Verða frekari mannaskipti? Tómas Gunnarsson skrifar 4. janúar 2012 06:00 Brennheitu máli skaut upp á Fréttastofu RÚV skömmu fyrir jólahlé Alþingis sem sagt var geta fellt ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Var talinn meiri hluti í Þinginu fyrir tillögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að afturkalla ákæru á hendur Geir Haarde, fyrrv. forsætisráðherra, fyrir Landsdómi, vegna aðgerða og eða aðgerðaleysis Geirs í aðdraganda Bankahrunsins í október 2008.(Þskj. 573 á 140. löggjafarþingi.) Forseti Alþingis, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttur, náði að forða Alþingi frá allsherjarmálastrandi fyrir jólahlé enda var ákveðið að tillaga Bjarna formanns yrði tekin á dagskrá Alþingis 20. janúar 2012. Ekki var eindrægni um þá niðurstöðu. Ýmsir töldu að í samþykkt tillögunnar fælust ótæk afskipti löggjafans af dómsvaldinu og um leið brot gegn þrískiptingu allsherjarvaldsins. Ónafngreindir lögfræðingar, innan Þings og utan, höfðu talið tillöguna þingtæka, þrátt fyrir að þrír helstu stjórnlagafræðingar lýðveldisins, Bjarni Benediktsson, Ólafur Jóhannesson og Gunnar G. Schram, hefðu áður talið að Alþingi gæti ekki afturkallað mál, sem búið væri að leggja fyrir Landsdóm. Þremenningarnir rökstuddu ekki niðurstöðu sína. Hafa væntanlega talið rökstuðning óþarfan þar sem afturköllunarrétti Alþingis fylgdi stöðvunar- og stýringarréttur sem færði æðsta ákæruvaldið í Landsdómsmáli frá saksóknara til Alþingis sjálfs. Tvennt felst í LandsdómsmálinuAðalatriði málsóknarinnar er rannsókn á atvikum og mögulegri sök æðsta embættismanns lýðveldisins, Geirs Haarde, fyrrv. forsætisráðherra, í aðdraganda Bankahrunsins. Þar er möguleg niðurstaða að hann hafi staðið forsvaranlega að verkum niður í að alvarleg mistök og eða að misferli hafi átt sér stað. Þá er enn mögulegt að rannsóknin leiði fram sakir annarra, sem valda ættu öðrum málsóknum, jafnvel fyrir Landsdómi. Líta verður til gífurlegs tjóns af völdum Bankahrunsins, beins taps innlendra og erlendra aðila, svo nemi a.m.k. fimmfaldri þjóðarframleiðslu Íslendinga, stórfellds óbeins taps, atvinnumissis margra og skerðingar tekna, brottflutnings a.m.k. sex þúsunda manna frá Íslandi, umfram aðflutta, á síðustu þremur árum, hækkunar skatta og skertrar opinberrar þjónustu. Málsóknin fyrir Landsdómi er eina úrræðið til að rannsaka að nokkru marki mögulegar sakir ráðherra. Íslendingar hafa því ríkar ástæður og skyldur til að ljúka rannsókninni faglega og undanbragðalaust. Það gagnast fræðimönnum, innlendum sem erlendum, í mörgum fræðigreinum, til nýrra ályktana og framþróunar. Að hinu leytinu jafnast ekkert á við það skipbrot að hætta málsókninni. Hinn þáttur málsins, sá veigaminni, er að ákvarða Geir refsingu, fyrir möguleg brot í opinberu starfi. Engum ærlegum manni, hvorki samherja eða andstæðingi Geirs í stjórnmálum, getur verið fagnaðarefni að sakfella hann samkvæmt afgömlum Landsdómslögum, aðeins þung skylda. Óvænt tillaga og þakkarverðTillaga Bjarna, formanns, er óvænt þar eð sá hluti Alþingis, sem vill fella ríkisstjórnina, virðist ekki vilja láta sína menn sæta opinberu eftirliti, rannsóknum og dómum, sem allar aðrar stéttir verða að sæta. Gengur það? Varla verða fílabeinsturnar varanlegustu húsakynni framtíðarinnar eða hvað? Gæti ekki verið nær að hætta í stjórnmálum? Tillagan er þakkarverð þar sem hún afhjúpar hvar menn standa í þjóðmálabaráttunni og skerpir línur stjórnmálanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Brennheitu máli skaut upp á Fréttastofu RÚV skömmu fyrir jólahlé Alþingis sem sagt var geta fellt ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Var talinn meiri hluti í Þinginu fyrir tillögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að afturkalla ákæru á hendur Geir Haarde, fyrrv. forsætisráðherra, fyrir Landsdómi, vegna aðgerða og eða aðgerðaleysis Geirs í aðdraganda Bankahrunsins í október 2008.(Þskj. 573 á 140. löggjafarþingi.) Forseti Alþingis, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttur, náði að forða Alþingi frá allsherjarmálastrandi fyrir jólahlé enda var ákveðið að tillaga Bjarna formanns yrði tekin á dagskrá Alþingis 20. janúar 2012. Ekki var eindrægni um þá niðurstöðu. Ýmsir töldu að í samþykkt tillögunnar fælust ótæk afskipti löggjafans af dómsvaldinu og um leið brot gegn þrískiptingu allsherjarvaldsins. Ónafngreindir lögfræðingar, innan Þings og utan, höfðu talið tillöguna þingtæka, þrátt fyrir að þrír helstu stjórnlagafræðingar lýðveldisins, Bjarni Benediktsson, Ólafur Jóhannesson og Gunnar G. Schram, hefðu áður talið að Alþingi gæti ekki afturkallað mál, sem búið væri að leggja fyrir Landsdóm. Þremenningarnir rökstuddu ekki niðurstöðu sína. Hafa væntanlega talið rökstuðning óþarfan þar sem afturköllunarrétti Alþingis fylgdi stöðvunar- og stýringarréttur sem færði æðsta ákæruvaldið í Landsdómsmáli frá saksóknara til Alþingis sjálfs. Tvennt felst í LandsdómsmálinuAðalatriði málsóknarinnar er rannsókn á atvikum og mögulegri sök æðsta embættismanns lýðveldisins, Geirs Haarde, fyrrv. forsætisráðherra, í aðdraganda Bankahrunsins. Þar er möguleg niðurstaða að hann hafi staðið forsvaranlega að verkum niður í að alvarleg mistök og eða að misferli hafi átt sér stað. Þá er enn mögulegt að rannsóknin leiði fram sakir annarra, sem valda ættu öðrum málsóknum, jafnvel fyrir Landsdómi. Líta verður til gífurlegs tjóns af völdum Bankahrunsins, beins taps innlendra og erlendra aðila, svo nemi a.m.k. fimmfaldri þjóðarframleiðslu Íslendinga, stórfellds óbeins taps, atvinnumissis margra og skerðingar tekna, brottflutnings a.m.k. sex þúsunda manna frá Íslandi, umfram aðflutta, á síðustu þremur árum, hækkunar skatta og skertrar opinberrar þjónustu. Málsóknin fyrir Landsdómi er eina úrræðið til að rannsaka að nokkru marki mögulegar sakir ráðherra. Íslendingar hafa því ríkar ástæður og skyldur til að ljúka rannsókninni faglega og undanbragðalaust. Það gagnast fræðimönnum, innlendum sem erlendum, í mörgum fræðigreinum, til nýrra ályktana og framþróunar. Að hinu leytinu jafnast ekkert á við það skipbrot að hætta málsókninni. Hinn þáttur málsins, sá veigaminni, er að ákvarða Geir refsingu, fyrir möguleg brot í opinberu starfi. Engum ærlegum manni, hvorki samherja eða andstæðingi Geirs í stjórnmálum, getur verið fagnaðarefni að sakfella hann samkvæmt afgömlum Landsdómslögum, aðeins þung skylda. Óvænt tillaga og þakkarverðTillaga Bjarna, formanns, er óvænt þar eð sá hluti Alþingis, sem vill fella ríkisstjórnina, virðist ekki vilja láta sína menn sæta opinberu eftirliti, rannsóknum og dómum, sem allar aðrar stéttir verða að sæta. Gengur það? Varla verða fílabeinsturnar varanlegustu húsakynni framtíðarinnar eða hvað? Gæti ekki verið nær að hætta í stjórnmálum? Tillagan er þakkarverð þar sem hún afhjúpar hvar menn standa í þjóðmálabaráttunni og skerpir línur stjórnmálanna.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun