefði ekki mátt kjósa um Icesave.“ Hið rétta er að í grein minni er ekki að finna eitt orð í þá átt að Stjórnlagaráð leggi til að „málskotsréttur forsetans skerðist“. Hins vegar fjalla ég um ákvæðin um málskotsrétt þjóðarinnar í tillögum Stjórnlagaráðs, en þar skrifa ég m.a.: „Á grundvelli þeirra (greinanna sem fjalla um málskotsrétt fólksins) er hvorki hægt að krefjast atkvæðagreiðslu um fjárlög, fjáraukalög, lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum né heldur um skattamálefni eða ríkisborgararétt.“ Síðan segir: „Samkvæmt þessum tillögum hefði almenningur ekki getað krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave.“ Þarna er að sjálfsögðu átt við ákvæðið um takmarkaðan rétt þjóðarinnar til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu en ekki forsetans, en í tillögum stjórnlagaráðs er lagt til að réttur forsetans verði óskertur eins og Eiríkur Bergmann bendir réttilega á. Ég bendi hins vegar á í grein minni að sá takmarkaði málskotsréttur þjóðarinnar sem stjórnlagaráð leggur til geti leitt til þess að málskotsréttur forsetans verði skertur í meðferð þingsins sem þarf í framhaldi af ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu að búa til nýja stjórnarskrá og samþykkja með auknum meirihluta. Þar skrifa ég: „Á Alþingi er ekki mikill áhugi á beinu lýðræði og oft heyrast raddir stjórnmálamanna um að takmarka þurfi valdheimildir forsetans. Hætt er við að hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar myndu nota nýja ákvæðið um málskotsrétt fólksins sem skálkaskjól til að fella niður málskotsrétt forsetans þar sem þjóðin hefði sjálf fengið og samþykkt slíkan rétt.“ Ég verð að segja að ótti minn um að svo geti farið hefur aukist við lestur greinar Eiríks en þar segir hann um málskotsrétt þjóðarinnar: „Með öðrum orðum skerðist málskotsréttur forseta alls ekki en við bætist álíka réttur 10% kjósenda með framangreindum takmörkunum.“ Þarna gefur Eiríkur í skyn að þjóðin muni fá „álíka“ rétt og gerir þannig lítið úr þeim grundvallartakmörkunum sem í tillögum Stjórnlagaráðs felast. Það er einmitt það sem ég held að stjórnmálamennirnir muni vísa til, þ.e. að það sé allt í lagi að afnema eða skerða málskotsrétt forsetans því þjóðin sjálf hafi nú fengið „álíka“ rétt. Að lokum; Eiríkur Bergmann titlar mig formann Húmanistaflokksins, sjálfsagt í bestu meiningu. Ég verð hins vegar að leiðrétta það; flokkurinn hefur engan formann, ég er í landsráði hans og þar eru allir talsmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu í gær svarar Eiríkur Bergmann grein minni í sama blaði frá 25. júlí um tillögur Stjórnlagaráðs. Þar segir hann að grein mín sé kærkomið tækifæri til þess að leiðrétta útbreiddan misskilning um þau ákvæði sem fjalla um beint lýðræði. Hann skrifar: „Ranghermt er að málskotsréttur forseta skerðist og að samkvæmt því hefði ekki mátt kjósa um Icesave.“ Hið rétta er að í grein minni er ekki að finna eitt orð í þá átt að Stjórnlagaráð leggi til að „málskotsréttur forsetans skerðist“. Hins vegar fjalla ég um ákvæðin um málskotsrétt þjóðarinnar í tillögum Stjórnlagaráðs, en þar skrifa ég m.a.: „Á grundvelli þeirra (greinanna sem fjalla um málskotsrétt fólksins) er hvorki hægt að krefjast atkvæðagreiðslu um fjárlög, fjáraukalög, lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum né heldur um skattamálefni eða ríkisborgararétt.“ Síðan segir: „Samkvæmt þessum tillögum hefði almenningur ekki getað krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave.“ Þarna er að sjálfsögðu átt við ákvæðið um takmarkaðan rétt þjóðarinnar til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu en ekki forsetans, en í tillögum stjórnlagaráðs er lagt til að réttur forsetans verði óskertur eins og Eiríkur Bergmann bendir réttilega á. Ég bendi hins vegar á í grein minni að sá takmarkaði málskotsréttur þjóðarinnar sem stjórnlagaráð leggur til geti leitt til þess að málskotsréttur forsetans verði skertur í meðferð þingsins sem þarf í framhaldi af ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu að búa til nýja stjórnarskrá og samþykkja með auknum meirihluta. Þar skrifa ég: „Á Alþingi er ekki mikill áhugi á beinu lýðræði og oft heyrast raddir stjórnmálamanna um að takmarka þurfi valdheimildir forsetans. Hætt er við að hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar myndu nota nýja ákvæðið um málskotsrétt fólksins sem skálkaskjól til að fella niður málskotsrétt forsetans þar sem þjóðin hefði sjálf fengið og samþykkt slíkan rétt.“ Ég verð að segja að ótti minn um að svo geti farið hefur aukist við lestur greinar Eiríks en þar segir hann um málskotsrétt þjóðarinnar: „Með öðrum orðum skerðist málskotsréttur forseta alls ekki en við bætist álíka réttur 10% kjósenda með framangreindum takmörkunum.“ Þarna gefur Eiríkur í skyn að þjóðin muni fá „álíka“ rétt og gerir þannig lítið úr þeim grundvallartakmörkunum sem í tillögum Stjórnlagaráðs felast. Það er einmitt það sem ég held að stjórnmálamennirnir muni vísa til, þ.e. að það sé allt í lagi að afnema eða skerða málskotsrétt forsetans því þjóðin sjálf hafi nú fengið „álíka“ rétt. Að lokum; Eiríkur Bergmann titlar mig formann Húmanistaflokksins, sjálfsagt í bestu meiningu. Ég verð hins vegar að leiðrétta það; flokkurinn hefur engan formann, ég er í landsráði hans og þar eru allir talsmenn.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar