Leiðrétt ranghermi Eiríks Bergmanns Júlíus Valdimarsson skrifar 27. júlí 2012 06:00 Í Fréttablaðinu í gær svarar Eiríkur Bergmann grein minni í sama blaði frá 25. júlí um tillögur Stjórnlagaráðs. Þar segir hann að grein mín sé kærkomið tækifæri til þess að leiðrétta útbreiddan misskilning um þau ákvæði sem fjalla um beint lýðræði. Hann skrifar: „Ranghermt er að málskotsréttur forseta skerðist og að samkvæmt því hefði ekki mátt kjósa um Icesave.“ Hið rétta er að í grein minni er ekki að finna eitt orð í þá átt að Stjórnlagaráð leggi til að „málskotsréttur forsetans skerðist“. Hins vegar fjalla ég um ákvæðin um málskotsrétt þjóðarinnar í tillögum Stjórnlagaráðs, en þar skrifa ég m.a.: „Á grundvelli þeirra (greinanna sem fjalla um málskotsrétt fólksins) er hvorki hægt að krefjast atkvæðagreiðslu um fjárlög, fjáraukalög, lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum né heldur um skattamálefni eða ríkisborgararétt.“ Síðan segir: „Samkvæmt þessum tillögum hefði almenningur ekki getað krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave.“ Þarna er að sjálfsögðu átt við ákvæðið um takmarkaðan rétt þjóðarinnar til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu en ekki forsetans, en í tillögum stjórnlagaráðs er lagt til að réttur forsetans verði óskertur eins og Eiríkur Bergmann bendir réttilega á. Ég bendi hins vegar á í grein minni að sá takmarkaði málskotsréttur þjóðarinnar sem stjórnlagaráð leggur til geti leitt til þess að málskotsréttur forsetans verði skertur í meðferð þingsins sem þarf í framhaldi af ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu að búa til nýja stjórnarskrá og samþykkja með auknum meirihluta. Þar skrifa ég: „Á Alþingi er ekki mikill áhugi á beinu lýðræði og oft heyrast raddir stjórnmálamanna um að takmarka þurfi valdheimildir forsetans. Hætt er við að hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar myndu nota nýja ákvæðið um málskotsrétt fólksins sem skálkaskjól til að fella niður málskotsrétt forsetans þar sem þjóðin hefði sjálf fengið og samþykkt slíkan rétt.“ Ég verð að segja að ótti minn um að svo geti farið hefur aukist við lestur greinar Eiríks en þar segir hann um málskotsrétt þjóðarinnar: „Með öðrum orðum skerðist málskotsréttur forseta alls ekki en við bætist álíka réttur 10% kjósenda með framangreindum takmörkunum.“ Þarna gefur Eiríkur í skyn að þjóðin muni fá „álíka“ rétt og gerir þannig lítið úr þeim grundvallartakmörkunum sem í tillögum Stjórnlagaráðs felast. Það er einmitt það sem ég held að stjórnmálamennirnir muni vísa til, þ.e. að það sé allt í lagi að afnema eða skerða málskotsrétt forsetans því þjóðin sjálf hafi nú fengið „álíka“ rétt. Að lokum; Eiríkur Bergmann titlar mig formann Húmanistaflokksins, sjálfsagt í bestu meiningu. Ég verð hins vegar að leiðrétta það; flokkurinn hefur engan formann, ég er í landsráði hans og þar eru allir talsmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu í gær svarar Eiríkur Bergmann grein minni í sama blaði frá 25. júlí um tillögur Stjórnlagaráðs. Þar segir hann að grein mín sé kærkomið tækifæri til þess að leiðrétta útbreiddan misskilning um þau ákvæði sem fjalla um beint lýðræði. Hann skrifar: „Ranghermt er að málskotsréttur forseta skerðist og að samkvæmt því hefði ekki mátt kjósa um Icesave.“ Hið rétta er að í grein minni er ekki að finna eitt orð í þá átt að Stjórnlagaráð leggi til að „málskotsréttur forsetans skerðist“. Hins vegar fjalla ég um ákvæðin um málskotsrétt þjóðarinnar í tillögum Stjórnlagaráðs, en þar skrifa ég m.a.: „Á grundvelli þeirra (greinanna sem fjalla um málskotsrétt fólksins) er hvorki hægt að krefjast atkvæðagreiðslu um fjárlög, fjáraukalög, lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum né heldur um skattamálefni eða ríkisborgararétt.“ Síðan segir: „Samkvæmt þessum tillögum hefði almenningur ekki getað krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave.“ Þarna er að sjálfsögðu átt við ákvæðið um takmarkaðan rétt þjóðarinnar til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu en ekki forsetans, en í tillögum stjórnlagaráðs er lagt til að réttur forsetans verði óskertur eins og Eiríkur Bergmann bendir réttilega á. Ég bendi hins vegar á í grein minni að sá takmarkaði málskotsréttur þjóðarinnar sem stjórnlagaráð leggur til geti leitt til þess að málskotsréttur forsetans verði skertur í meðferð þingsins sem þarf í framhaldi af ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu að búa til nýja stjórnarskrá og samþykkja með auknum meirihluta. Þar skrifa ég: „Á Alþingi er ekki mikill áhugi á beinu lýðræði og oft heyrast raddir stjórnmálamanna um að takmarka þurfi valdheimildir forsetans. Hætt er við að hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar myndu nota nýja ákvæðið um málskotsrétt fólksins sem skálkaskjól til að fella niður málskotsrétt forsetans þar sem þjóðin hefði sjálf fengið og samþykkt slíkan rétt.“ Ég verð að segja að ótti minn um að svo geti farið hefur aukist við lestur greinar Eiríks en þar segir hann um málskotsrétt þjóðarinnar: „Með öðrum orðum skerðist málskotsréttur forseta alls ekki en við bætist álíka réttur 10% kjósenda með framangreindum takmörkunum.“ Þarna gefur Eiríkur í skyn að þjóðin muni fá „álíka“ rétt og gerir þannig lítið úr þeim grundvallartakmörkunum sem í tillögum Stjórnlagaráðs felast. Það er einmitt það sem ég held að stjórnmálamennirnir muni vísa til, þ.e. að það sé allt í lagi að afnema eða skerða málskotsrétt forsetans því þjóðin sjálf hafi nú fengið „álíka“ rétt. Að lokum; Eiríkur Bergmann titlar mig formann Húmanistaflokksins, sjálfsagt í bestu meiningu. Ég verð hins vegar að leiðrétta það; flokkurinn hefur engan formann, ég er í landsráði hans og þar eru allir talsmenn.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun